Hafró tileinkar sér 100 ára gamlar rannsóknaniðurstöður !

Í fyrirlestri, sem haldinn verður í málsstofu Hafró í hádeginu á morgun, föstudag 25. janúar, verður greint frá niðurstöðum rannsóknaverkefna sem hafa verið unnin í Tilraunaeldisstöð stofnunarinnar á Stað við Grindavík á undanförnum árum en í tilkynningu frá stofnuninni segir:

"Í eldisstöðinni hefur um árabil verið unnið að þróun seiðaframleiðslu fyrir þorskeldi og jafnframt hefur verið unnið að rannsóknum sem snúa að vaxtargetu eldisþorsks. Komið hefur í ljós að eldisþorskur hefur almennt mun minni vaxtargetu en villtur þorskur sem veiddur er til áframeldis. Með rannsóknum í tilraunaeldisstöðinni hefur nú tekist að sýna fram á það að vaxtargeta þorsksins á rætur sínar að rekja til lirfustigsins fyrstu 6-7 vikurnar eftir klak. Stærð við lok lirfustigs er afgerandi þáttur fyrir vaxtargetu fisksins og allur framtíðarvöxtur er fyrirsjáanlegur allt frá þeim tíma. 
Í erindinu mun verkefnisstjóri kynna nýja tilgátu sína um vaxtargetu þorsks. Sýnt verður hvernig vöxtur á lirfustigi endurspeglast áfram í gegnum seiðastigið og síðan allt þangað til hámarksstærð er náð."


Þetta eru nokkuð merkilegar niðurstöður en það skemmtilega er að sýnt var fram á þetta fyrir 100 árum! Ef menn á Hafróbænum hefðu verið betur lesnir hefði verið hægt að spara bæði fé og fyrirhöfn. Það var nefnilega löngu búið að komast að þessu:

Norski fiskifræðingurinn Knut Dahl komst að þessari niðurstöður eftir rannsóknir sínar á urriða. Dahl var að reyna að finna skýringar á því hvers vegna urriði í Austur Noregi væri stórvaxinn en smávaxinn og ræfilslegur á Vesturlandinu, t.d. á svæðinu kring um Bergen. Hann komst að því að fæðuframboð hafði mikið að segja, þéttleiki fiskanna í vötnunum var mikilvægur og hann gerði tilraunir sem sýndu ótvírætt að með því að grisja fiskstofna jókst vöxturinn. Með því að draga úr veiðum og lofa fiskunum að fjölga sér fór allt í sama farið aftur, fiskurinn horaðist og smækkaði.


En hann gerði einnig eldistilraunir, sem sýndu að það sem fiskurinn fékk í vöggugjöf var afgerandi fyrir vöxt hans það sem eftir var ævinnar. Seiði, sem klöktust úr stórum hrognum uxu betur en þau sem klöktust úr smáum hrognum, svo framarlega sem fæðan var ekki takmarkandi þáttur.


Hér er bútur úr grein hans frá 1917, þar sem hann vitnar í þýskar niðurstöður frá 1916. Hann er á ensku og segir allt sem segja þarf: 

Fish size and Egg size
My experiments with brown trout and material from many different lakes have shown very regular pattern in how egg size varies in a certain manner correlated to both age and size of the mature fish. In my mind there is no doubt about that there is a general law which can be formulated as follows:
At every site, when young, the trout has relatively small eggs. The size of eggs increases with age. Young fish is generally more productive than older fish, it has higher number of eggs per body weight. The same goes for small and big fish of the same age.

What I have found is supported by H. Mast 1916 (Allgemeine Fischereizeitung).

The results from all my rearing experiments support verify that fry hatched from big eggs grow faster on the average than fry from smaller eggs. IMO it can only be explained otherwise than the material mass of the fry at hatching play an important role in the growth of the fry the first year in its life.

Conclusion
All my experiments show unanimously that the mass or material quantity the trout has in the start of a growing period, usually determines its growth.
Fish with high body mass at the start of a growth period will in all instances grow faster than fish starting with low body mass, if conditions otherwise are equal. From what I see, the difference in growth can be explained by difference in original mass, i.e. egg size.
Everything I have seen suggests the general rule that a trout hatched from small eggs will for many years, possibly all its life, have inferior growth compared to fish hatched from large eggs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þetta er fróðleg og góð ábending Jón. Vonanadi nær hún inn í fílabeinsturninn.

Ólafur Örn Jónsson, 24.1.2013 kl. 23:35

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Jón,

Mér hefur skilist að vísindamenn endurtaki stundum tilraunir til þess að sannreyna þær.  Finnst einhvernveginn ólíklegt að fiskifræði sé þar undantekning.  Ef svo er held ég það sé óhætt að leggja fiskifræði á hilluna:)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 25.1.2013 kl. 07:18

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sjálfsagt að endurtaka tilraun en þá er líka rétt að geta heimildanna.

Sigurður Þórðarson, 25.1.2013 kl. 10:02

4 Smámynd: Jón Kristjánsson

Arnór

Það er allt í lagi að endurtaka tilraunir en menn mega hafa þá ekki leyfi til að segja: ..mun verkefnisstjóri kynna nýja tilgátu sína um vaxtargetu þorsks...

Hann segir að þetta sé "ný tilgáta hans", en ekki að þetta sé endurtekning á gamalli tilraun. Þetta er því fölsun eða  opinberun á að hann þekkir ekki söguna og hefur trassað að leita sér heimilda. Hann hefði getað hringt...

Jón Kristjánsson, 25.1.2013 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband