Mæla loðnuna enn og aftur. Verða fyrri mælingar notaðar til að styrkja stofnmatið?

Já nú á að fara að mæla loðnuna aftur. Það er í hið þriðja sinn, fyrsta mælingin gaf 398 þús. tonn, í annarri mælingunni fannst meira, 493 þús. tonn. Þá var stofnstærðin gefin út sem meðaltal af þessum tveimur mælingum, 466 þús. tonn!

Hvað gera þeir núna ef þeir mæla enn meira af loðnu? Þurfa þeir að dragast með gömlu mælingarnar, leggja allar saman og deila með þremur?

Ég bloggaði um þetta nýlega og líkti því skarfatalningu í Elliðavatni:

"Þetta er sambærilegt við að ég teldi 10 skarfa á Elliðavatni í þoku, færi svo daginn eftir í sólskini og teldi 30 og gæfi út niðurstöðuna: Það eru 20 skarfar á Elliðavatni núna."

Enn hef ég ekki heyrt neinn fréttamann spyrja Hafró út í þessa fáránlegu útreikninga. Þeir eru orðnir alveg ónýtir.

Áður fyrr spurðu menn hversu áreiðanlegar loðnumælingarnar væru, nú er ekki minnst á það og allar tölur teknar sem kórréttar. Endar þetta ekki með því að þeir hætta að fara á sjó og giska bara í landi?


mbl.is Mæla loðnustofninn á nýjan leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

HAFRÓ, er og hefur alltaf verið einn lélegur fimmaurabrandari.

Jóhann Elíasson, 4.2.2017 kl. 12:42

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það gæti verið verkefni fyrir einhvern starfmann á rúv sjónvarpi að vera með í för þegar að svona mælingar eru gerðar til að sýna hvernig stofninn er mældur.

Jón Þórhallsson, 4.2.2017 kl. 12:48

3 Smámynd: Jón Kristjánsson

Öllum virðist bara orðið sama um vitleysuna. Ef fréttamenn spyrja ekki spurninga í landi, því ættu þeir að nenna á sjó? Það eru engir Stefánar Jónssynir til lengur. 

Jón Kristjánsson, 4.2.2017 kl. 12:56

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég var jafn hissa og þú Jón, fékk reyndar skýringu síðar sem snýr að óvissu og aðferðarfræði ICES. Þar má víst taka fleiri mælingar inn og búa til ákveðið mengi, sem talnakúnstnarar geta síðan fengið eitthvað út úr sem niðurstöðu. Tilfellið er nú samt að ef þessi reikningskúnst hefði ekki verið framkmæmd, hefði úthlutunin ekki dugað nema í ca. hálfdrætting.

Sindri Karl Sigurðsson, 4.2.2017 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband