Forstjóri Hafró kennir öðrum um hnignun ýsustofnsins

Ýsuafli hefur farið ört lækkandi undanfarin ár, í samræmi við ráðgjöf Hafró, en stofnunin leggur til ársaflann, með réttu eða röngu, og eftir því er farið. Forstjóri stofnunarinnar sagði nýlega (14/7/2012) í sjónvarpsviðtali að farið hefði verið fram úr ráðgjöf stofnunarinnar, og því hefði lendingin orðið brattari en ella.

En var farið fram úr ráðgjöfinni, eða var forstjórinn hreinlega að segja ósatt? Lítum á það.

Atburðarás afla og ráðgjafar í ýsuveiðum frá 1999 var þessi: Árið 1999 fór aflinn hressilega fram úr ráðgjöfinni eða um 30%. Árið 2000 var farið 17% fram úr, 30% 2001 og 47% árið 2002, að meðaltali Ysaradgjofum 31% árin 1999-2001.

Eftir þessa framúrkeyrslu stökk ráðgjöfin fyrir árið 2002 upp um nær helming og aflinn fylgir á eftir. Aflinn óx svo í 110 þús tonn 2008, en síðan hefur hann farið hratt minnkandi, talað er um nýliðunarbrest og að til gæti komið að stöðva þurfi ýsuveiðar á Suðurlandi. Svona er komið þótt ráðgjöfinni hafi verið fylgt 100 %

Í frétt stöðvar 2 þann 14. júlí 2012, sagði forstjóri Hafró m.a:

...."við lögðum til töluvert, hvað eigum við að segja, vægari sókn svo þessir árgangar myndu endst í fleiri ár, það var okkar tillaga, en það var ekki farið fyllilega eftir því þannig að við teljum að það hefði mátt gera það skynsamlegar þannig að skellurinn hefði orðið heldur mýkri, en það breytir nú kannski ekki því að við hefðum setið uppi með þessa fjóra lélegu árganga, sem við erum núna að sjá hérna í farvatninu".

Þá sagði Jóhann að erfitt væri að segja til um hvaða skýringar væru á hinni lélegu nýliðun kenningar væru um að það hafi sitt að segja að ýsan hefði tekið að færa sig í miklum mæli norður fyrir land samhliða hlýnun í sjónum, en áður var hún að mestu fyrir sunnan og vestan.

Og ekki vantaði frá honum góð ráð:

..."að ýsunni takist ekki eins vel að koma afkvæmum á legg eins og hún hefur gert á hefðbundinni slóð.... þegar tiltekið magn væri komið á land af ýsu sunnan við landið, þá yrði sókninni beint norður fyrir land."

Já einmitt, skýringin er að það hafi hlýnað. - Hvernig fer ýsan að í Norðursjónum? Mætti ekki sækja hitaþolinn ýsustofn þangað??

Það er auvirðilegt að kenna öðrum ranglega um hvernig komið er fyrir ýsunni og ömurlegt að menn með svona takmarkaða þekkingu á líffræði skulu stjórna aðal atvinnuvegi þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Jón: Hvað telurðu að skýri vöxtinn í aflanum árin 2002 fram til 2008-9?

Hvað gæti aukin sókn og afli út af fyrir sig á þessu tímabili skýrt mikið af aflaaukningunni, vegna jákvæðra grisjunaráhrifa innan stofnsins? (Sbr. stofninn stækkar á þessu tímabili þrátt fyrir framúrkeyrslu m.v. ráðgjöf Hafró 1999-2002).

Kristinn Snævar Jónsson, 30.7.2012 kl. 20:34

2 Smámynd: Jón Kristjánsson

Kristinn

Ég hef ekki sökkt mér niður í gögn, en oftast er það þannig að hrygningarstofn og nýliðun sveiflast í mótfasa, lítill stofn gefur góða nýliðun og öfugt. Í tilfelli ýsunnar hér hefur vöxtur verið mjög slakur í stóra stofninum og því ekki pláss fyrir ungviði. Með minnkandi stofni nú virðist vöxtur ýsu vera að aukast. Miklar veiðar auka vöxt og örva framleiðslu.
Hér eru tvær greinar, sem ég skrifaði um þetta (á ensku).
 

Jón Kristjánsson, 30.7.2012 kl. 20:51

3 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Takk fyrir þetta Jón.

Niðurstöður þínar í greininni "Stock-Recruitment Relationship" á grunni gagna um þorskstofninn og veiðar hans í Írska hafinu eru óneitanlega afar athyglisverðar, en þar segir:

"The results from this manipulation do not support the hypothesis that a large spawning stock secures a good

recruitment. On the contrary.

... This proves that fishing by itself does not determine the fate of the stocks. That again explains the poor

results of 'managing' fish stocks by reducing the fishing pressure."

Spurning er hvers vegna niðurstöður þínar hafa ekki verið mikilvægt innlegg í framkvæmd fiskveiðistjórnunar hérlendis og teknar til umfjöllunar af stjórnvöldum samhliða ráðgjöf Hafró.

Kristinn Snævar Jónsson, 30.7.2012 kl. 22:58

4 identicon

Eins og þetta blasir við mér er fiskveiðistjórnun löngu hætt að snúast um vísindi! Heldur er hér greinilega um að ræða hvernig hægt sé að hámarka gróðann í greininni og að stóru útgerðaaðilarnir haldi fast í einokunarstöðu sína! Fiskveiðistjórnun á Íslandi hefur ekkert með vísindi að gera heldur hagfræði þeirra stóru og öflugu í greininni.

Þórhannes Axelsson (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 11:01

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það sætir furðu að ekki skuli vera búið að koma böndum á þennan brjálæðing Jóhann Sigurjónsson.

Eftir hverjum andsk, eru menn að bíða eiginlega ? Veit einhver hvað þessi maður hefur kostað íslenzka þjóð ?

Ég held það séu smámunir sem töpuðust í bankahruninu í samanburði við óskapnaðinn sem stafar af gerræðislegum vinnubrögðum Jóhanns Sigurjónssonar.

Níels A. Ársælsson., 31.7.2012 kl. 11:23

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ef almenningur les í atburðarrásina síðustu áratugina, þá er ekki mögulegt að fjöldinn geti raunverulega tekið mark á keyptum talgervlum Hafró, né Jóhanni Sigurjónssyni. Púslin passa einfaldlega ekki við raunveruleikann.

Eru landsmenn ekki hræddir við að fá á sig enn einn glópa-græðgi-stimpilinn?

Ekkert í fiskveiðistjórnuninni stenst raunverulega og réttláta skoðun, hvorki á Íslandi né annarsstaðar á jarðarkringlunni.

Það er ekki seinna vænna fyrir þessa svokölluðu "lýðræðis-kjósendur" á Íslandi að hlusta frekar á Jón Kristjánsson, heldur en talgervla Hafró.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.7.2012 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband