Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Stöðvun úthafsrækjuveiða er hryðjuverk

Veiðar á úthafsrækju voru stöðvaðar 1. júlí sl. Ástæðan var sögð sú að afli fiskveiðiársins væri komin fram úr ráðgjöf Hafró.

Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi. Störf 150 manna á eru sett í uppnám, því einnig stendur til að breyta fyrirkomulagi veiðanna og kvótasetja þær aftur. Ekki er víst að þeir sem nú stunda veiðarnar fái veiðiheimildir, verði veiðarnar kvótasettar. Þar með er nýuppbyggður markaður væntanlega úr sögunni.

DrawTableVeiðar á úthafsrækju hafa verið frjálsar frá 2010 og ekki verið gefið út neitt aflamark. Nú bregður svo við að ráðuneytið vill takmarka heildaraflann, eftir á, og mæta ráðgjöf Hafró en hún var 5000 tonn fiskveiðiárið 2012/13. Aflinn var að nálgast 6500 tonn svo þeim fannst þeir þurfa að grípa inn í til þess að rækjuna! Skítt með mannskapinn.

Þetta er vægast sagt einkennilegt því alveg frá árinu 2000 hefur aflinn verið miklu minni en ráðgjöf Hafró, að undanskildu árinu 2011, þá skreið hann rétt yfir mörkin, - í frjálsri sókn. Þessi vanveiði, ef kalla hana má svo, er svo hastarleg að menn ættu að eiga eitthvað inni ef eitthvað væri að marka þessa ráðgjöf.

Frá árinu 2005 hefur veiðiráðgjöfin hljóðað upp á samtals 57 þús. tonn en aðeins voru veidd 33 þús. tonn eins og sjá má af töflunni hér að ofan. "Inneignin" er því um 24 þús tonn. Þessi svokallaða veiðistjórnun er náttúrulega tóm steypa; væri hugmyndafræðin um að veiðarnar stjórnuðu stofnstærð rétt, ætti ekki að þurfa að stöðva veiðarnar til að "vernda" stofninn.

Misræmi í aflabrögðum og ráðgjöf

CPU-IndexEinn mælikvarði sem notaður er á stofnstærð er afli á togtíma, kg/klst. Aflinn hjá veiðiskipum er nú 135 kg/klst, sá sami og hann var árin 2001 og 2002, en þá hljóðaði ráðgjöfin upp á 25-35 þús. tonn.

Stofnvísitala Hafró hefur hins vegar minnkað um helming frá 2002 og ráðgjöfin hefur verið minnkuð enn meira eða í 5000 tonn, 5-7 falt. Hvernig gengur þetta upp?

Af ofansögðu er ljóst að "stjórn" veiðanna hefur ekki valdið neinu nema tjóni, töpuðum afla og atvinnumissi. Veiðarnar stjórna ekki stofnstærð. Aðrir þættir vega þar miklu þyngra, enda segir Hafró í síðustu skýrslu sinni:

"Niðurstöður SMR árið 2012 benda til að stofninn fari minnkandi, afrán þorsks er frekar mikið og nýliðun virðist vera léleg eins og verið hefur undanfarin ár. Aukið magn grálúðu á svæðinu hefur einnig leitt til enn frekara afráns á rækju."

Rækjan er étin upp af þorski, grálúðu og öðrum fisktegundum. Samt er vitleysunni haldið áfram.

Að öllu samanlögðu þá virðist sem tilgangur lokunar nú og væntanlegra breytinga á veiðifyrirkomulagi sé einhver allt annar en umhyggja fyrir rækjustofninum. Þá á bara að segja það í stað þess að skýla sér á bak við ímyndaða dýravernd. 

Meira um stjórn rækjuveiða hér


Ekki dónalegt að komast í skrípó í Mogganum!

JK í MoggaGott að fleiri sjái fíflaganginn, sem líkja má við trúarbrögð en ekki vísindi.

Þessi skrípamynd er á við margar blaðagreinar.

 

 


Verður þorskkvótinn aukinn þegar vísitalan lækkar?

Útgerðarmenn vonast til að þorskkvótinn verði aukinn. Hvernig má það vera? Þó vísitalan sé há þá hefur hún lækkað frá í fyrra. Eigi menn að vera samkvæmir sjálfum sér ætti hún að lækka. Hafró segir í skýringum að: 

Vísitala"Hækkun vísitölunnar undanfarin ár má einkum rekja til þess að æ meira hefur fengist af stórum þorski og hélst sú þróun áfram í ár því meira fékkst en áður af þorski lengri en 90 cm (5. mynd). Minna fékkst af þorski á bilinu 50-80 cm en árið 2012 en það ár var mæliskekkja í þeim stærðarflokkum mjög há þar sem verulegur hluti fékkst í einu tveggja mílna togi fyrir austan land sem gaf rúm 20 tonn..."

Þetta tal Hafró um mæliskekkju staðfestir það sem ég sagði í bloggi í fyrra, að Hafró væri að toga vísitöluna upp.

 


Athygli vekur að meira veiðist af mjög stórum þorski vegur þungt í að hífa upp vísitöluna, en þessi (vertíðar) fiskur er orðinn elliheimilismatur og á ekki langt eftir þó lítið sé veitt af honum enda vertíðir nær lagstar af.

LdrCodÞegar lengdardreifingin er skoðuð nánar sést að minnkað hefur í öllum öðrum lengdarflokkum nema 20 cm fiski (2 ára).

Afföll í smæsta fiskinum virðast mikil: Þannig var fjöldi eins árs fiska í fyrra þrefalt meðaltal 1985-2012 en þegar hann er ári eldri, 2 ára nú er fjöldinn einungis 25% yfir meðaltali.

Ég held að það sé tálvon að Hafró auki kvótann, þeir segjast verða að sýna ábyrga stefnu og fara eftir aflareglu: 20% af (vitlaust) mældum stofni og ekkert múður.

Að þessu sögðu tek ég fram að mín skoðun er sú að allt of lítið sé veitt af þorski. Nú eru öll mið logandi af þorski, hrygningarslóðin full af stórþorski, vertíðarflotinn farinn. Ofan á bætist að nú er í gildi hrygningarstopp um allt land.
Hafró vill einungis láta veiða 20% af stofninum eins og þeir meta hann, en á árum áður þegar við nýttum miðin á eðlilegan hátt voru árum saman tekin 35-40% úr stofninum skv. þeirra tölum.

Miðað við reynslu þegar allt gekk vel, ættum við því að setja þorskkvótann í 500 þús tonn. En því miður eru litlar líkur á að það verði gert, þó hér sé atvinnuleysi og gjaldeyrisskortur.

Þjóðin getur ekki lengur nýtt auðlind sína af ástæðum, sem helst ekki má tala um. 


mbl.is Kvótinn verði aukinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færeyingar segja ruglinu stríð á hendur - íslensk stjórnvöld styðja þá ekki!

Gott hjá Færeyingunum, gefa skít í valdaklíkurnar og taka rökrétta ákvörðun. En íslenskur, bráðum valdlaus, ráðherra með sægreifana á bakinu styður ekki Færeyinga! Ætli hann hafi áhyggjur af því að prísinn lækki - hjá sægreifunum?

Í febrúar í fyrra skrifaði Steingrímur til erlendra fjölmiða að hann teldi makrílinn ofveiddan!

Ég var á fyrirlestri um daginn: Á fundinum flutti erindi norskur fiskifræðingur, Jens Christian Holst. Hann kemur frá norsku hafrannsóknastofnunni. Hann hefur skoðað uppsjávarvistkerfi Norður Atlantshafsins og fiskistofna þar, kolmunna, síld, makríl og lax.

Niðurstaða hans var að uppsjávarfiskarnir, síld, makríll og kolmunni, ofbeittu norska hafið. Síldin væri nú á hraðari niðurleið en þegar stofninn minnkaði á sjötta áratugnum niður í næstum ekki neitt. Hún er að drepast úr hungri. Hans skoðun var að það ætti að veiða 10 miljónir tonna af þessum fiskum, - strax.

Síldin, sem fyndist úti fyrir norsku ströndinni á vorin væri mjög horuð, aðeins þriðjungur af eðlilegri þyngd m.v. lengd, og hefði litla lífsmöguleika enda minnkaði stofninn hratt. Fæðuskorturinn veldur því að ungviði kemst ekki upp s.k. nýliðunarbrestur. Honum er reyndar kennt um minnkun stofnsins, sem sýnir hvað menn hugsa stutt - og ofveiðin alltaf handan við hornið. Jens Christian sagði að einu réttu viðbrögðin við átuskortinum væri að veiða meira og vitnaði bændur og góða búskaparhætti. - Þetta hljómaði sem hin ljúfasta músík í mínum eyrum.

Ég nefndi þennan átuskort í N Atlantshafi í pistli í fyrra þar, sem ég hélt því fram að mælingar á makrílstofninum væru hrein vitleysa og menn hefðu litla hugmynd um stærð makrílstofnsins.

Áfram Færeyingar!


mbl.is Færeyingar stórauka síldarkvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðslan við ofveiðina - 3. Trollveiðar

Margir hafa andúð á trollveiðum, segja að þær fari illa með botninn. Græningjar eru fremstir í flokki en þeir telja að allar aðgerðir mannsins við fiskveiðar séu af hinu illa, sérstaklega hafa þeir lagst í víking gegn atvinnuveiðum undir merkjum ofveiði. Risið hafa upp samtök, sem votta að fiskur komi úr stofnum, sem séu nýttir á "sjálfbæran" hátt.

Andstaða á togveiðum kemur einnig frá smábátasjómönnum, sem telja sig nota "vistvæn" veiðarfæri. Þetta er löstur sjómanna, að vera að hnýta í önnur veiðarfæri en þeir nota sjálfir.

Haldið er fram að botnvarpan og bobbingarnir eyðileggi kóralla, sem veita eigi fiskinum skjól. Þetta með skjólið hefur lítið að segja fyrir fiskinn og benda má á að í Barentshafinu er eingöngu leirbotn þar sem ekkert skjól er að hafa en þetta er ein besta fiskislóð heims. Megnið af aflanum er tekinn í troll, sérstaklega Rússamegin, og hefir verið svo í meira en 100 ár.

Ekki er vafi á að kórallar skemmist þar sem togað er en yfirleitt er lítið togað á svoleiðis botni. Nýlega voru kórallasvæði í Eystrasalti undan ströndum Danmerkur kortlögð og gefin var út reglugerð, sem bannaði togveiðar á kórallasvæðunum. Þegar farið var að skoða togslóðir dönsku skipanna og setja þær út í kort, kom í ljós að þeir höfðu aldrei togað á kórallasvæðunum, það var einfaldlega ekki hægt. Það hefði nú átt að byrja á að athuga það.

Áhyggjur eru af því að að sífelld ánauð botnvörpunnar fari illa með botninn, drepi gróður og dýr og skemmi hann. Þegar menn líta niður í sjóinn frá ströndinni sjá þeir þang og þara, sem kemur upp úr á fjörunni. Því er auðvelt að telja fólki trú um að botnvarpan drepi þennan þara og aðrar plöntur þar sem hún fer yfir. Staðreyndin er hins vegar sú að rótfastar plöntur geta ekki lifað neðar en á 20 m dýpi frá stórstraumsfjöru. Ástæðan er sú að stönglarnir þola ekki þrýstinginn. Einu plönturnar eru þörungar, kransþörungar t.d.
Betatogarar togslóðir Færeyjar

Trollveiðar hafa verið stundaðar við Færeyjar í meira en 100 ár. Nú er bæði veitt með hleratrollum, hinar hefðbundnu trollveiðar, þar sem hlerar eru notaðir til a glenna í sundur trollið. Algengara er að tveir togarar eru um sama troll án þess að nota hlera, svokallaðar tvílembingsveiðar. Uppistaðan í tvílembingsveiðunum er ufsi, um 80%, restin þorskur, ýsa og annað.  

Myndin hér til hliðar sýnir togslóðir Betatogaranna árið 2006.

Reiknað hefur verið út að miðað við yfirferð trollsins og stærð fiskimiðanna að trollið fari sex sinnum yfir hvern einasta ferþumlung á ári hverju. Skýrslur sýna að aflinn hefur verið svipaður a.m.k. í 25, þann tíma, sem gögn um þessar veiðar ná. Yfirferðina yfir botninn má bera saman við garðyrkju uppi á landi þar sem akrar eru plægðir á hverju ári, og eru þá höggnir í sundur ánamaðkar og önnur dýr, en allt er þetta talið eðlilegt og enginn amast við því. - En í sjónum! Þar er allt í voða.  

Þessi neðansjáarmynd af trolli. var gerð í minningu Guðmundar heitins Kjærnisted skipstjóra. Ég þekkti Guðmund vel, sigldi með honum lengi og hitti hann oft í Laugunum eftir að hann var kominn í land. Hann sagði mér einu sinni að ef hann hefði vitað hvernig við myndum nýta fiskimiðin eftir að hafa unnið þorskastríðin, þá hefði hann ekki lagt sig svona mikið fram og átti hann þar við kvótakerfið, þá mismunun, sem það hefði valdið og hvernig fiskveiði "stjórnunin" undir vísindalegu eftirlit hefði skilað sífellt minni afla á land.

Myndinni er ætlað að sýna skaðsemi trollveiða. Trollið þyrlar upp ryki, sem var vitað og er eðlilegt: Sjá má hvernig það smalar fiskinum en lítið sem ekkert fer inn, megnið fer undir fótreipið milli bobbingana. Rannsóknir Hafró, af öllum, sýna að megnið af smáfiskinum , 50% af 55 cm þorski og styttri, fer undir trollið og sleppur. Lítil hætta er á ofveiði með svona veiðarfæri en almenningi er talin trú um að þetta sé "ryksuga" sem eiri engu. Þá er það vitleysa, sem fram kemur í myndinni að tálknin fyllist af drullu og drepi fiskinn. Þetta er ekki rétt, það kemur aldrei upp fiskur úr trolli með tálknin full af sandi. Tálknin hleypa öllum smáögnum í gegn um sig, annað fer í magann, áta t.d.

Algengur misskilningur er að toghlerar í dag séu miklu þyngri en þeir sem notaðir voru í gamla daga og því plægi þeir upp botninn. Hlerinn hefur það hlutverk að halda trollinu opnu. Því stærra sem trollið er þeim mun þyngri þurfa hlerarnir að vera. Þetta er vegna þess að meiri kraft þarf til að draga stór troll og vegna þess að vírarnir liggja á ská upp í yfirborðið þurfa hlerarnir að vera þyngri til að halda öllu dótinu við botninn. Þeir mega ekki dragast of mikið í botninum, það kostar meiri orku. Neðan á hlerunum eru svokallaðir skór til að minnka slit, sem verður við að nuddast við botninn. Það er verk skipstjórans að athuga slitið á skónum, ef þeir eru ryðgaðir þýðir það að trollið sé ekki í botni, ef þeir eru passlega fægðir, sitja þeir rétt og trollið einnig, en það sést nánar á "rossunum" fremstu kúlunum á lengjunni, sem er undir vörpunni og strýkst við botninn.

Niðurstaða mín er sú að trollið sé ekki það skaðræðisverkfæri sem margir telja. En þegar menn skortir önnur rök til að skýra minnkandi fiskveiðar er trollinu og öðrum skaðræðisverkfærum kennt um. Litið er hins vegar fram hjá þeirri staðreynd að dregið hefur verið úr veiðum með lagaboðum, í þeim tilgangi að "byggja upp" fiskstofna, án þess að taka tillit til þess að fæðuframboð er lykilatriði í framgangi fiskstofna.

Friðun, án þess að taka tillit til þessa er líffræðilega röng og við erum að uppskera minni afla þess vegna, - Ekki vegna "skaðsemi" veiðarfæra heldur vegna vankunnáttu í fiskilíffræði.

Hræðslan við ofveiðina - 2. Línuveiðar

Baráttan við ofveiðidrauginn heldur áfram, nú með umfjöllun um línuveiðar. Þær eru kvótabundnar eins og flestar veiðar við landið. Veiðunum er stjórnað til að forðast ofveiði.

Handfæra- og línuveiðar eru valkvæðar þ.e. fiskurinn er ekki eltur eða smalað saman, hann ræður því hvort hann bítur á krókana. Hann bítur á sjálfviljugur, og heldur væntanlega að þarna sé um mat að ræða.

Rannsóknir í Færeyjum hafa sýnt að þegar nóg er af mat (vöxtur góður) þá veiðist verr á línu. Ef minna er um fæðu leykst línuafli. Þetta ætti að vera auðskiljanlegt.

Þegar línuveiðar fækka fiski, þá verður væntanlega meira að éta fyrir þá sem eftir eru, þeir hafa minni hvöt til að sækja í beituna og veiðast því verr. Segja má að sókn línunnar í stofninn sé sjálfstýrð af stofnþéttleika og fæðuframboði. Ef afli á línu minnkaði drægi sjálfkrafa úr sókn vegna aukins kostnaðar.

En er línan svo öflugt veiðarfæri að fiskistofnum stafi hætta af henni?

Hér er kvikmynd þar sem fylgst er með hegðun þorsks við línukrókana. Ef myndin lýsir nokkurn veginn raunveruleikanum þá er línan eiginlega hálfónýtt veiðarfæri. Hún virðist vera eins konar fóðurstöð fyrir horfisk sem er aðframkominn af hungri.
P1190018a skorin

Ljósmyndin sýnir magainnihald þorsks sem veiddur var á línu út af Grundarfirði fyrir nokkrum árum. Þar má sjá fjölbreyttan matseðil, sem búinn er til í landi og er serveraður á línukrókum.


"Hagkvæmni" kvótakerfisins?

Það hefur tíðkast mjög lengi að togararnir hjóli í kring um landið til að leita að fiski, sem þeir hafa kvóta fyrir.

Í þessari frétt, þar sem kvartað var undan þorski, var hins vegar ekki sagt hvað gert var við þorskinn, sem var til vandræða. Hvert fór hann? Út um lensportið? Lesendur verða að geta í eyðurnar, í ljósi þess að brottkast er ekkert.

En leit að fiski, sem kvóti er fyrir og flótti frá tegundum, sem kvóti er ekki fyrir kallar á miklar siglingar, olíueyðslu eins og sagt er frá í fréttinni.

Nú má fara að skilja hvers vegna sægreifarnir fjárfesta í olíufyrirtækjum: Samherji á 40% í Olís - og Fisk á Sauðárkróki á svipað í Enn Einum.

Já menn vita hvernig á að bjarga sér, þeir eiga líka hlut í bönkum. Er ekki næst að fjárfesta í lögmannafyrirtækjum? Því ekki það, - þeir eru búnir að "fjárfesta" í dómurum og stjórnmálaflokkum.
mbl.is „Þorskurinn til vandræða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðslan við ofveiðina - 1. Handfæraveiðar

Ég hef þá skoðun, og byggi hana á heilli starfsæfi, að allir fiskstofnar við Ísland séu vannýttir, sumir stórlega.

Því er ekki úr vegi að taka smá rispu til höfuðs ofveiðidraugnum. Fyrsta greinin fjallar um hinar stórhættulegu handfæraveiðar.

Þegar talað er um vannýtingu má minna á að vertíðarveiðar hafa næstum lagst af. Allur hrygningarstofn þorsksins, Grænlandsþorskurinn meðtalinn, syndir hjá (næstum því) án þess að vera veiddur.Sindri_900x601

Ástæðan er sú að verið er að reyna að byggja upp hrygningarstofninn í þeirri trú að því stærri sem hann er þeim mun meiri verði nýliðunin. Þessi hugsun er röng og í blóra við þekkingu og reynslu.

Uppbygging hrygningarstofns síldar finnst nú á lyktinni í Kolgrafarfirði, skítafnykur og grútarhaugar, nokkuð sem mun standa í nokkur ár miðað við reynslu frá Noregi.

Þegar verið var að ýta strandveiðunum úr vör varð strax vart við hræðslu á að veiðarnar myndu ganga nærri fiskstofnunum. Krafa var um að veiðar yrðu gefnar frjálsar 5 daga í viku, 5 mánuði á ári og hverjum báti leyft að vera með 2 rúllur. Það myndi ekki skaðað fiskstofna. En því einungis tvær rúllur?

Hér lá að baki að baki sú hugsun að fleiri rúllur gætu verið skaðlegar fiskstofnum?
Þegar kerfið var svo sett á var það miklum takmörkunum háð, ekki mátti veiða um helgar, dagsafli mátti ekki fara yfir 900 kg og sett var þak á veiðarnar, heildaraflinn mátti ekki fara yfir 8 þús. tonn á árinu.

Hér er fróðleg mynd um handfæraveiðar, sem gerir allt tal um ofveiði af þeirra völdum hlægilegt, enda spyr þulurinn hvort sé unnt að lifa af slíkum veiðum!

Næst mun ég fjalla um "skaðsemi" línuveiða.


Loðnumælingar: Upp og niður, út og suður

Nú mæla þeir hjá Hafró meiri loðnu en í leiðangri sem farinn var í október, þá mældist hrygningarstofninn 720 þús. tonn en núna í febrúar byrjun mælast 920 þús. tonn. Seinni partinn í janúar komu niðurstöður úr mælingu, hrygningarstofn upp á 320 þús. tonn og útlitið því dökkt, mældur stofn hafði minnkað mikið frá í október. Ef menn hefðu verið sjálfum sér samkvæmir hefði átt að banna loðnuveiðar, en það var ekki gert, menn töldu að það þyrfti að mæla "betur".

Nú í byrjun febrúar kemur aftur ný mæling: Hrygningarstofninn mælist þrisvar sinnum stærri en í janúar og kvótinn er hækkaður um 150 þús. tonn!

Hvaða mæling er rétt? Eru þær ekki allar vitlausar? Allar bergmálsmælingar eru lágmarksmælingar. Það sem tækin mæla vegur í mælingunni en það sem ekki mælist kemur ekki fram. Ef siglt er fram hjá torfu þá mælist hún ekki. Hafið er stórt og miklar líkur eru á að siglt sé fram hjá stórum torfum, sem þá "eru ekki til".

 

Annar þáttur í stjórn loðnuveiða er að alltaf skal skilja eftir 400 þús. tonn til hrygningar. Þetta hefur verið gert í rúm 30 ár, en mér vitanlega hefur aldrei hefur verið gerð úttekt á því hvort þetta hafi skilað árangri. Loðnustofninn hefur sveiflast upp og niður án nokkurs sjáanlegs samhengis við stærð hrygningarstofnsins.

Hrognamagn 400 þúsunda tonna hrygningarstofns er ógurlegt, svo mikið að væri hrognunum raðað upp í perlufesti næði sú festi 7000 sinnum í kring um jörðina. Hrognin mynduðu 7 m breiðan trefil í kring um hnöttinn. Er það ekki meira en nóg? Er eiginlega ekki komið alveg nóg - af vitleysunni? 
mbl.is Kvótinn aukinn um 150 þúsund tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafró tileinkar sér 100 ára gamlar rannsóknaniðurstöður !

Í fyrirlestri, sem haldinn verður í málsstofu Hafró í hádeginu á morgun, föstudag 25. janúar, verður greint frá niðurstöðum rannsóknaverkefna sem hafa verið unnin í Tilraunaeldisstöð stofnunarinnar á Stað við Grindavík á undanförnum árum en í tilkynningu frá stofnuninni segir:

"Í eldisstöðinni hefur um árabil verið unnið að þróun seiðaframleiðslu fyrir þorskeldi og jafnframt hefur verið unnið að rannsóknum sem snúa að vaxtargetu eldisþorsks. Komið hefur í ljós að eldisþorskur hefur almennt mun minni vaxtargetu en villtur þorskur sem veiddur er til áframeldis. Með rannsóknum í tilraunaeldisstöðinni hefur nú tekist að sýna fram á það að vaxtargeta þorsksins á rætur sínar að rekja til lirfustigsins fyrstu 6-7 vikurnar eftir klak. Stærð við lok lirfustigs er afgerandi þáttur fyrir vaxtargetu fisksins og allur framtíðarvöxtur er fyrirsjáanlegur allt frá þeim tíma. 
Í erindinu mun verkefnisstjóri kynna nýja tilgátu sína um vaxtargetu þorsks. Sýnt verður hvernig vöxtur á lirfustigi endurspeglast áfram í gegnum seiðastigið og síðan allt þangað til hámarksstærð er náð."


Þetta eru nokkuð merkilegar niðurstöður en það skemmtilega er að sýnt var fram á þetta fyrir 100 árum! Ef menn á Hafróbænum hefðu verið betur lesnir hefði verið hægt að spara bæði fé og fyrirhöfn. Það var nefnilega löngu búið að komast að þessu:

Norski fiskifræðingurinn Knut Dahl komst að þessari niðurstöður eftir rannsóknir sínar á urriða. Dahl var að reyna að finna skýringar á því hvers vegna urriði í Austur Noregi væri stórvaxinn en smávaxinn og ræfilslegur á Vesturlandinu, t.d. á svæðinu kring um Bergen. Hann komst að því að fæðuframboð hafði mikið að segja, þéttleiki fiskanna í vötnunum var mikilvægur og hann gerði tilraunir sem sýndu ótvírætt að með því að grisja fiskstofna jókst vöxturinn. Með því að draga úr veiðum og lofa fiskunum að fjölga sér fór allt í sama farið aftur, fiskurinn horaðist og smækkaði.


En hann gerði einnig eldistilraunir, sem sýndu að það sem fiskurinn fékk í vöggugjöf var afgerandi fyrir vöxt hans það sem eftir var ævinnar. Seiði, sem klöktust úr stórum hrognum uxu betur en þau sem klöktust úr smáum hrognum, svo framarlega sem fæðan var ekki takmarkandi þáttur.


Hér er bútur úr grein hans frá 1917, þar sem hann vitnar í þýskar niðurstöður frá 1916. Hann er á ensku og segir allt sem segja þarf: 

Fish size and Egg size
My experiments with brown trout and material from many different lakes have shown very regular pattern in how egg size varies in a certain manner correlated to both age and size of the mature fish. In my mind there is no doubt about that there is a general law which can be formulated as follows:
At every site, when young, the trout has relatively small eggs. The size of eggs increases with age. Young fish is generally more productive than older fish, it has higher number of eggs per body weight. The same goes for small and big fish of the same age.

What I have found is supported by H. Mast 1916 (Allgemeine Fischereizeitung).

The results from all my rearing experiments support verify that fry hatched from big eggs grow faster on the average than fry from smaller eggs. IMO it can only be explained otherwise than the material mass of the fry at hatching play an important role in the growth of the fry the first year in its life.

Conclusion
All my experiments show unanimously that the mass or material quantity the trout has in the start of a growing period, usually determines its growth.
Fish with high body mass at the start of a growth period will in all instances grow faster than fish starting with low body mass, if conditions otherwise are equal. From what I see, the difference in growth can be explained by difference in original mass, i.e. egg size.
Everything I have seen suggests the general rule that a trout hatched from small eggs will for many years, possibly all its life, have inferior growth compared to fish hatched from large eggs.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband