Færeyingar segja ruglinu stríð á hendur - íslensk stjórnvöld styðja þá ekki!

Gott hjá Færeyingunum, gefa skít í valdaklíkurnar og taka rökrétta ákvörðun. En íslenskur, bráðum valdlaus, ráðherra með sægreifana á bakinu styður ekki Færeyinga! Ætli hann hafi áhyggjur af því að prísinn lækki - hjá sægreifunum?

Í febrúar í fyrra skrifaði Steingrímur til erlendra fjölmiða að hann teldi makrílinn ofveiddan!

Ég var á fyrirlestri um daginn: Á fundinum flutti erindi norskur fiskifræðingur, Jens Christian Holst. Hann kemur frá norsku hafrannsóknastofnunni. Hann hefur skoðað uppsjávarvistkerfi Norður Atlantshafsins og fiskistofna þar, kolmunna, síld, makríl og lax.

Niðurstaða hans var að uppsjávarfiskarnir, síld, makríll og kolmunni, ofbeittu norska hafið. Síldin væri nú á hraðari niðurleið en þegar stofninn minnkaði á sjötta áratugnum niður í næstum ekki neitt. Hún er að drepast úr hungri. Hans skoðun var að það ætti að veiða 10 miljónir tonna af þessum fiskum, - strax.

Síldin, sem fyndist úti fyrir norsku ströndinni á vorin væri mjög horuð, aðeins þriðjungur af eðlilegri þyngd m.v. lengd, og hefði litla lífsmöguleika enda minnkaði stofninn hratt. Fæðuskorturinn veldur því að ungviði kemst ekki upp s.k. nýliðunarbrestur. Honum er reyndar kennt um minnkun stofnsins, sem sýnir hvað menn hugsa stutt - og ofveiðin alltaf handan við hornið. Jens Christian sagði að einu réttu viðbrögðin við átuskortinum væri að veiða meira og vitnaði bændur og góða búskaparhætti. - Þetta hljómaði sem hin ljúfasta músík í mínum eyrum.

Ég nefndi þennan átuskort í N Atlantshafi í pistli í fyrra þar, sem ég hélt því fram að mælingar á makrílstofninum væru hrein vitleysa og menn hefðu litla hugmynd um stærð makrílstofnsins.

Áfram Færeyingar!


mbl.is Færeyingar stórauka síldarkvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þetta hyski má ekki heyra minnst á að stofnar geti ofvaxið vilja frekar telja fólki trú um að við séum alltaf að veiða síðasta fiskinn þá geta þeir réttlætt arfavitlaust kvótakerfi.

Spillingin sem skotið hefur djúpum rótum í sjávarútvegi Evrópu og hámarkast á Íslandi er að eyðileggja fiskveiðarnar og fiskmarkaðina. Í þessu virðumst við aldrei ættla að læra.

Ólafur Örn Jónsson, 28.3.2013 kl. 13:03

2 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Ég treysti Jens Christian mjög vel.

Við lærðum saman í Bergen.

Hann lætur ekki nappa sig á beituskilyrðunum og stofnstærþarþróuninni.

Topp náungi.

Skúli Guðbjarnarson, 28.3.2013 kl. 14:11

3 identicon

Flottrolsveiðar á síld á öllu norðaverðu Atlanshafi ætti að banna,

Reindir sjómenn á ausfjörðum segjast ekki hafa séð vaðandi síld við austfyrði(innan 12-20mílna) síðan flottrolsveiðar á síld hófust.

Tel þetta ekki fráleita kenningu, vitað að flottrolið splundrar torfunum og þar með göngumistri síldar.Held að Hafró ætti að skoða þetta, frekar en margt annað.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 14:55

4 identicon

Sammála þér Jón, áfram Færeyingar. 

Ármann Birgisson (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 16:15

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ísland á auðvitað þegar í stað að hafa samband við ESB og Nojara og hóta færeyingum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum.

Þetta þýðir sennilega jafnframt að þeir færeyingar eiga auðveldara með að moka makrílnum upp ef LÍÚ er ekki þegar búið að rústa honum.

þeir voru í vanræðum með þetta í fyrra á makrílmokinu. Allt of mikill meðafli af síld og bátar voru settir í bann tímabundið vegna þessa sem tafði og hamlaði makrílveiðarnar og þeir lentu í vanræðum með að ná þeim kvóta er þeir settu sér einhliða.

Svona hegðan gengur auðvitað adrei og allt á þetta eftir að lenda hausnum á LÍÚ klíkunni - en það væri svo sem í lagi ef það lenti ekki í haus lands og lýðs jafnframt með tilheyrandi stórtjóni og álitshnekki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.3.2013 kl. 16:54

6 Smámynd: Jón Kristjánsson

Skúli, gaman að því.
Nei, hann lætur ekki nappa sig. Menn halda ekki svona hlutum fram án þess að vera vissir. Annars er hann að fara frá IMR, Hafró Bergen. Athyglisvert, en það er oft erfitt að synda móti straumnum, eins og laxinn.

Halldór
Ég var í síldarleitinni 1960-1968. Seinni hluta tímabilsins sáum við aldrei síld vaða, þótt nóg væri af síld á miðunum. Ekkert flottroll var í gangi þá. Það kom tæpri hálfri öld síðar. Þú talaðir um makrílmok. Hvers vegna var mokfiskirí? Væntanlega vegna þess að hafið var fullt af fiski, makríl og síld.

Ómar Bjarki
Þú hefur greinilega ekki náð því hvað Norsarinn var ð segja; Það er allt of mikið af uppsjávarfiski í hafinu milli Íslands og Noregs, norska hafinu, hann er farinn að ganga á stofna fæðudýra og það ÞARF að veiða meira, grisja stofnana.

Jón Kristjánsson, 28.3.2013 kl. 19:42

7 identicon

Var á síld 1963 júlí-ágúst mokveiddum og landað á Vopnafyrði allt vaðandi, fékst út á vopnafyrði- héraðsflóa,flottrollið þarf að skoða,hef heirt marga skipstjóra segja að trollið sundri torfunum, og þar með gönguminstrinu.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 21:19

8 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ég held að Steingrímur ráðherra ætti frekar að beita sér fyrir því að skoða hafsvæðið djúpt suðvestur af landinu á þessum árstíma, til að sannreina hvort að makríll hafi vetrasetu þar, frekar en að eiða kröftunum í að agnúast út í Færeyingana.

Það sjá það allir sæmilega greindir menn að þessar blessaðar stofnmælingar eru algjörlega út í hött,, og annað:  það er ekki hægt að útrýma fiskistofnum með veiði. 

Veiðar verða löngu óarðbærar áður en síðasta kvikindið veiðist.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 29.3.2013 kl. 05:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband