Loðnumælingar: Upp og niður, út og suður

Nú mæla þeir hjá Hafró meiri loðnu en í leiðangri sem farinn var í október, þá mældist hrygningarstofninn 720 þús. tonn en núna í febrúar byrjun mælast 920 þús. tonn. Seinni partinn í janúar komu niðurstöður úr mælingu, hrygningarstofn upp á 320 þús. tonn og útlitið því dökkt, mældur stofn hafði minnkað mikið frá í október. Ef menn hefðu verið sjálfum sér samkvæmir hefði átt að banna loðnuveiðar, en það var ekki gert, menn töldu að það þyrfti að mæla "betur".

Nú í byrjun febrúar kemur aftur ný mæling: Hrygningarstofninn mælist þrisvar sinnum stærri en í janúar og kvótinn er hækkaður um 150 þús. tonn!

Hvaða mæling er rétt? Eru þær ekki allar vitlausar? Allar bergmálsmælingar eru lágmarksmælingar. Það sem tækin mæla vegur í mælingunni en það sem ekki mælist kemur ekki fram. Ef siglt er fram hjá torfu þá mælist hún ekki. Hafið er stórt og miklar líkur eru á að siglt sé fram hjá stórum torfum, sem þá "eru ekki til".

 

Annar þáttur í stjórn loðnuveiða er að alltaf skal skilja eftir 400 þús. tonn til hrygningar. Þetta hefur verið gert í rúm 30 ár, en mér vitanlega hefur aldrei hefur verið gerð úttekt á því hvort þetta hafi skilað árangri. Loðnustofninn hefur sveiflast upp og niður án nokkurs sjáanlegs samhengis við stærð hrygningarstofnsins.

Hrognamagn 400 þúsunda tonna hrygningarstofns er ógurlegt, svo mikið að væri hrognunum raðað upp í perlufesti næði sú festi 7000 sinnum í kring um jörðina. Hrognin mynduðu 7 m breiðan trefil í kring um hnöttinn. Er það ekki meira en nóg? Er eiginlega ekki komið alveg nóg - af vitleysunni? 
mbl.is Kvótinn aukinn um 150 þúsund tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Auðvitað eru allar þessar mælingar vitlausar. Loðnupeðrur um allann sjó mælst ekki og útkomann enn vitlausari þegar miðað er við 17 loðnur í rúmetra.   Ítrasta rúmmál loðnunótar gæfi um 50 tonna kast. reyndir er oft um 5 - 700 tonna köst.

Jón þú máttir muna í sambandi við síðasta bloggið þitt þá gilda ALLS EKKI SÖMU LÖGMÁL um vatnafiska og sjófiska í augum Hafró.  Þess vegna eru þetta ný sannindi með þorskseiðin...

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 6.2.2013 kl. 07:20

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Sæll Jón.

Spurning varðandi þessa aðferð með bergmálsmælingum sem þú nefnir: Hefur ekki verið gerð tilraun gegnum tíðina til að leggja mat á loðnustofnsins í heild, þ.e. loðnutorfunum, og hve mikinn hluta hans hinar tilviljanakenndu bergmálsmælingar ná þá til háð umfangi þeirra, og á þeim grunni að leggja mat á stærð stofnsins? Ætla mætti að slík nálgun gæti gefið áreiðanlegri niðurstöður.

Ef þetta er gert eins og þú lýsir að Hafró byggi mat sitt á, þá er (meira en) líklegt að ávallt sé um vanmat að ræða; Svo framarlega sem ekki sé verið að mæla einu torfurnar sem til eru, en það vita menn náttúrulega ekki nema hafa rökstuddar hugmyndir eða vitneskju um dreifingu loðnutorfa um sjóinn.

Kristinn Snævar Jónsson, 6.2.2013 kl. 09:57

3 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

ATH: Eitt afgerandi orð hefur dottið út í spurningu minni (það var innan ójöfnumerkja). Þar átti að standa: Hefur ekki verið gerð tilraun gegnum tíðina til að leggja mat á DREIFINGU loðnustofnsins í heild, þ.e. loðnutorfunum, ...

Kristinn Snævar Jónsson, 6.2.2013 kl. 10:00

4 Smámynd: Jón Kristjánsson

Kristinn

Ég held að mælingarnar sem gerðar eru svona snemma byggist að mestu leiti á dreifðri loðnu, þ.e. loðnu sem er ekki í torfum. Svo hef ég heyrt menn gagnrýna stuðullinn sem þeir nota þegar þeir mæla fjöldann í torfunum. Ég þekki þetta ekki nákvæmlega en ég veit það verður alltaf eitthvað út undan þegar sigldar eru leiðarlínur með margra mílna millibili, á afmarkaðri slóð. Ég var í síldarleitinni í 8 sumur og veit að það var stundum ekkert grín að finna síld þó allur flotinn væri að leita. Svo datt allt í einu einhver  niður á síld og þangað stímdi flotinn og veiddi í viku eða meira. Hafið er stórt.

Jón Kristjánsson, 6.2.2013 kl. 14:04

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kortlagning mælingaglæpaklíku-talsmanna, er greinilega ómarktækt rugl hættulegrar heimsmafíu-bankaræningja.

En ef stórir áhrifastjórnendur umræðunnar, eins og t.d. glæpastýrðir fjölmiðlar hertekinna ríkja stunda það að breiða út lygafréttir, án þess að fólk vakni til vitundar um glæpastjórnun hertekinna lygafjölmiðla, þá er ekki hægt að hjálpa því fólki sem trúir þessari þriðju-heimsstyrjaldar-blekkingu stóru opinberu fjölmiðlanna og ræningjabankanna/lífeyrissjóðanna.

Það er best að undirbúa sig undir þriðju heimsstyrjöldina, sem er framkvæmd í gegnum undirheimagöng dópsala/neytenda-hvítflibbaglæpamanna heimsbanka-ræningjanna.

Það getur enginn hvítflibbadópsali afsakað sig aftur, með því að segjast ekki hafa vitað hvers konar heims-bankaræningja-svikamylla var í gangi!

Hæstiréttur Íslands-dómaraklíkunnar er stærsta vandamál löglegs réttlætis á Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.2.2013 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband