16 milljarða mæliskekkja í loðnumælingum!

Nú er búið að fara í þriðju loðnumælinguna. Fyrsta mæling um miðjan janúar gaf 398. þús. tonn. Seinni janúarmælingin gaf 493 þús. tonn. Tekið var meðaltal af báðum, sem frægt er orðið, og stofninn sagður 446 þús. tonn. Gefinn var út 57 þús. tonna heildarkvóti, þar af komu 11 þús. tonn í hlut Íslendinga.

Nú er búið af mæla enn eina ferðina og "mældust" 815 þús. tonn, nær helmingi meira en menn héldu að væru í sjónum fyrir þremur vikum! Sé þetta nær sanni er ljóst að fyrstu tvær mælingarnar vanmátu stofninn mjög gróflega. Svo mjög að kvóti íslenskra skipa sextánfaldaðist.

Er einhver ástæða til að halda svona mælingum áfram? Því ekki að bíða þar til loðnan kemur og fara þá að veiða? Þessi fyrirfram kvóta/ hrygningarstofns útreikningar eru gervivísindi. Ekki hef ég enn heyrt fréttamenn spyrja neinna spurninga. - Hvaðan kom loðnan, úr loftinu?


mbl.is Sextánfalda loðnukvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gerir svona "fíflagangur" HAFRÓ eitthvað TRÚVERÐUGRI en áður????

Jóhann Elíasson, 14.2.2017 kl. 14:45

2 Smámynd: Jón Kristjánsson

Merkilegt Jóhann hvað fréttamenn éta upp eftir þeim án þess að spyrja spurninga. Ekki geta lesendur eða hlustendur spurt, fjölmiðlamenn eru gagnslausir og ekki starfi sínu vaxnir, Hafró kemst upp með allt. 

Jón Kristjánsson, 14.2.2017 kl. 17:24

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rætt er um að Hafró skorti meira fjármagn til að sinna sínum mikilvægu verkefnum.

Ég er ekki viss um að Hafró skorti fjármagn að óbreyttu.

En ég er nokkuð viss um að Hafró býr við skort á.......einhverju.

Árni Gunnarsson, 14.2.2017 kl. 18:17

4 identicon

Fjölmiðlamenn í röksemdarfærslu eru ekki sterkari en sauðgrár almenningur. Hversvegna lá á að gefa út stærri kvóta? Hækka sextánfalt. Var þetta þóknun við pólitíska forystu eða til vinsælda. Talsmaður útgerðamanna sagði í fréttum að þessi tíðindi skiptu þá engu.

Var það Hafró sem upp á sitt eindæmi gaf út nýja spá? Ríkisstofnanir spila með fjárveitingavaldinu og er því þóknanlegt. Á því er engin vafi. Engan skal undra þótt trúin á vísindin séu í lágmarki á netöld. Þegar flestir eru þokkalega upplýstir

Sigurður Antonsson (IP-tala skráð) 14.2.2017 kl. 20:29

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur herramenn, þessi stofnun er ætrúverðug á allan hátt. Finna allt í einu fiskigöngur þegar það hentar stjórnvöldum, tapa g0ngum þegar það hentar útgerðarmönnum og svo framvegis.  Punkturinn er nefnilega ekki á réttum stað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2017 kl. 08:04

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hafið er svo óútreiknanlegt að það verður aldrei hægt að tala um nein nákvæm vísindi því tengtu t.d. tengt mælingum á stofnstærðum.

Jón Þórhallsson, 15.2.2017 kl. 10:32

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hlustaði á viðtal við þig í dag á Útvarp Sögu. Virkilega gott og fróðlegt. Mjög í sama anda heilbrigðar skinsemi. Ég man alltaf eftir því þegar ég var á togurum hjá Tryggva þá var talað um að Bretarnir sem voru mikið í kring um okkur blönduðu vel svil og hrognum í fötu á hringingatímanum og skiluðu í sjóinn aftur. Kannski það hafi verið lukka íslendinga að þessi og kannski aðrar þjóðir veiddu á Íslandsmiðum. 

Valdimar Samúelsson, 15.2.2017 kl. 17:55

8 Smámynd: Jón Kristjánsson

Takk fyrir Valdimar. Rétt hjá þér, Bretarnir sáu um að veiða nóg af smáfiski til að halda vexti og viðgangi þorskstofnsins í lagi. Ég hef skrifað um þetta sérstaklega: http://jonkr.mmedia.is/bretav.html

Jón Kristjánsson, 15.2.2017 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband