16 milljarða mæliskekkja í loðnumælingum!

Nú er búið að fara í þriðju loðnumælinguna. Fyrsta mæling um miðjan janúar gaf 398. þús. tonn. Seinni janúarmælingin gaf 493 þús. tonn. Tekið var meðaltal af báðum, sem frægt er orðið, og stofninn sagður 446 þús. tonn. Gefinn var út 57 þús. tonna heildarkvóti, þar af komu 11 þús. tonn í hlut Íslendinga.

Nú er búið af mæla enn eina ferðina og "mældust" 815 þús. tonn, nær helmingi meira en menn héldu að væru í sjónum fyrir þremur vikum! Sé þetta nær sanni er ljóst að fyrstu tvær mælingarnar vanmátu stofninn mjög gróflega. Svo mjög að kvóti íslenskra skipa sextánfaldaðist.

Er einhver ástæða til að halda svona mælingum áfram? Því ekki að bíða þar til loðnan kemur og fara þá að veiða? Þessi fyrirfram kvóta/ hrygningarstofns útreikningar eru gervivísindi. Ekki hef ég enn heyrt fréttamenn spyrja neinna spurninga. - Hvaðan kom loðnan, úr loftinu?


mbl.is Sextánfalda loðnukvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband