16 milljarða mæliskekkja í loðnumælingum!

Nú er búið að fara í þriðju loðnumælinguna. Fyrsta mæling um miðjan janúar gaf 398. þús. tonn. Seinni janúarmælingin gaf 493 þús. tonn. Tekið var meðaltal af báðum, sem frægt er orðið, og stofninn sagður 446 þús. tonn. Gefinn var út 57 þús. tonna heildarkvóti, þar af komu 11 þús. tonn í hlut Íslendinga.

Nú er búið af mæla enn eina ferðina og "mældust" 815 þús. tonn, nær helmingi meira en menn héldu að væru í sjónum fyrir þremur vikum! Sé þetta nær sanni er ljóst að fyrstu tvær mælingarnar vanmátu stofninn mjög gróflega. Svo mjög að kvóti íslenskra skipa sextánfaldaðist.

Er einhver ástæða til að halda svona mælingum áfram? Því ekki að bíða þar til loðnan kemur og fara þá að veiða? Þessi fyrirfram kvóta/ hrygningarstofns útreikningar eru gervivísindi. Ekki hef ég enn heyrt fréttamenn spyrja neinna spurninga. - Hvaðan kom loðnan, úr loftinu?


mbl.is Sextánfalda loðnukvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæla loðnuna enn og aftur. Verða fyrri mælingar notaðar til að styrkja stofnmatið?

Já nú á að fara að mæla loðnuna aftur. Það er í hið þriðja sinn, fyrsta mælingin gaf 398 þús. tonn, í annarri mælingunni fannst meira, 493 þús. tonn. Þá var stofnstærðin gefin út sem meðaltal af þessum tveimur mælingum, 466 þús. tonn!

Hvað gera þeir núna ef þeir mæla enn meira af loðnu? Þurfa þeir að dragast með gömlu mælingarnar, leggja allar saman og deila með þremur?

Ég bloggaði um þetta nýlega og líkti því skarfatalningu í Elliðavatni:

"Þetta er sambærilegt við að ég teldi 10 skarfa á Elliðavatni í þoku, færi svo daginn eftir í sólskini og teldi 30 og gæfi út niðurstöðuna: Það eru 20 skarfar á Elliðavatni núna."

Enn hef ég ekki heyrt neinn fréttamann spyrja Hafró út í þessa fáránlegu útreikninga. Þeir eru orðnir alveg ónýtir.

Áður fyrr spurðu menn hversu áreiðanlegar loðnumælingarnar væru, nú er ekki minnst á það og allar tölur teknar sem kórréttar. Endar þetta ekki með því að þeir hætta að fara á sjó og giska bara í landi?


mbl.is Mæla loðnustofninn á nýjan leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband