"Fjórða árið í röð". - Forleikur að samdrætti þorskstofnsins?

"Vísitala þorsks er að hækka fjórða árið í röð, sem sýnir að við erum á réttri leið", sagði forstjóri Hafró þegar hann kynnti niðurstöður úr vorrallinu. Ekki var annað að heyra en að hann væri ánægður með sig og dugnað sinnar stofnunar við að byggja upp þorskstofninn með því að veiða bara pínulítið úr honum.
Ekki var hann jafn ánægður með ýsuna, hún hefur verið á hröðu undanhaldi undanfarin ár þrátt fyrir að farið hafi verið nákvæmlega eftir ráðgjöfinni.

4+Athyglisvert er að skoða línurit yfir stofnvísitölu þorsks frá því að tekið var að mæla hana 1985. 

Gráa línan sýnir vorvísitöluna, sú rauða er haustvísitalan. Það er reyndar athyglisvert að haustvísitalan er alltaf lægri, einkennilegt, þegar verið er að mæla sama stofninn. 

Við nánari skoðun er línuritið eins og nærmynd af sagarblaði. Fyrst hækkar hún í 3 ár, fellur svo í 5 ár, hækkar í 4 ár, fellur í 3, hækkar í 3 ár, lækkar 3 og hækkar nú síðast í 4 ár. Það er "næsta víst" að hún falli næsta ár, og svo áfram, áfram...

Það eru líkur á lækkun þorskvísitölu vegna þess að hlutfall stærri og eldri fisks er hátt og hann virðist þrífast vel á yngri bræðrum sínum, sem fer fækkandi og eru illa haldnir. Þar sem fiskur hefur ekki eilíft líf, mun stærri fiski fara fækkandi. Enn er beðið eftir nýliðun, sem lætur standa á sér vegna hungurs hjá ungfiski, sem eins og áður sagði, fer aðallega í fóður hjá þeim stærri. Fróðlegt verður að sjá hvernig snillingarnir bregðast við þegar vísitalan fellur í 20% aflareglu. Skyldu þeir leggja til 10% reglu, eða jafnvel núll veiði eins og áður hefur verið rætt um?

LdrCodHér má sjá stærðardreifingu þorsks. Svarta línan er frá 2011, en gráa skyggða svæðið er meðaltal áranna 1985-2010. Þarna sést að hlutfallslega mikið er af þorski yfir 70 cm, miklu meira en meðaltalið hefur verið. Þá má sjá að 35-50 cm fiskar eru mjög fáliðaðir, fjöldi 12 cm fiska (1 árs) er mjög lítill og fjöldi 2 ára (22 cm) er nálægt meðaltali, þrátt fyrir mikinn fjölda þeirra vorið 2010 þegar hann var eins árs. Afföllin á eins árs fiski eru gríðarleg. 

Skýringar óskast. Ofveiði? - Nei varla, er það ekki öfugt?

Þetta sýnir enn og aftur að það þarf að veiða meira til að halda jafnvægi milli fiskafjölda og fæðuframboðs.

En Hafróliðið kann ekki að túlka svona upplýsingar. Eigum við ekki að fara að skipta þeim út? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Af hverju er ekki hlustað á þig af stjórnvöldum Jón Kristjánsson, það er mér hulin ráðgáta.  Hvað er hægt að gera til að opna eyrun á þessu liði?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2011 kl. 18:48

2 Smámynd: Jón Kristjánsson

Ásthildur C.

Ég er í eineltisklúbbnum. Það sem ég segi má ekki vera satt, þá riðlast kerfið.

Það er allt gert til að þagga niður í gagnrýnisröddum, baktal, atvinnurógur, fjöðmiðlabann, bara nefndu það. 

Jón Kristjánsson, 30.5.2011 kl. 18:55

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég veit það alltof vel Jón, þakka þér fyrir eljuna og þrautseigjuna við að setja sannleikann.  Þú átt miklar þakkir skildar fyrir það, og haltu áfram, það kemur að því að menn neyðast til að hlusta á það sem þú hefur að segja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2011 kl. 23:31

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Ekki gefast upp nú þurfum við á öllu tiltæku liði að halda.m.b. kveðju til familíunnar.

Helga Kristjánsdóttir, 31.5.2011 kl. 02:29

5 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Jón og takk fyrir þessa skýru uppsetningu. Fyrir leikmenn er það næsta óskiljanlegt að menn sem eiga að þekkja fræðin, eins og Hafró-menn hljóta að gera, skuli geta samvisku sinnar vegna, hunsað þau skýru rök sem þú setur fram. Ég hef um nokkurn tíma hallast að því að hið opinbera álit Hafró, snúist ekki um fiskifræði eða líffræði almennt. Þar ráði önnur hagsmunaöfl sem ekki blasa við í sjónhendingu.

Guðbjörn Jónsson, 31.5.2011 kl. 10:06

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er orðið brýnt að taka þessi vísindi til umfjöllunar á opinberum vettvangi. Ráðstefnur og málþing hafa verið skipulögð að minna tilefni en þessu. Það er vitað að stór hluti þjóðarinnar er andvígur "kvótakerfinu" og auðséð að stjórnvöld eru að renna sér á rassinum í bröttubrekku málsins á Alþingi. Kvótafrumvarpið er bastarður og ónýtt sem leiðrétting á handónýtu fiskveiðikerfi.

Mestur hluti orkunnar sem í þetta fer er ástæðulaust bruðl. Líkur benda til þess að í dag sé nægur matur í búrinu til að kalla allt vinnufólkið í mat.

Frelsi til handfæraveiða er fyrsta skrefið ásamt sóknarkerfi fyrir línubáta. 

Aflamarki gæti þurft að beita á frystitogurum, ég treysti mér ekki til að leggja á það mat. 

En fyrsta skrefið og það veigamesta væri opin eins til tveggja daga ráðstefna þar sem vísindamenn Hafró og þið sem hvað harðast hafið gagnrýnt vísindarökin leidduð saman hesta ykkar og tækjust á.

Hvað er í veginum, þora fiskifræðingarnir ekki í slaginn eða treystir ráðherrann ekki þeim stofnunum sem hann stýrir?

Það er ekki boðlegt að líffræðimenntaður maður eins og Jón Bjarnason loki á gagnrýni fræðimanna á vísindastarf þessarar þýðingarmiklu stofnunar, en það gerir hann með því að kalla ekki eftir vísindalegu uppgjöri.

Honum ætti að vera fengur að því að geta sýnt þjóðinni svart á hvítu að undir hans stjórn sé markvisst unnið að uppbyggingu auðlindarinnar.

Það er kominn verulegur leir í þetta vatn og það er kolmórautt.

Það sér hvergi til botns. 

Árni Gunnarsson, 31.5.2011 kl. 11:25

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála rödd Jóns Kristjánssonar og rödd Kristins Péturssonar þurfa að heyrast hátt og skýrt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2011 kl. 12:15

8 Smámynd: Kristinn Pétursson

Aðvaranir Jóns Kristjánssonar hafa yfirleitt verið réttar

Og nú er fiskveiðistjórnin enn til umræðu - en þess vandlega gætt að þessi kjarni málsins sé EKKI ræddur!!

Kristinn Pétursson, 31.5.2011 kl. 14:28

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já spurningin er hvað gengur að ráðamönnum að vilja heldur sóa þessum fjármunum en að nýta þá til að komast upp úr kreppunni.  Þeir eru ekki að hugsa um almenning þeir eru að hugsa um einhverja sérhagsmunahópa og sá hópur gefur þeim peninga til að viðhalda sjálfum sér, fyrsti stafurinn er L.Í.Ú.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2011 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband