Misheppnuð "friðunarstjórn" rækjuveiða við Ísland

'Eg held þeir ættu að fara að hætta þessum "stofnmælingum" en stjórn rækjuveiða við Ísland er sorglegt dæmi um hvernig fer þegar menn reyna að taka völdin af náttúrunni og reyna að hafa áhrif á framvindu dýrastofna. Menn hafa verið að "spara" stofnana í þeirri trú að þá mætti veiða seinna. Nú er svo komið að rækjuveiðar við landið eru nánast aflagðar. Innfjarða er aðeins leyft að veiða við Snæfellsnes og er tillagan fyrir komandi ár 450 tonn. Þegar best lét, 1996 og 97 var afli innfjarðarækju um 10 þús. tonn. Því hefur verið kennt um að þorskur og ýsa hafi étið upp rækjuna. Nú er hvergi veitt svo þetta rækjuát fær að fara fram í friði og ró.


Afli úthafsrækju hefur farið úr liðlega 60 þúsund tonnum 1996 niður í nær ekki neitt í fyrra. Samt hefur verið gefinn út 7 þúsund tonna kvóti í nokkur ár, sem ekki hefur verið veiddur því kvótahafar hafa notað hann í brask. Veiðar á úthafsrækju nú verið gefnar frjálsar, tími til kominn.

Þessar stjórnunartilraunir eru grátlegar vegna þess að vísindamenn í öðrum löndum, Noregi t.d, hafa verið sammála um að rækjuveiðar væru löngu hættar að vera arðbærar áður en stofninn kæmist í hættu. Um nokkurt skeið hafa einungis örfá skip verið á Flæmska hattinum þó nóg sé þar af rækjunni og veiðar nær frjálsar. Með hækkandi olíuverði og fallandi rækjuverði borgar sig ekki lengur að gera út.

Ég skrifaði um þetta pistil þegar veiðarnar voru gefnar frjálsar nú í sumar. 


mbl.is Úthafsrækjustofninn enn lítill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband