Fæðuskilyrði í sjó skammta stórlaxinn

Enn er Veiðimálastofnun að ljúga því að fólki að stórlaxinn sé sérstakur "stofn". En kannski vita þeir ekki betur.

En þetta er ekki svoleiðis; stórlaxar og smálaxar tilheyra sama erfðamengi. Litlir og stórir laxar maka sig saman, og stór hluti seiðanna eru feðraðir af dverghængum sem aldrei ganga til sjávar. Hvað stofnuninni gengur til með þessu rugli er mér alveg óskiljanlegt. En þessum vernduðu vinnustöðum virðist ekkert heilagt og fá að komast upp með hvað sem er.
dverghaengur_623609.jpg
Ég læt hér flakka með mynd af svilfullum dverghæng, og bendi á eldri færslu mína um þetta mál.


mbl.is Veiðifélög banni stórlaxadráp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þú virðist ekki vera einn um þá skoðun að veiðimálastofnun sé verndaður vinnustaður...

Enn það er áhugavert að heira um dverghænginn... Aldrey heirt um hann áður.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 20.7.2010 kl. 22:43

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hefur þú nokkuð frétt af þróunarkenningu Darwin´s nokkurs? Hún gæti hjálpað þér að skilja þetta.

Hörður Þórðarson, 20.7.2010 kl. 22:54

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef Hörður Þórðarson heldur að hann sé fyndinn er það mesti misskilningur hjá honum hann er í besta falli hlægilegur..............

Jóhann Elíasson, 20.7.2010 kl. 23:14

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Sjórinn og skylirðin í honum hefur langmest að segja hvort mikil laxveiði er og hversu hann skilar miklu af stórlaxi. Þar sem ég þekki best til er stórlaxinn í mikilli sókn,síðustu tvö ár. Hefur þar samt verið mjög lítið sleppt fyrr en árið 2009. Litlu hængirnir sem sleppa því að ganga til sjávar eru nokkuð algengir,en ekki veit ég hvað þeir eru duglegir að frjóka hrogn, en hef heyrt að þeir séu nokkuð drjúgir við það.

Ragnar Gunnlaugsson, 20.7.2010 kl. 23:42

5 identicon

Ef veiðifólk treystir sér ekki til að drepa bráð sína og éta þá er það ekki veiðfólk heldur úrkynjað skopparakringlulið sem á ekki að fá að koma nálægt veiðum.

Veiðar eru veiðar ekki leikaraskapur í einhverju snobbham.

Veiðar snúast um að veiða og nýta bráð sína. Allt annað form eru ekki veiðar heldur úrkynjun.

Skussinn (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 23:49

6 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Jón,

Hvar er þess getið að stórlax sé sérstakur stofn?  Það kemur ekki fram í greininni á mbl.is og heldur ekki í greininni á síðu Veiðimálastofnunar sem vísað er til, en þar segir orðrétt:  "Með stórlaxi er átt við lax sem dvelur 2 ár í sjó.  Miðað er við lax sem er lengri en 70 cm eða þyngri en 3,5 kg." 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 21.7.2010 kl. 03:40

7 Smámynd: Jón Kristjánsson

Arnór

Það liggur í orðanna hljóðan að þeir álíti þetta sérstakan stofn þó þeir segi það ekki beint.

Með því biðja menn um að friða stóran lax til þess að "vernda stórlaxastofninn" eru þeir að gefa í skyn að undan stórlaxi komi seiði sem verða að stórlöxum. Þegar þeir hafa verið spurðir um hvort þetta sé sérstakur stofn hefur þeim vafist tunga um tönn. Þeir treysta sé ekki til að rökstyðja þetta faglega, segja t.d. að málið sé flókið. 

Jón Kristjánsson, 21.7.2010 kl. 10:01

8 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Jón,

Hvorki fréttin á mbl.is né greinin á vef Veiðimálastofnunar minnist á "stórlaxastofn"  Leit að stórlaxastofn á vef Veiðimálastofnunar skilar engum niðurstöðum.  Leit á goggle.com skilar um 20 niðurstöðum sem flestar eru af vefsvæðum stangveiðifélaga, þ.á.m. þræðir frá SVFR frá 2005 um nauðsyn þess að vernda stórlaxastofninn.  Ef vel er að gáð, þá sýnist mér einmitt að flestir aðrir en Veiðimálastofnun tala um stórlaxastofn.

Ég hef lesið þetta fram og aftur og get ekki með nokkru móti fundið hvar þú færð út að Veiðimálastofnun telji þetta sérstakan stofn.  Þeir segja orðrétt:  "Með stórlaxi er átt við lax sem dvelur 2 ár í sjó.  Miðað er við lax sem er lengri en 70 cm eða þyngri en 3,5 kg.  Þessi fækkun í stórlaxi má rekja til erfiðra aðstæðna á uppeldisslóð hans í hafinu og það ástand hefur nú varað hátt í tvo áratugi. "

Mér sýnist þeir einmitt vera að segja að þetta sé sami stofninn og að skilyrði í hafinu takmarki stofnstærðina.  Þeir segja að með stórlaxi sé átt við lax sem er yfir ákveðnum stærðarmörkum. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 21.7.2010 kl. 16:37

9 Smámynd: Jón Kristjánsson

Arnór 

Þetta eru hártoganir. Forstjóri Veiðó segir orðrétt:

"Ef við drepum þá fáu stórlaxa sem enn koma þá eyðum við þessum erfðaeiginleika úr laxastofnunum. Þá getum við ekki vænst þess að fá stórlaxinn aftur í ríkum mæli þó að skilyrði í hafinu lagist."

Þarna fullyrðir hann það að vera stórlax erfist, stórlax gefi stórlax. Búið.  

Jón Kristjánsson, 21.7.2010 kl. 17:54

10 Smámynd: Haraldur G Magnússon

Er það ekki ljóst, að það er sama hvaða dýrategund það, er ef ekki er næg fæða, þá stækkar dýrið frekar lítið?

Haraldur G Magnússon, 22.7.2010 kl. 14:05

11 identicon

Þar fórstu með það!

Og ég sem hélt að þessi mikla veiði í sumar væri að þakka "veiða sleppa"aðferðini.

Kveðja 

Gunnar Egilsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 08:39

12 identicon

Sæll Jón

 Er maður sem sagt ekkert að hjálpa til með að sleppa stórlaxi?

er ekkert til í því að eins og á svo mörgum stöðum í lífríkinu að þegar stór einstaklingur eignast afkvæmi með stórum einstakling, eða lítill með stórum að það séu yfirgnæfandi líkur að afkvæmið verði stærra í framtíðinni?

Geri mér samt grein fyrir því að fæða hverrar dýrategundar þarf alltaf að vera góð til þess að það stækki og dafni.

Tek það fram að ég er bara áhugasamur um þetta, vil ekki fara út í þessar leiðilegu umræður sem vilja alltaf eiga sér stað þegar menn fara að ræða þetta: "þú ert risaeðla og vitleysingur að drepa allt og veiða á maðk" eða "þú ert hálf úrkynjaður,engin veiðimaður og þaðan af verra af því að þú sleppir stórlaxi"

ég verð líklegast að teljast til þessa "úrkynjaða skopparakringlulið" (þó svo að það sé nú lítið verið um skoppara og kringlur í Skagafirðinum) sem á ekki að fá að koma nálægt veiðum, þó svo að ég sé búinn að vera í þessu frá unga aldri eða í svona 25-30ár, og bæði veitt mér til matar og sleppt stórlöxum.

Kv

Sævar Örn

Áhugasamur veiðimaður (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 10:47

13 Smámynd: Jón Kristjánsson

Sævar

Ég hef þá skoðun að maður sé ekkert að vinna með því að  sleppa stórlaxi. Í ánni para "allir sig með öllum" ef svo má segja. Það er ekkert engin trygging  fyrir því að stór hrygna eignist afkvæmi með stórum hæng. Hrygning fer oft þannig fram að stóri laxinn verndar hrygnuna og er tilkippilegur við hana en þegar hann heldur að hann sé að frjóvga hrognin, koma dverghængarnir undir hrygnuna og frjóvga eggin.

Vissulega er það þannig að eð ef valdir eru stórir einstaklingar saman verður afkvæmið að öllum yfir meðallagi stórt, þetta kallast kynbætur. En í ánni er þetta ekkert svona eins og skýrt er að ofan,

Kveðja,

Jón 

Jón Kristjánsson, 23.7.2010 kl. 19:53

14 identicon

Sælir

Mig langar að nefna eina af mörgum ástæðum fyrir því að sleppa stórlaxi.

hún er sú að hann Veiðist aftur. ( jafnvel margoft )

Kv

JÞJ

Jón Þór (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband