Stofnstærðarmæling makríls, - ævintýraleg della

Ég hef áður í bloggi fjallað um aðferðarfræði við stofnmælingu makrílstofnsins. Í stuttu máli felst hún í að telja makrílhrogn á þriggja ára fresti frá janúar til júlí á svæði, sem nær frá Biskayaflóa, vestur um Bretlandseyjar og norður fyrir Færeyjar. Eftir að hrognafjöldi í hverri hrygnu hefur verið fundinn, er fjöldi þeirra fundinn með þríliðu. Síðan er margfaldað með 2 svo hængarnir verði með og þá er komin tala á gumsið. Kvótar eru svo gefnir út á grundvelli þessara "mælinga". Nýlega kom út athyglisverð skýrsla frá Hafró og á bls. 68 má finna þessa lýsingu á aðferðafræðinni:

"Til þess að hægt sé að áætla fjölda eggja og frjósemi er þörf á mjög umfangsmikilli vöktun á hrygningarslóðinni, bæði í tíma og rúmi. Eins og áður segir, er eggjunum safnað með háfum, sem dregnir eru á eftir rannsóknaskipunum. Á hverju svæði er eggjamagnið metið nokkrum sinnum yfir hrygningartímabilið og samtölur allra svæða fyrir hvert tímabil fyrir sig mynda síðan feril hrygningar það árið (3. mynd). Heildarfjöldi hrygndra eggja er síðan flöturinn undir þessum ferli eggjamagns yfir allan hrygningartímann."

"Lífmassi hrygningarstofnsins er bakreiknaður út frá heildarfjölda hrygndra eggja, en til þess verður einnig að áætla frjósemi hrygna á hverju svæði fyrir sig. Þetta er gert þannig að hrognasekkjum úr makrílhrygnum er safnað fyrir, eftir og á meðan á hrygningu stendur. Vefjafræðilegum aðferðum er síðan beitt til þess að meta hversu stórum hluta eggja í hrognasekknum verður hrygnt það árið. Eggjafjöldi í sjó, áætluð frjósemi og kynjahlutföll eru síðan notuð til þess að reikna út lífmassa hrygningarstofnsins."

"Þar sem hrygning makrílsins spannar langan tíma og nær yfir víðfeðmt svæði byggja þessar frjósemis- og eggjarannsóknir á því að rannsóknaskip margra þjóða komi að verkefninu. Árið 2010 voru farnir 16 “undir”leiðangrar sem sköruðust mismikið í tíma og stóðu samanlagt í 334 daga með þátttöku Spánverja (92 dagar), Skota (58 dagar), Íra (44 dagar), Hollendinga (36 dagar), Þjóðverja (36 dagar), Portúgala (35 dagar), Norðmanna (25 dagar) og í fyrsta skipti Færeyinga (15 dagar) og Íslendinga (14 dagar)." 

"Eggjaframleiðslan var metin á sex fyrirfram skilgreindum hrygningarskeiðum frá janúar fram í júlí á allri hrygningarslóð makrílsins. Hafsvæðinu var skipt upp í reiti, sem voru 0,5 breiddarbaugur x 0,5 lengdarbaugur (u.þ.b. 15 sjómílur á okkar svæði) og háfsýni tekin á hverju láréttu reitasniði (30 sjómílur milli sniða) eða í öðru hverju reitasniði (60 mílur á milli), allt eftir því sem tími og aðstæður leyfðu (2. mynd). Í þeim tilvikum þar sem annað hvert snið var tekið var reiknað gildi í auða reiti
(leturbreyting JK). Þátttaka Íslendinga og Færeyinga gerði það að verkum að hægt var að stækka rannsóknasvæðið Sýnin voru unnin um borð þannig að öll fiskegg voru tínd úr sýnunum og þau ljósmynduð með stafrænni myndavél. Þá voru þau greind til tegunda en makríleggin voru stærðarmæld og greind til sex mismundandi þroskastiga. Þegar komið var í land voru sýnin skoðuð aftur og tegundagreining og greining þroskastiga yfirfarin."

Makrílsvæði"Á hverri stöð var síritandi hita- og seltumælir (sonda) látin síga niður á 200 m dýpi. Þá voru tekin sýni af hrygningarfiski með flotvörpu og makrílafli lengdarmældur, kyngreindur og hrognasekkir teknir til mælingar á frjósemi."

       -- &&&&&&&& --

Og þá má fara að reikna!

Að rannsóknarmenn og fræðingar láti sig hafa það að taka þátt í þessum fiflagangi er ofar mínum skilningi.
En gervivísindi (Pseudo science) og hrein vísindasvik verða sífellt algengari, - og skattgreiðendur borga.

Myndin sýnir sýnatökusvæði og niðurstöður. Bláu punktarnir eru mæld gildi úr háfun en rauðu punktarnir eru,- og haldið ykkur fast- reiknuð gildi á grundvelli mælinga í kring. Sem sagt: Ágiskun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gengur þetta ekki út yfir öll landamæri þekktra vísinda og þó fremur þekktra vitsmuna?

Árni Gunnarsson, 30.7.2011 kl. 20:02

2 Smámynd: Jón Kristjánsson

Jú Árni

En okkur er sagt að þetta séu nákvæm vísindi, stjórnmálamenn segja að þetta séu bestu vísindi sem eru til, að við höfum ekkert annað og áfram heldur blekkingaleikurinn. 

Skattgreiðendur borga og niðurskurður veiða heldur áfram, á grundvelli þessarar dellu og enginn segir neitt. 

Jón Kristjánsson, 30.7.2011 kl. 22:17

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Maður getur ekki annað en dáðst af mönnum sem hafa svona frjótt ímyndunarafl. Enda svínvirkar þetta á stjórnmálamenn og fólkið í stjórnsýslunni sem greiðir þessum " vísindamönnum" launin. 

Atli Hermannsson., 30.7.2011 kl. 22:41

4 identicon

Sæll Jón.

Ég hef lengi fylgst með merkilegum störfum þínum sem fiskifræðings og andófi gegn ríkjandi fiskveiðistjórnunarkerfum.

Hérna setur þú enn eitt dæmið fram og færir rök fyrir því hvurslags bull vísindi þetta eru sem eru svo framreidd sem heilagur sannleikur í nafni vísindanna og matað ofan í kok stjórnmálamannanna og helst enginn þorir að mótmæla.

Ja nema þú og örfáir aðrir sem oft eru eins og hrópendur í eyðimörkinni.

Hvað myndir þú telja makríl stofninn stóran hér í Norður Atlantshafi og hvað teldir þú eðlilegt að leyfa mikla veiði úr honum árlega ?

Einnig hvaða aðferðum myndir þú vilja beita til þess að mæla eða leggja mat á stofnstærð makrílsins ?

Gunnlauguri (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 09:37

5 Smámynd: Jón Kristjánsson

Gunnlauguri

Enginn veit með vissu hvað stofnar eru stórir enda ekki hægt að mæla það með neinni vissu. Víst er að  það má og þarf að veiða meira af uppsjávarfiski. Norðmenn eru farnir að merkja ofbeit á átu handa uppsjávarfisk. Nýlega IMR (norska Hafró) greinaflokk sem hét: Er nóg af mat í  hafinu handa fiskstofnunum? Þar benda þeir á að líklega séu um 20 milljón tonn af síld, makríl og kolmunna í hafinu milli Noregs, Bretlands og Íslands. Þessi fiskur kjamsar í sig 70 milljón tonnum af átu. Geta má þess að þetta samsvarar um 70% af þyngd heimsaflans af fiski!

Jón Kristjánsson, 31.7.2011 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband