17.11.2010 | 17:16
Þarf ekki Rannsóknarnefnd fiskveiðistjórnunar?
Sem kunnugt er hefur hvorki gengið né rekið að byggja upp þorskstofninn. Samt er enn haldið áfram á sömu braut og alltaf minnkar aflinn.
Ég hef gagnrýnt þetta í tæp 30 ár, alltaf í grundvallaratriðum á sama hátt, að mikilvægt sé að huga að vexti fiska til að sjá hvort þeir hafi nóg að éta. Vaxi þeir vel er allt í góðu, en sé vöxtur hægur þá vanti mat. Stofninn sé hlutfallslega of stór miðað við fæðuframboðið og því þurfi að veiða meira, grisja stofninn, til að auka þannig vöxt og þar með afrakstur. Stjórnandi uppbyggingarinnar, Hafró hefur með öllu hundsað þessi rök.
Það er kominn tími til að Alþingi setji þessa ráðgjöf í hlutlausa rannsókn því það virðist borin von að Hafró snúi af sinni stefnu. Þeir taka ekki faglegum rökum og ekki virðist unnt að kryfja þessi mál opinberlega Fjölmiðlar eru meðvirkir og leita ekki álits annarra en hinna opinberu ríkisreknu vísindamanna. Því síður skyggnast þeir dýpra í málin og aldrei minna þér talsmenn Hafró á að ekkert af loforðum þeirra hafi staðist.
Þá minnast fréttamenn aldrei á sams konar gagnrýni, sem birtist í erlendum sjávarútvegsblöðum, en gagnrýni á "vísindin" fer ört vaxandi. Þöggunin er algjör.
Í sjónvarpsviðtali 2001, fyrir 10 árum, hélt ég því fram að niðurskurðurinn þá myndi ekki leiða til uppbyggingar stofnsins heldur myndi hann áfram minnka. Þetta var þegar þeir týndu 600 þús. tonnunum.
Þetta viðtal, Framvinduspá JKr 2001, er hér
Síðdegis sama dag komu þeir í stúdio Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ og Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró til þess að ræða það hvers vegna 600 þús. tonn hefðu "týnst" og hvernig horfurnar væru fram undan.
Þetta viðtal, Brostnar vonir, er hér
Bæði þessi viðtöl eru mjög athyglisverð í ljósi þess sem síðar gerðist. Ég hafði rétt fyrir mér þarna eins og sjá má af meðfylgjandi súluriti. Er ekki kominn tími til að tengja?
Myndin sýnir þróun þorskaflans frá 1990. Eftir stöðugan niðurskurð í nokkur ár var skorið ærlega niður 1994 og 95 til að hressa stofninn við. Aflamarkið var aukið fram til 1999 og sögðu menn þá að friðunin væri að bera árangur. Græna súlan sýnir árið sem sjónvarpsviðtalið er tekið og ég held því fram að aflinn muni halda áfram að minnka. Það reyndist rétt, botninum var náð 2008 þegar enn var dregið úr sókn og sett 20% aflaregla. Hvernig skyldi framhaldið verða?
Þessar videomyndir og aðrar má finna á
http://www.youtube.com/fiskimyndir
Nýrri síðu, sem ég hef komið upp.
Vísindi og fræði | Breytt 19.11.2010 kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.11.2010 | 12:25
"Óháða" aflareglunefndin hans Jóns Bjarnasonar
Nefndin hefur nú séð dagsins ljós skv. Mbl. í dag. Formaður hennar verður Skúli Skúlason skólastjóri á Hólum, eftirmaður Jóns Bjarnasonar, og tveir aðrir líffræðingar sem telja má óháða. Mér er ekki kunnugt um að nokkur þeirra hafi komið nálægt fiskveiðum eða stjórnun þeirra. Bið ég forláts hafi ég rangt fyrir mér, en ég hef ekkert út á tilnefningu þeirra að setja. Svo kemur snilldin:
Fulltrúar hagsmunaaðila í nefndinni eru Kristján Þórarinsson LÍÚ, Örn Pálsson LS og, haldið ykkur fast, - Jóhann Hafróforstjóri og Einar Hjörleifsson (Guttormssonar) Hafró og ICES.
Halda menn að þetta sé óháð nefnd? Kristján, Jóhann og Einar eru meðhöfundar að aflareglunni!
Þetta gengur ekki, því hvernig í ósköpunum á formaðurinn og hinir að geta staðið í frekjuhundunum Jóhanni og Einari ásamt Kristjáni Þórarinssyni? Þetta er hreinn skrípaleikur.
![]() |
Meta kosti aflareglu og kvótaaukningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2010 | 15:55
Súrefnismælirinn
Ekki voru þær burðugar tillögur ríkisstjórnarinnar til hjálpar Suðurnesjamönnum. Er þetta fólk virkilega að stjórna landinu? Tillögurnar felast í því að flytja störf frá einum stað till annars. Gæsluna til Keflavíkur, útibú skuldara til Reykjaness, og byggja skal hermangarasafn á Miðnesheiði, í stjórnartíð Steingríms J. herstöðvarandstæðings! Á sama tíma þarf að leggja af sjúkrahúsið vegna fjárskorts.
Þetta minnir mig á sanna sögu úr fiskeldinu í stóru bólunni. Fiskeldisstöðin Fjallalax í Grímsnesi var orðin útbólgin af laxaseiðum og bjó við vatns- og plássleysi. Ástæðan var sú að afurðalán voru veitt út á fjölda fiska svo menn freistuðust til að troða í stöðvarnar eins miklu og þeir gátu, burtséð frá afkomumöguleikum seiðanna. Stöðvarstjórinn sendi fyrirspurn til stjórnenda og ráðgjafa í Reykjavík, hvað hann ætti og mætti gera.
Hann fékk sendan súrefnismæli með póstinum næsta dag með þeim orðum að hann skyldi flytja fiska úr kerjum með litlu súrefni í þau ker sem mældust með meira súrefni.
Þetta endaði auðvitað á einn veg, stöðin á hausinn og bankinn tapaði afurðaláninu.
Þessum stjórnarherrum virðist fyrirmunað að láta sér detta í hug að auka fiskveiðar svo aftur megi segja um Suðurnesjamenn: "Fast þeir sóttu sjóinn".
Svo mikil er hræðslan og þjónkunin við Hafró að Steingrímur sagði um daginn, eftir að Jón B. jók þorskkvótann um 12 þús tonn, "hvað skyldi Hafró segja"?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.11.2010 | 15:20
Kumpánarnir Árni Matt og Össur
Búið er að ráða Árna M. Mathiesen sem aðstoðarframkvæmdastjóra FAO, og heyra fiskveiðar og fiskeldi undir hann. Mun Össur utanríkisráðherra hafa mælt með Árna í stöðuna. Þetta er vægast sagt ógeðfellt en þessir kumpánar voru saman í hrunstjórninni. Ekki einungis það, þeir voru einnig helstu áróðursmeistarar í fiskeldisbólunni, sem sprakk svo með hvelli 1991 og var eins konar forleikur að stóra hruninu núna, hvort tveggja byggt á taumlausri græðgi og pólitískri spillingu.
Auk þess að vera með puttana í fyrirtækjum, sjóðum og sukki stofnuðu þeir félagarnir fiskeldisfélagið Faxalax ásamt Ólafi Skúlasyni á Laxalóni. Þetta var árið 1987.
Ólafur var þá í góðu gengi með sitt fiskeldi, sem byggt var á gömlum merg og rekið með varfærni. Þeir ráku seiðaeldisstöð í Ölfusi og kvíaeldi á regnbogasilungi í Hvalfirði og gekk þokkalega þrátt fyrir ýmis áföll vegna sjávarkulda.
Snillingarnir og sérfræðingarnir Össur og Árni lokkuðu Ólaf í samstarf og hann lagði fram fiskinn sem fór í kvíarnar en Össur og Árni varla meira en "sérþekkingu" eins og algengt var á þessum árum.
Árið 1990 fór fyrirtækið á hausinn, sérfræðingarnir löbbuðu í burt og Ólafur sat uppi með skellinn. Hann missti fyrirtækið í kjölfarið, svo og heimili sitt skömmu síðar og eiginlega allt annað. Hann býr nú á Írlandi.
Á þessum tíma starfaði ég við fiskeldistryggingar, skoðaði stöðvar, mat áættu, gerði upp þrotabú o.fl. Ég var fenginn til að meta eignir í þrotabúi Faxalax í apríl 1990. Aðkoman að fyrirtækinu var ömurleg eins og eftirfarandi glefsur úr skýrslu minni bera með sér:
Kví nr. 1
Kafarinn fann 4x1 m gat á botni kvíarinnar og varð ekki var við fisk. Kvíin er að öllum líkindum tóm. Eitt flothylki vantar á kvína. Hoppnet er allt meir og minna rifið og víða eru göt á samskeytum flotkraga og hoppnets. Nótin er orðin gróin. Starfsmenn sögðu að allt hefði virtist með eðlilegum hætti 24/4 þegar slátrað var úr nótinni en þegar reynt var að ná í fisk 26/4 fékkst lítið.
Kví nr. 3
Í kvínni er lax, um 1.5 kg á þyngd og lítur hann þokkalega út. Netið sjálft er gott en skel er að byrja að myndast í því og um þriggja metra breitt belti af meterslöngum þara er í yfirborði nótarinnar. Flothringur er víða rifinn frá og þarfnast viðgerðar. Ekki sáust rifur í yfirborði. Nótin er þung í sjó vegna gróðurs. Eitt flothylki vantar.
Kví nr. 4
Hér eiga að vera um 100 þúsund regnbogasilungar 0.5-1.0 kg. Flothringur er nánast allur laus og nótin hangir uppi á hoppnetinu. Hún er mjög gróin og þung og var við það að súpa í þeirri litlu öldu sem þarna var. Þessi nót hangir á bláþræði og fiskurinn getur sloppið hvenær sem er.
Allar Bridgestone kvíarnar (B1-4) hafa það sameiginlegt að flothringur er víða laus og upphengjur eru víða slitnar. Þetta veldur því að átak er ekki lengur jafnt, strengir myndast í netinu og fjöðrun er orðin lítil og ójöfn. Líklegt er að umrædd rifa stafi af slíku misvægi og eins því hve netið er orðið gamalt.
Ógnvekjandi er að sjá slíkt kæruleysi í viðhaldi á kvíunum með tilliti til þeirra verðmæta og hagsmuna sem eru í húfi. Ekki er hægt að segja að mönnum hafi ekki verið kunnugt um lélegt ástand kvíanna því í skýrslu kafara frá 23. febrúar sl. er ljót lýsing á ástandi þeirra.
Með þessa reynslu að baki má segja að Árni Matt sé vel að starfinu kominn hjá FAO. Össur, sem á þessum árum fór til Sovét að leiðbeina þeim í fiskeldi er líka reynslubolti, þó hefur hann aðeins skipt um kúrs því nú leiðbeinir hann Rússum í nýtingu á jarðvarma.....
Útflutningur á sérþekkingu?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
29.10.2010 | 17:44
Hverjir verða kallaðir til? - Hagsmunaaðilarnir eina ferðina enn?
Ráðherra segist ætla að kalla til utanaðkomandi sérfræðinga til að koma að gerð frumvarps um breytingar á stjórn fiskveiða. En það þarf ekki að eins að ræða hvernig kökunni er skipt og togast á um "eignarrétt" á veiðiheimildum. Það þarf að endurskoða hugmyndafræðina um líffræðilega stjórn veiðanna, eftir 30 ára ráðsmennsku tölvukallanna.
Ég hef sent Jóni mörg orð og ábendingar en hann hefur ekki svarað mér. Ég hitti hann á fundi um daginn og spurði hann hvers vegna hann hefði aldrei hringt í mig. Hann svaraði að bragði eins og honum er lagið: "Ég er voða lítið í símanum".
Ég skrifaði smá pistil um að það væri beinlínis hættulegt að veiða svona lítið.
![]() |
Skipar vinnuhóp um sjávarútvegsmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.10.2010 | 16:20
Hættuástand á fiskimiðunum
Krafan um að veiða meiri fisk verður sífellt háværari. En Hafró heldur fram að ofveiði ógni þorskstofninum og því verði að halda sig við það að veiða lítið, - til að geta veitt meira seinna. Þeir beita því fyrir sig að ekki megi hvika frá "langtíma markmiðum" um uppbyggingu þorskstofnsins.
Þjóðin er nú í sporum bóndans sem spyr sig hvort eigi að slátra kálfinum strax, eða vona að fólkið hans lifi til vorsins.
Ég er þeirrar skoðunar að við veiðum allt of lítið af fiski og það sé beinlínis hættulegt að auka ekki veiðarnar verulega. Þá er ég að tala um að bæta strax við 150 þús. tonnum af þorski og gefa veiðar frjálsar á ýsu og ufsa, auk fleiri tegunda. Rök mín eru þessi: Það er ekki hægt að geyma fisk í sjó og ætlast til þess að stofninn vaxi, nema fæða sé fyrir hendi, sem leyfir stækkun stofnsins.
Hvernig er svo háttað framboði fæðu? Eina aðferðin til að fá upplýsingar um það er að rannsaka vöxt fiskanna. Sé næg fæða fyrir hendi vaxa þeir vel, annars ekki. Vöxtur fiskanna er mælikvarði á fæðuskilyrðin. Ekki er hægt að mæla stærð fiskstofna, þó menn haldi það, auk þess er stofnstærð alltaf afstæð. Þúsund tonn getur verið lítill stofn í góðu árferði en 100 tonna stofn getur verið stór í lélegu árferði. Þess vegna eru upplýsingar um vöxt svona mikilvægar. Vöxturinn mikilvægasti þátturinn í fiskveiðistjórnuninni. Að ætla sér að trúa því að hægt sé að mæla stofnstærð eins og Hafró gerir er í raun fásinna. Auk þess er til lítils að vita hve stofninn er stór ef menn kunna ekki að nýta hann.
Nú gildir hin einfalda formúla að veiða beri 20% af (vitlaust) mældum stofni. Það er út í hött að vera með fastan nýtingarstuðul á fiskstofni sem lifir í síhviku umhverfi og stöðugri samkeppni. Þetta eina atriði sýnir að fiskveiðiráðgjafarnir hjá Hafró vita ekkert hvað þeir eru að gera.
Hvernig er ástandið núna? Er offramboð af fæðu sem leyfir stækkun fiskistofna. Ekkert bendir til þess, þvert á móti ríkir fæðuskortur. Lítum á örfá atriði úr síðustu ástandsskýrslu:
Þorskur: "Meðalþyngd tveggja og þriggja ára þorsks mældist hins vegar í sögulegu lágmarki".
Ýsa: "Meðalþyngdin hefur verið mjög lág á undanförnum árum og í mars 2010 var meðalþyngd svipuð og er meðalþyngd yngstu aldursflokkana hærri en undanfarin ár. Lág meðalþyngd stórra árganga sést strax við eins til tveggja ára aldur en eftir það hefur vöxtur oft verið svipaður og hjá minni árgöngum.
Undanfarin ár hefur vöxtur allra árganga í stofninum verið hægur, en ýsustofninn hefur verið mjög stór.
Stofninn minnkaði úr 300 þús 2007 í 170 þús 2010, á 3 árum".
Ufsi: "Meðalþyngd ufsa eftir aldri var mjög lág árin 20052008 en fór vaxandi á árinu 2009. Engu að síður var meðalþyngd 410 ára ufsa í afla árið 2009 523% lægri en meðalþyngd sömu aldurshópa árin 19802004. Hjá ufsa er marktækt neikvætt samband milli árgangastærðar og meðalþyngdar".
Þar höfum við það, lélegur vöxtur í öllum stofnum, og nú segja þeir að vöxtur standi í sambandi við stofnstærð! Þeir hafa löngum ekki viljað viðurkenna þetta, en það þýðir að veiða verður meira þegar vöxtur er hægur.
Ekki nóg með það, sjófuglar svelta, viðkomubrestur í flestum stofnum vegna fæðuskorts, sandsílið upp étið, lítið sem ekkert finnst af ungloðnu, sennilega upp étin líka og síldarstofninn að tærast upp úr pest.
Við þessar aðstæður er stór hættulegt að veiða lítið, það getur endað með skelfingu - horfelli.
Myndin hér sýnir hve hátt hlutfall hefur verið veitt úr þorskstofninum, skv. reiknimeisturum Hafró, frá 1955. Sjá má að veiðihlutfallið hefur löngum verið 35-45%, úr stofni, sem var í kring um 1 milljón tonn, svipað og hann er áætlaður nú. Það virðist hafa verið í ljúfasta lagi að taka 3-400 þús tonn langtímum saman. 24% aflaregla var sett 1994, græna strikið. Guli hringurinn sýnir hækkað veiðiálag, sem kom til vegna hins fræga vanmats. Þá féll fiskur reyndar úr hungri, sennileg vegna minnkaðs veiðiálags. Þetta gæti gerst aftur því núna vilja snillingarnir aðeins taka 20%! Fiskurinn er á hungurmörkum og þjóðin í kreppu.
Mér koma í hug orða Bjarna heitins Benediktssonar forsætisráðherra þegar honum var ráðlagt að skera niður veiðarnar: "Það gagnar lítið að friða fiskinn en drepa fólkið".
Vísindi og fræði | Breytt 24.10.2010 kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.10.2010 | 17:34
Makrílvitleysan-Eru blaðamenn að vakna?
Það birtist merkileg grein í Mogga þann 30. september s.l. Þar sagði frá því að Hafró hefði sent frá sér leiðréttingu á nýgerðu stofnmati á makríl í íslensku lögsögunni. Enginn spurði neins um forsendur fyrir þessu mati á sínum tíma, kranablaðamennskan á sínum stað.
Nú þegar Hafró sendir frá sér leiðréttingu virðist sem blaðamaður Mogga, Ágúst Ingi Jónsson, hafi farið að kynna sér málið betur og komist að því hversu gífurleg óvissa er í þessari s.k. stofnmælingu. Hann kreistir út úr Hafró upplýsingar um aðferðafræði og opinberar hvers konar svindl vísindi þetta eru sem borin eru á borð fyrir okkur.
Ég get ekki á mér setið, til að halda sagnfræðinni til haga, að birta valda kafla úr þessari ágætu Moggagrein og taka mér það Bessaleyfi að fjalla um nokkra þætti jafn óðum og þeir birtast.
Hér koma herlegheitin, glefsur úr orðréttri Moggagrein eru skáletraðar og í gæsalöppum.
"Samkvæmt endurmati á niðurstöðum á útbreiðslu makríls kemur fram að um 1,1 milljón tonna hafi verið í íslenskri lögsögu í sumar. Það er meira en nokkru sinni áður hefur verið mælt og um 450 þúsund tonnum meira en fram kom í bráðabirgðaskýrslu um sameiginlegan leiðangur Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga fyrr í þessum mánuði".
Hér munar meira en helmingi, þeir bæta 650 þús. tonnum við fyrra mat sem var upp á 450 þús. tonn! Þetta er nú ekkert smávegis, hvernig var þetta hægt? Jú, sjáum til, mannleg mistök:
"Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að ástæða endurmats sé sú að eldri útreikningar hafi ekki verið bundnir við efnahagslögsögur, aðferðafræðin við útreikningana hafi verið ónákvæm og forsendur um stærð veiðarfæra skipanna ekki rétt."
Villur í forsendum
"Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að nokkrar skýringar séu á þessu misræmi. Hann nefnir að vegna mannlegra mistaka hafi ákveðnar villur verið í forsendum um stærð veiðarfæranna sem unnið var með, en búið sé að leiðrétta þær."
Hér vaknar spurningin um mannleg mistök. Hvers eðlis voru þau? Hvernig er það með þorskrallið, eru mannleg mistök þar á ferðinni eða eitthvað verra? Blaðamenn hafa ekki spurt.
Bergmálsmælingar erfiðar
"Mælingar á makrílstofninum eru ýmsum vandkvæðum háðar. Í fyrsta lagi er fiskurinn ekki með sundmaga og því næst ekki endurkast með bergmálsmælingum frá makrílnum. Við bergmálsmælingar á öðrum fiskum kemur endurvarp hljóðsins að 95% frá sundmaganum. Norðmenn hafa unnið að þróun tækni til að bergmálsmæla makríl, en sú aðferð hefur ekki hlotið alþjóðlega viðurkenningu".
Ég var nýlega á ráðstefnu í Tékklandi og hlustaði þar á útskýringar Norðmannsins Olav Godø á þessum mæliaðferðum. Hann sagði að þetta væri í þróun, en erfitt væri um vik því makríll kæmi fram á mælum eins og svif, rauðáta, ljósáta og þess slags drasl.
Þá segir í Moggagreininni:
"Í öðru lagi er makríll mjög ofarlega í sjónum og yfir sumarmánuðina er hann ofar en botnstykki skipanna. Þessi staðreynd torveldar enn frekar bergmálsmælingar á makríl. Það er helst á haustin sem makríll leitar neðar í sjónum, en á þeim tíma er makríll lítið eða ekki í íslenskri lögsögu. "
Bíðum nú aðeins! Botnstykkið er 4 m undir sjó. Eru þeir að segja að makrílinn gangi aðeins í yfirborðinu. Það mætti halda það en gæta verður þess að hann sést ekki á mælum. Þess vegna gæti hann verið dýpra. Auðvitað er hann dýpra, hann eltir fæðuna sína, en hann sést ekki, svo menn halda að hann sé þar ekki. Hvílíkt!
Þar sem bergmálsmælingar hafa ekki dugað til að fínstilla stofnmatslíkön makríls þá hefur frá árinu 1977 verið beitt eggja- eða hrognatalningu, segir Þorsteinn. Í slíka leiðangra er farið þriðja hvert ár og tóku Íslendingar þátt í þeim í fyrsta skipti í ár. Leiðangrarnir stóðu frá janúar og fram í miðjan júní. Egg voru talin syðst og austast í íslensku lögsögunni í lok leiðangursins og alla leið suður í Bisqaya-flóa síðastliðinn vetur. Í eggjatalningunni eru tekin sýni með háfi úr yfirborðslögum sjávar og síðan er reiknað út miðað við fjölda eggja í hverju kasti hversu margir fiskar hrygndu það árið. Til grundvallar liggja fyrir margvíslegar upplýsingar, meðal annars úr fyrri leiðöngrum auk frjósemismælinga, þ.e. heildarfjölda hrogna í hverri hrygnu.
Þetta er nú svo mikil della að maður verður að halda um höfuðið. Hafró hætti áratuga seiðatalningum fyrir nokkrum árum vegna þess að ekkert vitlegt fékkst út úr þeim. Sennilega skynsamlegasta ákvörðun þeirra til þessa.
Nú telja þeir (og ICES) makrílhrogn frá Biskayjaflóa norður til Færeyja og reikna út stærð hrygningarstofnsins. Talningin stendur í 4-5 mánuði, janúar - maí. Ætla má að við upphaf talninga sé aðeins lítill hluti stofnsins farinn að hrygna og í lok tímabilsins hlýtur mestur hluti eggjanna að vera upp étinn og dauður!
Makrílegg eru talin þriðja hvert ár á skástrikaða svæðinu. Vottur af hrognum fannst þar sem krossarnir eru, árið 2002.
Þessir menn eru geggjaðir. Munu þeir nú fara að telja þorskhrogn við Ísland til að mæla hrygningarstofninn? Þetta eru kollegar þeirra að reyna í írska hafinu við aðhlátur allra. Þar er búið að vera veiðibann á þorsk í 10 ár, án annars árangurs en að stofninn mælist sífellt minni og enginn þorskafli fæst.
"Á bak við útreikningana er gríðarlegt magn af sýnum og upplýsingum og þetta er sú aðferð sem ICES notar til að meta stærð makrílstofnsins ásamt upplýsingum um aldursdreifingu og afla."
Einn lærimeistari minn sagði við mig á námsárunum: "Ef þú veist ekki hvað þú ert að gera taktu þá bara nógu mikið af sýnum".
Stöðluð tog í stöðluð troll
Okkar aðferð við útreikninga á útbreiðslu makríls og magni í íslensku lögsögunni byggist á því að taka stöðluð tog í eins stöðluð troll og hægt er, segir Þorsteinn.
Stöðluð tog, - hm, ég hef oft spurt þegar þetta er sagt: Hvers vegna byrjuðuð þið ekki með fötu?
Út frá toglengd og flatarmáli hvers togs er hægt að reikna út hversu mörg tonnin eru. Auðvitað eru víð óvissumörk í þessum mælingum sem og forsendunum, en þessi aðferð er ekki ósvipuð þeim sem Alþjóðahafrannsóknaráðið notar til að mæla karfa. Þó svo að hann sé með sundmaga stendur hann mjög djúpt og að auki er erfitt að greina merkin frá honum frá merkjum sem berast frá fisktegundum í miðsjávarlögum, tegundum eins og laxsíldum, slóansgelgju og öðrum miðsjávartegundum fiska, segir Þorsteinn.
Þetta er sá sami Þorsteinn sem kom úr leiðangri sunnan af Reykjaneshrygg fyrir 5-6 árum og sagði að úthafskarfastofninn væri hruninn, vinsælt orð hjá þeim hjá Hafró. Veiðin hélst hins vegar svipuð á eftir, Þorsteinn sá ekki karfann á mælunum sínum. Nú er hann e.t.v. reynslunni ríkari.
Þess er að geta að fiskur er ekki jafn dreifður og að ætla sér að reikna út fjöldann út frá tilviljanakenndum togum er barnaskapur. Það væri ekki hægt að telja fjölda járnsmiða í Elliðaárdal með þessari aðferð.
Við þetta er að bæta að það er aðferðafræðileg mjög erfitt að magnmæla svifdýr, og botndýr, í litlu stöðuvatni.
En hafið er engin heiðatjörn, - eða þannig.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
2.10.2010 | 17:09
Lítil hætta ofveiði á rækju, sem á ekki að vera til
Þeir voru rétt að biðjast afsökunar á því að stofnmat makríls í lögsögunni væri meira en helmingi of lágt!
Er mat þeirra á rækju eitthvað skárra?
![]() |
,,Þetta er svartur blettur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2010 | 11:27
Misheppnuð "friðunarstjórn" rækjuveiða við Ísland
'Eg held þeir ættu að fara að hætta þessum "stofnmælingum" en stjórn rækjuveiða við Ísland er sorglegt dæmi um hvernig fer þegar menn reyna að taka völdin af náttúrunni og reyna að hafa áhrif á framvindu dýrastofna. Menn hafa verið að "spara" stofnana í þeirri trú að þá mætti veiða seinna. Nú er svo komið að rækjuveiðar við landið eru nánast aflagðar. Innfjarða er aðeins leyft að veiða við Snæfellsnes og er tillagan fyrir komandi ár 450 tonn. Þegar best lét, 1996 og 97 var afli innfjarðarækju um 10 þús. tonn. Því hefur verið kennt um að þorskur og ýsa hafi étið upp rækjuna. Nú er hvergi veitt svo þetta rækjuát fær að fara fram í friði og ró.
Afli úthafsrækju hefur farið úr liðlega 60 þúsund tonnum 1996 niður í nær ekki neitt í fyrra. Samt hefur verið gefinn út 7 þúsund tonna kvóti í nokkur ár, sem ekki hefur verið veiddur því kvótahafar hafa notað hann í brask. Veiðar á úthafsrækju nú verið gefnar frjálsar, tími til kominn.
Þessar stjórnunartilraunir eru grátlegar vegna þess að vísindamenn í öðrum löndum, Noregi t.d, hafa verið sammála um að rækjuveiðar væru löngu hættar að vera arðbærar áður en stofninn kæmist í hættu. Um nokkurt skeið hafa einungis örfá skip verið á Flæmska hattinum þó nóg sé þar af rækjunni og veiðar nær frjálsar. Með hækkandi olíuverði og fallandi rækjuverði borgar sig ekki lengur að gera út.
Ég skrifaði um þetta pistil þegar veiðarnar voru gefnar frjálsar nú í sumar.
![]() |
Úthafsrækjustofninn enn lítill |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2010 | 18:59
Aflabrögð í gamla daga
Stundum halda menn að náttúran sé alltaf eins og ekki verð breytingar nema af manna völdum.
Dæmi um þetta er hið sífellda tal um ofveiði. Sé ekki ofveiði nú, þá er talað um gamla ofveiði. Hafróliðið kennir langtíma ofveiði um að ekki sé unnt að veiða nema þriðjung þess þorskafla sem áður var veiddur.
Ég var að glugga í bók um Vesturfarana, Nýja Ísland, og rakst þar á lýsingar á árferði á Íslandi seint á nítjándu öld. Lýsingar á aflabrögðum vöktu athygli mína:
1875. Árferði til sjávarins var sæmilegt.
1876. Hafís fyrir Norðurlandi. Fiskafli góður nema í Faxaflóa.
1877. Afli brast við Faxaflóa og varð þar neyðarhagur.
1883. Heyskapur sæmilegur, aflabrögð einnig og skepnuhöld.
1885. Heyskapur gekk illa og aflabrögð voru léleg.
1886. Aflabrögð léleg víðast hvar.
1887. Hafís, komst að norðan og austur fyrir allt að Kúðafljótsósum. Aflabrögð góð.
1888. Harður vetur, hafís allt að Vestmannaeyjum og lá fram í júlílok. Landburður af fiski.
1989. Yfirleitt gott ár til lands og sjávar.
1890. Tíðarfar í meðallagi og aflabrögð sæmileg.
1891. Tíðarfar sæmilegt og heyskapur. Aflabrögð nokkuð misjöfn.
1892. Veturinn afskaplega frostmikill. Fannburður og frostríki, hafís lá lengi.
1893. Veturinn mildur og aflabrögð yfirleitt sæmileg.
1894. Aflabrögð yfirleitt sæmileg.
1895. Afar mildur vetur, aflabrögð sæmileg nema við Faxaflóa.
1896. Snjóaði í 70 daga og rigndi í 141 dag. Ekki minnst á aflabrögð.
1897. Afli rýr við Faxaflóa og hagur manna þar mjög bágborinn.
1898. Veturinn rosafenginn sunnan lands og vestan.
1899. Fannkomur miklar víða um land. Meðal fiskár nema í Faxaflóa.
1900. Meðalár að flestu leyti. Afli varð nú í Faxaflóa sem annars staðar.
1901. Góðæri til lands og sjávar. Aflabrögð voru einkum góð á þilskipum.
1902. Aflabrögð sæmileg.
1903. Meðalár til lands og sjávar.
Þarna er greint frá miklum sveiflum í aflabrögðum og er annálariturum tíðrætt um léleg aflabrögð við Faxaflóa með góðum árum á milli. Þarna var ekki nein fiskveiðistjórnun í gangi og "flotinn" var knúinn með árum og komst því ekki langt frá landi.
Etv. hefur dulin ofveiði verið þarna á ferðinni?
Silungsveiðar með snurvoð
Fyrir áhugamenn um veiðiskap hef ég sett in tvö myndskeið sem sýna veiðar með snurvoð í Elliðavatni.
http://www.youtube.com/watch?v=-OfU0CjMmL0
http://www.youtube.com/watch?v=_ClAd8r_Qng
Nótin er smækkuð útgáfa af venjulegri kolavoð. Báturinn er minnsti skuttogari landsins, en ég hannaði og smíðaði bátinn með atvinnuveiðar í silungsvötnum í huga. Ekki hefur hann verið notaður í það, af félagslegum ástæðum, en hefur ásamt snurvoðinni hefur reynst mikilvægt rannsóknatæki.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2010 | 18:32
Nefndin hans Jóns B: - Frankenstein að lækna sig sjálfur?
Nefndin hans Jóns Bjarnasonar um fiskveiðistjórn ræddi ekki um fiskveiðistjórn heldur um hvernig mætti halda áfram með gjafakvótakerfið án þess að nokkur tæki eftir því. Nefndin var nefnilega skipuð hagsmunaaðilum, sem hafa þá hagsmuni að halda óbreyttu kerfi.
Það er býsna alvarlegt mál að endurskoða ekki kerfi, sem upphaflega átti að tryggja hagkvæma nýtingu fiskimiðanna í þágu allrar þjóðarinnar. Aflamarkskerfið hefur engu skilað nema minnkuðum afla þorsks og annarra tegunda. Löngu er orðið ljóst að hugmyndafræði Hafró um líffræðilega nýtingu fiskistofna stenst ekki. En hún gengur út á að með því að veiða minna megi veiða meira seinna, sérstaklega hefur smáfiskur verið verndaður svo hann nái að vaxa. Þá er hrygningarfiskur friðaður svo hann geti búið til fleiri seiði í hungursneyð sem skapast af vanveiði.
Þó síli hverfi, fuglar deyi og síldir pestist þá skilur enginn samhengið
Ég var í viðtali við Fishing News fyrir stuttu þar sem ég kem inn á þessi líffræðilegu ágreiningsmál og beini því til forustumanna sjómanna að hætta að makka með vitleysunni og fara að snúa sér að því að ráðast á hin fölsku vísindi. Þeim er þó vorkunn því erfitt er að fá hjálp því kerfið ver sig og ræðst ótæpilega á þá sem ekki hafa réttar skoðanir o menn eru hræddir um vinnuna sína.
Þá bendi á á nauðsyn þess að hafa ófriðuð svæði til samanburðar við friðuð svæði sem nú eru í tísku víða um heim en hafa engu skilað. Viðtalið fer hér á eftir:
Fishing News 20. Agust 2010
Independent Icelandic scientist Jón Kristjánsson argues that trying to manage natural fluctuations in stock sizes is futile and a completely new and fishing friendlier system is needed.
He questions just how much protection fish stocks need. He has said that as soon as a fishery ceases to become profitable, fishing comes to an end, as has been demonstrated with the Icelandic shrimp fishery
In contrast with the accepted idea that stocks need to be maintained at particular levels, independent Icelandic scientist Jón Kristjánsson has long been of the opinion that fluctuations in stock size are a natural occurrence within which fisheries management has to work, rather than something we should try to control.
For decades we have seen in Faroese waters that recruitment and stock size move in roughly regular opposite phases. This is nature seeking a balance through these natural cycles. Nature is not stable. Stocks decline as there is less feed available and they recover when feed levels improve. But as a particular stock declines, then there is space and this is what triggers recruitment, he says.
He is adamant that limiting fishing effort will not deliver the expected results. "An area off the south coast of Iceland was closed when some genius decided it was a nursery area that needed protection. Ten years later it's empty, in spite of being protected or because of being protected? "It's just the same as the plaice box in the North Sea.
There is less feed inside those closed areas, so there are fewer animals living there. In the unprotected areas the fish are thinned by fishing activity, so there is room for recruitment.
"Fishing activity stimulates fishing. Any prawn fisherman will tell you that when a piece of ground hasn't been fished for a while, there are no more prawns there. I feel that in Iceland it would be worthwhile to take a big step and open up an area to free fishing such as the area off the north coast from Skagatá and north of Húnaflói.
"It would be a valuable experiment to see what happens, but I don't believe that government would dare take such a bold step. But with all these protected areas why not have an unprotected area as a comparison?
Mr Kristjánsson says that the Icelandic fisheries ministry's controversial decision to take shrimp out of quota is a fine example of how little marine stocks actually need protection.
"It shows that fishing on a particular stock comes to an end when is ceases to be profitable, which happens long before that stock is in any danger of being wiped out, he says.
"You can't overfish shrimp, adding that the safety valve of a fishery's profitability guarantees that fishing stops before a danger level is reached.
He says there is also a real possibility that a lot more shrimp could have been caught before than was allowed.
"Like prawns, shrimp is a fishery that takes time to build up. When fishing stops, the stock declines and fishing helps stimulate growth of the population, he says.
Challenging the sciense
Its time that fishermens leaders took the initiative and started to challenge the science and they should be able to seek all the help they need from ecologists, he says.
The methodology of fisheries science today breaks the accepted ecological principles as they are applied to birds, insects and other animals. So why is fish different?
The answer is that fish arent different, but fishery science has been taken over by a generation of scientists who put all their faith in mathematical modeling and the worst of it is that this generation is teaching the next generation, so these myths are perpetuated.
Alternative views not wanted
You could write a book about precautionary levels in North Sea fisheries, says Mr Kristjánsson, referring to the report that ICES has recommended a 20% cut in North Sea cod while also admitting that data is lacking. According to this, even a zero catch in the North Sea next year will not be enough to bring the cod spawning biomass up to its precautionary level in 2012 but the assumption that any stock needs to be a particular size is just idiocy, he says.
In 2003 Mr. Kristjánsson completed a report for Scottish fishermens leaders that showed that North Sea haddock were starving.
There were five-year old haddock the size of herring in a sea full of starving fish. I concluded that they needed to fish more to thin the stock but nothing happened and I didnt hear any more, he says.
The same happened in Ireland, adding that as soon as the establishment is challenged, it closes ranks to squeeze out the challenge. Other opinions arent wanted. When we were holding meetings in Scotland with Jørgen Niclasen, who was the Faroese fisheries minister at that time, there was a whispering campaign that included all kinds of ad hominem attacks to persuade people not to attend.
Its time to stop backing off. Challenge the science. Experience has shown that under the present way of thinking, things only go one way cuts and then more cuts. Cuts lead to increased cuts in the same way that fishing stimulates fishing. I told people this 10 years ago and everything I predicted has happened, he says.
Mr Kristjánsson has gone on record more than once in saying that no fish stock has ever been increased through protection and goes so far as to question just how much protection fisheries need.
"We can see what's happening in the Barents Sea where there is a great deal of fish, in spite of fishing being well over the advice and over quotas, and with the Russians using small mesh blinders in their gear because of the market there for small fish.
But he predicts that the Barents Sea stocks could collapse at any time when strong fish stocks run short of feed. "There could be a collapse there tomorrow. Fish dont live forever. Fishing is a relatively insignificant factor, although problems occur when fishing effort is reduced and selective fishing causes distortions in fish populations, he says.
Vísindi og fræði | Breytt 24.9.2010 kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.8.2010 | 11:19
Sægreifarnir skipta kökunni
"Til stendur að endurskoða kvótakerfið og nú verjast sægreifar eins og þeir geta til að missa ekki aflaheimildir. Svo virðist sem stjórnvöld hafi ekki kjark til að gera róttækar breytingar af hræðslu við Greifana. Mér sýnist ekki hægt að breyta kerfinu á löngum tíma, innköllun á 20 árum, í samvinnu við "hagsmunaaðila". Þeir vilja ekki breyta neinu og hagsmunaðilinn, Þjóðin, fær ekki að vera með".
Hér er grein um kosti og galla aflamarkskerfis annars vegar og sóknarkerfis hins vegar.
![]() |
Samningar betri en fyrningarleiðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2010 | 19:02
Aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra?
Bréfið til Jóns fer hér á eftir, sjálfur er ég að fara í frí í tvær vikur, ætla að spjalla við "sjómenn" á Winnipegvatni.
Þær gleðifréttir bárust í dag að leyfa skyldi strandveiðibátum að veiða makríl á öngla. Þetta er mjög jákvætt, þó ég skilji ekki 3000 tonna aflamarkið. Við getum jú ráðið sjálfir hvað við veiðum.
Nú fer að koma að því að þú ákveðir aflamark ársins, því sendi ég þér þessar línur.
Ég býð þér hér með hér með aðstoð mína til að meta gögn og ákveða aflamark. Ég fer ekki fram á að fá greitt fyrir þá hjálp.
Ég hef gagnrýnt fiskveiðistjórnunina með faglegum rökum í 27 ár. Enginn ráðamanna hefur viljað hlusta, hvað þá að gera eitthvað í málinu. Ég hef boðið sjávarútvegsráðherrum og flestum stjórnmálaflokkum að skýra mína gagnrýni og tillögur að betri veiðistjórnun með fyrirlestrum byggðum á vísindalegum rökum. Einungs Frjálslyndi flokkurinn tók þessu tilboði. Ég hef setið 3 fundi með sjávarútvegsnefnd Alþingis, í öll skiptin voru fulltrúar Hafró boðaðir til fundar næstir á eftir mér. Þeir hafa væntanlega verið spurðir álits á því sem ég var að segja. Viðbrögð í framhaldi fundunum hafa engin verið (www.fiski.com/raduneyti.html).
Sinnuleysi ráðamanna við að skoða til hlítar hvort hvort gagnrýni á fiskveiðistjórnunina hafi við rök að styðjast varðar við lög, sbr. skýrslu Rannsóknarnefndar. Fiskveiðistjórn varðar almannaheill á Íslandi, þorskstofninn hefir verið kallaður "fjöregg" þjóðarinnar og á sínum tíma var honum komið í vörslu þeirrar stofnunar, sem nú kallast Hafró.
Fjöreggið hefur í vörslu Hafró rýrnað um tvo þriðju. Í stað þess að bregðast við, með því að sannreyna hvort eitthvað sé til í gagnrýninni líða ráðherrar og alþingismenn Hafróliðinu að afvegaleiða gagnrýnina og kasta skít í gagnrýnendur á tímum sem þjóðin þarf mest á fiskinum sínum að halda.

Ekki hefur gagnrýni minni verið hnekkt með haldbærum rökum eða hún verið afsönnuð með tilraunum. Ég hef oft stungið upp á við ráðamenn að gera tilraun með að afmarka ákveðið svæði, leyfa þar frjálsar veiðar til að sjá hvað myndi gerast, en megin þunginn í gagnrýni minni hefur verið að það þurfi að veiða meira, sérstaklega af smáfiski, svipað og gert var hér áratugum saman.
Með þessu ætti að vera einfalt að sýna fram á að ég hefði rangt fyrir mér. Engin slík tilraun hefur enn verið gerð.
Sem búfræðingur hlýtur þú að vita að fæða og fóður skipta höfuðmáli fyrir viðgang búpenings hverju nafni sem hann nefnist. Forðagæslumenn í sveitum voru til að sjá til þess. Þegar vöxtur þorsks er í lágmarki eins og nú hlýtur lykillinn að viðgangi og aukinni framleiðni þorskstofnsins að liggja í auknum aðgangi að fóðri. Slíkt fæst eingöngu með grisjun stofnsins og breyttu veiðimynstri.
Þá má nefna að yfirleitt er sýktu búfé slátrað til að koma í veg fyrir frekari sýkingu, en nú fær dauðvona síld að ganga með annarri þannig að stofninn tærist niður engum til gagns.
Að lokum vil ég endurtaka að ér er reiðubúinn að veita ráðuneytinu alla þá faglegu aðstoð sem ég get.
Bestu kveðjur, Jón Kristjánsson
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.7.2010 | 17:57
Misheppnuð stjórn rækjuveiða við Ísland - sorgarsaga
Stjórn rækjuveiða við Ísland er sorglegt dæmi um hvernig fer þegar menn reyna að taka völdin af náttúrunni og reyna að hafa áhrif á framvindu dýrastofna. Menn hafa verið að "spara" stofnana í þeirri trú að þá mætti veiða seinna. Nú er svo komið að rækjuveiðar við landið eru nánast aflagðar. Innfjarða er aðeins leyft að veiða við Snæfellsnes og er tillagan fyrir komandi ár 450 tonn. Þegar best lét, 1996 og 97 var afli innfjarðarækju um 10 þús tonn. Því hefur verið kennt um að þorskur og ýsa hafi étið upp rækjuna. Nú er hvergi veitt svo þetta rækjuát fær að fara fram í friði og ró.
Afli úthafsrækju hefur farið úr liðlega 60 þúsund tonnum 1996 niður í nær ekki neitt í fyrra. Samt hefur verið gefinn út 7 þúsund tonna kvóti í nokkur ár, sem ekki hefur verið veiddur því kvótahafar hafa notað hann í brask. Veiðar á úthafsrækju nú verið gefnar frjálsar, tími til kominn.
Þessar stjórnunartilraunir eru grátlegar vegna þess að vísindamenn í öðrum löndum, Noregi t.d, hafa verið sammála um að rækjuveiðar væru löngu hættar að vera arðbærar áður en stofninn kæmist í hættu. Um nokkurt skeið hafa einungis örfá skip verið á Flæmska hattinum þó nóg sé þar af rækjunni og veiðar nær frjálsar. Með hækkandi olíuverði og fallandi rækjuverði borgar sig ekki lengur að gera út.
Fiskskiljur voru skyldaðar við úthafsrækjuveiðar í kring um 1996. Tilgangurinn var að vernda þorsk. Ég varaði Hafró við þessu á þeim tíma vegna þess að reynslan var slæm frá Noregi:
Fyrst töpuðu sjómenn þriðjungi tekna vegna þess að ekki var lengur neinn meðafli. Þá fór rækjuafli minnkandi og annar þriðjungur tekna tapaðist. Sjómenn kenndu því um að nú fengi fiskurinn, sem þeir áður veiddu að éta rækjuna óáreittur.
Eftir að skiljurnar voru teknar í notkun við Ísland fór afli hratt minnkandi. Hvort þarna sé samhengi á milli er ekki víst, en rækjudeildin á Hafró kenndi afráni þorsks og ýsu um minnkun stofnsins og hefur gert það æ síðan. En áfram fær þorskurinn að éta óáreittur, - það er nefnilega verið að byggja upp þorskstofninn.
Myndin sýnir afla úthafsrækju frá 1987, svarta línan, aflaráðgjöf Hafró, rauða punktalínan og útgefinn kvóta, gula línan. Hér sést að farið hefur verið nákvæmlega eftir ráðgjöfinni allan tímann að frátöldum síðustu árum þegar farið var að braska með kvótann.
Hér eru nokkrar klausur úr ástandsskýrslu Hafró sem sýnir örvæntingu rækjudeildarinnar:
...... "Í líkaninu er gert ráð fyrir að náttúruleg dánartala af völdum þorsks sé í réttu hlutfalli við magn þorsks á rækjusvæðinu. Í líkaninu voru notaðar niðurstöður úr mismunandi stofnmælingum sem mælikvarði á afrán þorsks á rækju.
Niðurstöður stofnmatslíkansins benda til að rækjustofninn sé í mun verra ástandi en stofnmæling úthafsrækju bendir til. Munurinn virðist tengjast nýliðunarvísitölum en eins og sést á mynd 2.27.4 hefur nýliðun rækju undanfarin 5 ár verið mjög lítil. Þessi lélega nýliðun getur engan veginn haldið stofninum í stöðugu ástandi eins og niðurstöður SMR gefa þó til kynna. Samband nýliðunar og nýliðunarvísitalna virðist því flóknara en talið hefur verið og þarfnast það frekari rannsókna. Af þessum ástæðum var ákveðið að byggja ráðgjöf næsta fiskveiðárs ekki að fullu á stofnmatslíkaninu.
Niðurstöður SMR árið 2009 benda til að stofninn sé lítill, afrán þorsks er talið frekar mikið og nýliðun virðist áfram vera léleg eins og verið hefur undanfarin ár. Sókn í stofninn hefur verið mjög lítil undanfarin ár og skýrir það að vísitala kvendýra hefur vaxið og er í meðallagi, þrátt fyrir mikið afrán þorsks. Þó virðist þorskurinn síður éta stóru rækjuna.
Í ljósi ofangreindra upplýsinga telur Hafrannsóknastofnunin að ekki séu forsendur fyrir breytingu á aflamarki og leggur til að heildaraflamark úthafsrækju á fiskveiðiárinu 2010/2011 verði 7 000 tonn, sem er sama aflamark og lagt var til fyrir síðustu fjögur fiskveiðiár. Náist sá afli mun það verða umtalsverð aflaaukning frá því sem verið hefur undanfarin 5 ár. "......
Þetta er vægast sagt ömurleg lesning. Ég vona að ráðherrann fari ekki að stöðva rækjuveiðar þó þær fari verulega fram úr ráðgjöfinni. Einnig að hann aflétti skyldunni um þorskskiljur og haldi meðafla utan kvóta. Það ætti að verðlauna menn sem veiða þorsk sem étur frá okkur rækjuna.
Hér er meira um rækju.
Vísindi og fræði | Breytt 23.7.2010 kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.7.2010 | 22:29
Fæðuskilyrði í sjó skammta stórlaxinn
Enn er Veiðimálastofnun að ljúga því að fólki að stórlaxinn sé sérstakur "stofn". En kannski vita þeir ekki betur.
En þetta er ekki svoleiðis; stórlaxar og smálaxar tilheyra sama erfðamengi. Litlir og stórir laxar maka sig saman, og stór hluti seiðanna eru feðraðir af dverghængum sem aldrei ganga til sjávar. Hvað stofnuninni gengur til með þessu rugli er mér alveg óskiljanlegt. En þessum vernduðu vinnustöðum virðist ekkert heilagt og fá að komast upp með hvað sem er.
Ég læt hér flakka með mynd af svilfullum dverghæng, og bendi á eldri færslu mína um þetta mál.
![]() |
Veiðifélög banni stórlaxadráp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
16.7.2010 | 19:52
Endurskoða aflaregluna??
Fram kemur að ráðherra ætli að:
setja á laggirnar samráðsvettvang um nýtingarstefnuna sem í eigi sæti m.a. fulltrúar stjórnvalda, atvinnugreinarinnar og fiskifræðinga. Fyrsta verkefni samráðsvettvangsins verður að fara yfir aflaregluna í þorski og meta hvort ástæða er til að leggja til breytingu á henni með tilliti til breyttra aðstæðna og sterkari stöðu stofnsins. Verði lögð til breyting mun verða haft samráð við Alþjóða hafrannsóknaráðið, m.a. með tilliti til sjálfbærni veiðanna.
Aflareglan stangast á við alla líffræði: Ekki er hægt að ákveða fyrirfram hvað má taka úr dýrastofni. Auk þess er ekki sama hvernig er veitt, á að taka 20% af smáfiski, öllum fiski eða stórfiski. Allt fer þetta fram í tölvunum sem örugglega taka ekki með í reikninginn makrílgegndina sem nú er, flökkufiskur sem étur fiskafæðu og seiði og hverfur svo á braut með ránsfenginn eins og víkingarnir".
Svo þetta með sjálfbærni. Hvað er það? Veiða ekki neitt?
Þetta er versta hugtak sem fundið hefur verið upp og þjónar eingöngu málflutningi Græningja.Varðandi þess aflareglu: Það er barnalegt að miða nýtingu, aflahlutfall, við einhver prósent af stofni, sem er örugglega kolvitlaust mældur, stórlega vanmetinn. En ráðherrann vill nú breyta prósentinu, sem nefndir eru búnar að ákveða tvisvar, fyrst 22% svo 18% ! Enn skal reikna sig áfram.
Hvaða fiskifræðingar skyldu nú fá að vera með? Ekki ég, ekki aðrir sjálfstæðir fiskifræðingar sem eru allir sammála um að aflareglan, fasta prósentan af vitlausu stofnmati, sé della. Ég bíð spenntur að til mín verði leitað, eða þannig.
![]() |
160 þúsund tonn af þorski |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 18.7.2010 kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.5.2010 | 11:50
„Verndun þorsksins ber ávöxt“, sagði Sigfús 1997
Nú er hart sótt að Hafró um að auka aflaheimildir en stofnunin harðneitar, það sé langtíma markmið að byggja upp stofninn með því að takmarka veiðar og ekki megi kvika frá því þó hart sé í ári. Það hefur verið stunduð væg ofveiði á stofninum í áratugi sagði forstjórinn í útvarpsviðtali fyrir skömmu.
Oft er fróðlegt að skoða gamlar blaðagreinar. Þær eru fljótar að gleymast enda er sagt að ekkert sé jafn gamalt og blaðið frá í gær. Þær eru heimild um hvað menn sögðu, eða voru að hugsa, á hverjum tíma. Heimildirnar mást ekki út þó höfundar kynnu að óska þess.
Hér að neðan er grein úr Mogga frá haustinu 1997, þegar Hafró var að hæla sér af árangri uppbyggingarstarfsins (Mbl. 14. 10. 1997).
Verndun þorsksins ber ávöxt
Á árunum 1986-1996 sýndu mælingar Hafrannsóknastofnunarinnar, að nýliðun í þorskstofninn var oftast langt undir meðallagi. Miðað við sóknarþungann framan af á þessu tímabili varð áframhaldandi minnkun stofnsins ekki umflúin. Sérstakar áhyggjur höfðu menn af þróun hrygningarstofnsins. Lagt var til að draga stórlega úr veiðum, til þess að snúa þróuninni við. Afleiðingarnar af slíkum takmörkunum þýddu mikla tekjuskerðingu fyrir sjávarútveginn og reyndar þjóðina alla auk þess sem hætta var á að markaðir töpuðust. Menn vonuðu í lengstu lög, að unnt yrði komast hjá miklum niðurskurði í afla og fjöregg þjóðarinnar myndi rétta við, nánast af sjálfsdáðum. Sú von brást og enn hélt stofninn áfram að minnka þrátt fyrir ýmsar veiðitakmarkanir.
Eftir útfærslu landhelginnar 1975 hafði árlegur þorskafli verið á bilinu 250-470 þúsund tonn fram til 1993. Nauðsynlegt reyndist að draga svo úr veiðum, að ársaflinn yrði ekki meiri en hann var á árum síðari heimsstyrjaldarinnar, þegar landsmenn voru helmingi færri. Þetta mikilvæga skref var stutt dyggilega af flestum hagsmunaaðilum sjávarútvegsins. Í kjölfar friðunaraðgerða varð aflinn tæp 200 þús. tonn fiskveiðiárið 1993/94. Lægst fór aflinn í 165 þús. tonn fiskveiðiárið 1994/95. Aflareglan svokallaða, sem tekin var upp í þorskveiðunum 1995 er þýðingarmikil við endurreisn þorskstofnsins. Árangurinn af þessum friðunaraðgerðum er nú óðum að koma í ljós:
1. Veiðidánartala hefur lækkað um tæplega helming undanfarin þrjú ár, sem þýðir m.ö.o. að mun fleiri fiskar í veiðistofni lifa úr hverjum árgangi en áður.
2. Bæði veiðistofn og hrygningarstofn eru nú aftur í vexti.
3. Afli á sóknareiningu hefur aukist verulega og þannig stuðlað að hagkvæmari veiðum.
4. Takmörkun sóknar hefur leitt til þess að frekar er sóst eftir stærri og verðmeiri þorski, þannig að dregið hefur úr smáfiskadrápi og skyndilokunum á smáfisk.
5. Í ár eru fyrstu merki um, að klak hafi heppnast bærilega um margra ára skeið. Hefur ekki fundist jafnmikið af seiðum síðan 1984.
Gott klak í ár eru langþráð og um leið ánægjulegustu tíðindin, því í raun fer fiskstofn ekki að rétta við að gagni, nema að klakið heppnist vel og helst sem oftast. Allt er þetta til vitnis um að friðunaraðgerðir undanfarinna ára eru farnar að bera ávöxt. Fleiru er verið að vinna að til verndar þorskinum. Í því sambandi má sérstaklega nefna smáfiskaskiljuna, sem verið er að taka smám saman í notkun. Miklar vonir eru bundnar við hana til þess draga enn frekar úr veiðum smáfisks.
Með stækkandi stofni hefur þorskaflinn aftur farið vaxandi og er kvótinn á yfirstandandi fiskveiðiári 218 þúsund tonn. Óskir um auknar þorskveiðiheimildir eru enn til staðar þótt þrýstingurinn sé ekki eins mikill og oftast áður. Í mikið hefur verið lagt til að ná þeim árangri, sem nú örlar á. Þótt útlitið sé bjartara nú en um langt skeið byggjum við ekki framtíð þorskveiða okkar á einum góðum þorskárgangi. Í kjölfar stækkandi hrygningarstofns markar klakið í ár vonandi, að betri nýliðun sé framundan, því það þarf nokkra góða árganga til að bera uppi auknar veiðar. Aflaregla sú, sem tekin var upp í þorskveiðunum á án efa eftir að skila góðum árangri er fram í sækir. Skynsamlegast er því að halda áfram á þeirri braut hófseminnar, sem þegar hefur verið mörkuð. Ég er ekki í nokkrum vafa um, að það sem gert hefur verið og verið er að gera til verndar þorskinum, t.d. að taka upp aflareglu fyrir fleiri tegundir, eins og nú er unnið að, muni nýtast vel við friðun annarra fiskstofna í framtíðinni.
Þetta skrifaði Sigfús Schobka fiskifræðingur á Hafró haustið 1997, eftir að metafli hafði verið í seiðaleiðangri Hafró.
Skemmst er frá því að segja að þetta fór allt í vaskinn. Seiðin fóru í fiskafóður og árið 2000 varð horfellir í stofninum, nokkuð sem var kallað ofmat. "Ofmatið" var þrautaleið Hafró til að komast frá óþægilegri gagnrýni um að ráðleggingar þeirra væru della.
Mér er þetta vel kunnugt því ég varaði stjórnvöld við því að hungureinkenni væri í stofninum og að hann að dragast saman en ekki að stækka eins og Hafró hélt fram. Enginn hlustaði en spáin rættist
Enn lemur Hafró hausnum við steininn og reynir að þvinga náttúruna með stærðfræðilögmálum. Fer ekki að verða komið nóg?
Grein Sigfúsar ber með sér verið var að auka veiðar undir vísindalegu eftirliti. Var það þessi væga ofveiði? Bull er þetta.
Myndin að ofan sýnir þorskaflann frá 1988. Hringurinn sýnir bjartsýnistímabilið þegar árangur friðunarinnar var að koma í ljós.
Vísindi og fræði | Breytt 15.7.2010 kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2010 | 13:56
Stofnanamafían, blindingsleikurinn og þöggunin
Skýrslan góða er mikið verk og afskaplega vel og fagmannlega unnin. Stjórnvöld, ráðherrar og embættismenn, fá mikla ofanígjöf, falleinkunn, fyrir trassaskap og meðvirkni. Í Skýrslunni er sagt að kæruleysi ráðherra við að taka á málum, sem varða almannaheill varði við lög.
Allar viðvaranir voru hundsaðar, þeir sem vöruðu við verðandi hruni voru sakaðir um vanþekkingu, öfund og gerðir tortryggilegir á allan þátt. Frægt er þegar menntamálaráðherrann, sjálfur á kafi í bankasukki og kúlulánum, viðhafði þau ummæli um sérfræðing sem varaði við hættunni að hann ætti að fara í endurmenntun! Fjölmiðlar og háskólamenn, með örfáum undantekningum sungu kórinn með sigurliðinu. Forsetinn var besti vinur aðal og klappaði með. En nú hefur verið flett ofan af sinnuleysi stjórnmálamanna, hvernig þeir létu hafa sig að fíflum og þjónkuðu við bankaræningja og sægreifa.
Já sægreifa, þeir keyptu sér aðgang að HÍ til að reka sinn áróður, kennarar í hagfræðideild voru á þönum út um heim að breiða út ágæti kvótakerfisins sem reyndar var upphafið á endinum.
Ég hef gagnrýnt fiskveiðistjórnunina með faglegum rökum í 27 ár. Enginn ráðamanna hefur viljað hlusta, hvað þá að gera eitthvað í málinu. Ég hef boðið sjávarútvegsráðherrum, og flestum stjórnmálaflokkum að skýra mína gagnrýni og tillögur að betri veiðistjórnun með fyrirlestrum byggðum á vísindalegum rökum. Einungs Frjálslyndi flokkurinn tók þessu tilboði. Ég hef setið 3 fundi með sjávarútvegsnefnd Alþingis, í öll skiptin voru fulltrúar Hafró boðaðir til fundar næstir á eftir mér. Þeir hafa væntanlega verið spurðir álits á því sem ég var að segja. Viðbrögð í framhaldi fundunum hafa engin verið (www.fiski.com/raduneyti.html).
Sinnuleysi ráðamanna við að skoða til hlítar hvort hvort gagnrýni á fiskveiðistjórnunina hafi við rök að styðjast varðar við lög. Fiskveiðistjórn varðar almannaheill á Íslandi, þorskstofninn hefir verið kallaður "fjöregg" þjóðarinnar og á sínum tíma var honum komið í vörslu þeirrar stofnunar, sem nú kallast Hafró.
Fjöreggið hefur í vörslu Hafró rýrnað um tvo þriðju. Einkaaðilar eru, í samvinnu við vörslumennina, að sjúga út því rauðuna, spæla hana og éta. Man einhver eftir því að LÍÚ keypti skip handa Hafró og hefur nú meirihluta í stjórn stofnunarinnar?
Í stað þess að bregðast við, með því að sannreyna hvort eitthvað sé til í gagnrýninni líða ráðherrar og alþingismenn Hafróliðinu að afvegaleiða gagnrýnina og kasta skít í gagnrýnendur á tímum sem þjóðin þarf mest á fiskinum sínum að halda. Og enn eru fjölmiðlar meðvirkir. Þöggunin á fullu.
Ekki hefur gagnrýni minni verið hnekkt með haldbærum rökum eða hún verið afsönnuð með tilraunum. Ég hef oft stungið upp á við ráðamenn að gera tilraun með að afmarka ákveðið svæði, leyfa þar frjálsar veiðar til að sjá hvað myndi gerast, en megin þunginn í gagnrýni minni hefur verið að það þurfi að veiða meira, sérstaklega af smáfiski, svipað og gert var hér áratugum saman.
Með þessu ætti að vara einfalt að sýna fram á að ég hefði rangt fyrir mér. Þetta hefur enn ekki verið gert. Hvers vegna?
Vísindi og fræði | Breytt 15.4.2010 kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.4.2010 | 14:08
Met í loðmælsku?
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið í dag (1/4) og þar segir hún m.a:
"Ég hef góðar vonir um að atvinnuástand glæðist með vorinu þar sem mikill gangur er í ferðamennsku og tækniiðnaði svo og í sjávarútvegi og áliðnaði. Skortur á aflaheimildum í sumar er áhyggjuefni og hlýtur að verða til þess að gerð verði sérstök athugun á því hvort hægt sé að auka aflaheimildir tímabundið til að kljást við þann vanda innan forsvaranlegra marka".
Þessi - kannski, gæti verið, ef til vill - loðmælska er ótrúleg. Hér er allt vaðandi í fiski, því ekki að veiða verulega meira og það strax? Jón Bjarnason sagði reyndar í viðtali við Fréttablaðið: "Ég ræð þessu". Gaman gaman, ég ræð, um það snýst málið. Einn maður hefur í hendi sér að ráða örlögum fólksins í landinu, og hann þorir ekki að gera neitt.
Er verið að gæta hagsmuna annarra en þjóðarinnar sem á miðin? Hvers vegna vilja stjórnendur landsins ekki auka aflaheimildir. Mér detta í hug tvær skýringar:
1. Þegar til stóð fyrir nokkrum árum að auka aflaheimildir í þorski um 30 þús. tonn mætti ég hátt settum sægreifa niður við höfn. Hann sagði við mig að vitlausasta sem hægt væri að gera væri að auka aflaheimildir, það myndi einungis leiða til þess að fiskverð (lesist: útleiguverð á kvóta) lækkaði.
2. Ef aflaheimildir yrðu auknar kæmi í ljós að það væri allt í lagi og leiddi jafnvel til enn meiri aukningar síðar. Þar með væri ofveiðistjórnunin sett í voða, og einokunarvald sægreifanna komið í uppnám.
Getuleysi stjórnmálamanna til að brjóta upp ofurvald ofveiðistjórnarinnar er hryðjuverk. Svo segir ráðherrann með stolti: "Ég ræð"! (lesist: ég hef gjaldeyrisöflun þjóðarinnar í hendi mér)
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.3.2010 | 17:46
Ofveiðistjórnun- stjórntæki blekkingarinnar
Stjórn fiskveiða felst ekki lengur í að hámarka afrakstur fiskistofna heldur að halda vinnunni og blekkja almenning. Með því að halda fram að fiskstofnar séu ofveiddir þá blæs rannsóknarapparatið (Hafró) út, það verður að efla rannsóknir, segja menn. Eftirlitsapparatið (Fiskistofa) stækkar, það verður að passa upp á reglurnar, smáfiskavernd, aflahámörk og hvað þetta allt heitir, - til að koma í veg fyrir ofveiðina. Til þess að halda vinnunni má ofveiðin aldrei hætta. Hver kannast ekki við: Það þarf að auka fé til rannsókna?
Ef ekki væri ofveiðin þyrfti ekki alla þessa menn. Athyglisvert er að svo lengi sem ég man eftir hefur þorskstofninn verið ofveiddur. Þegar veiddust 500 þús tonn á sjötta áratugnum var hann ofveiddur, þá voru innan við 10 menn að vinna við fiskirannsóknir. Hann var enn ofveiddur 1970 þegar aflinn var um 400 þús tonn, og áfram og áfram. Í dag eru veidd 150 þús tonn og enn er þorskurinn ofveiddur. Útlendingarnir eru farnir, togaraflotinn helmingaður, netaveiðiflotinn ónýtur, trilluflotinn laskaður og 2 trillur róa nú með net í Faxaflóa. Og enn er ofveiði!
Þetta ofveiðikjaftæði er alheims vandamál: Hver kannast ekki við ofveiðina í Norðursjó, við Kanada, í Eystrasalti og reyndar í Barentshafi, en það er eini staðurinn þar sem stunduð er veiði langt umfram tillögur um sjálfbæra veiði. En þar er afli stöðugt vaxandi, vegna ofveiðinnar.
Síðustu daga hefur LÍÚ notað ofveiðina í áróðursskini til þess að verja kvótakerfið illræmda: Stjórnvöld ætla að ofveiða skötusel, 80% umfram tillögur Hafró. Það stefnir í áliti Íslands sem ábyrgri fiskveiðiþjóð í hættu, segir LÍÚ!
Farið er að ræða þetta á alþjóða grundvelli og hér eru tvær áhugaverðar slóðir:
http://www.savingseafood.org/columns/the-times-they-are-a-changin-by-nils-stolpe-2.html
http://www.gloucestertimes.com/puopinion/local_story_356094301.html?keyword=topstory
Vísindi og fræði | Breytt 17.3.2010 kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)