"Hagkvæmni" kvótakerfisins?

Það hefur tíðkast mjög lengi að togararnir hjóli í kring um landið til að leita að fiski, sem þeir hafa kvóta fyrir.

Í þessari frétt, þar sem kvartað var undan þorski, var hins vegar ekki sagt hvað gert var við þorskinn, sem var til vandræða. Hvert fór hann? Út um lensportið? Lesendur verða að geta í eyðurnar, í ljósi þess að brottkast er ekkert.

En leit að fiski, sem kvóti er fyrir og flótti frá tegundum, sem kvóti er ekki fyrir kallar á miklar siglingar, olíueyðslu eins og sagt er frá í fréttinni.

Nú má fara að skilja hvers vegna sægreifarnir fjárfesta í olíufyrirtækjum: Samherji á 40% í Olís - og Fisk á Sauðárkróki á svipað í Enn Einum.

Já menn vita hvernig á að bjarga sér, þeir eiga líka hlut í bönkum. Er ekki næst að fjárfesta í lögmannafyrirtækjum? Því ekki það, - þeir eru búnir að "fjárfesta" í dómurum og stjórnmálaflokkum.
mbl.is „Þorskurinn til vandræða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar hálft kvótaár er eftir eru menn almennt ekki komnir í vandræði með hlutföll milli tegunda. Menn eru alltaf að stilla sig af gagnvart kvótastöðu, afla og tegundum, eftirspurn á mörkuðum og árstíma, göngum og holdafari fisks. Þetta gera menn innan hverrar útgerðar, svo geta menn leigt til sín eina tegund en aðra frá sér, það fer engin olía í það.

Einhvern vegin hefst þetta á hverju ári og einhvernvegin eru Íslendingar fremri en aðrar þjóðir í þessu. Það gæti þó ekki verið að kvótakerfið sé bara besta leiðin til þess að ná fram arði af sjávarútvegi. A.m.k. er hann ekki ríkisstyrktur eins og t.d. í Noregi.

Njáll (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 22:21

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er færsla um nýtingu á mestu auðlind þjóðarinnar.

Nú verður uppi fótur og fit - eða hvað?

Síðasta færslan sem var um handfæraveiðar, stærsta hagsmunamál landsbyggðarinnar dró til sín þrjár athugasemdir!!!!

Þessari ræfils -þjóð er svo sannarlega ekki viðbjargandi.

Heldur skal auðlindin vannýtt og stefnt til úrkynjunar en að gengið verði gegn hagsmunum kvótagreifanna.

Við erum með umsókn um aðild að ESB í gangi.

Enginn veit til hvers því sambandið er að liðast í sundur og er löngu ónýtt.

Við eigum að halda umsókninni áfram barasta af því við verðum að sjá hvernig samningurinn lítur út!!!!!!

Ætli Hjallastefnan svonefnd skili ekki skárri einstaklingum út í samfélagið en þessi menntun ber vott um?

Árni Gunnarsson, 26.2.2013 kl. 23:53

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er svo margt sem stjórnmálaflokkarnir ráða ekki við að taka á vegna gagsmunagæslu. Afnám kvótakerfisins og verðtryggingar eru þar efst á blaði. Eina leiðin til að hér verði skynsamlega tekið á málum er að þjóðin ráði þessu beint og milliliðalaust. Setjum allt sem máli skiptir og stjórnmálin hafa ekki getið klárað í þjóðaratkvæðagreiðslur. Kvótakerfið, spítalann, flugvöllinn, rammaáætlunina og framtíð gjaldmiðilsins. Þegar þjóðin hefur sagt sitt þá er hægt kannski að leyfa alþingi að klára málin. Kannski vegna þess að miðað við meðferðina á stjórnlagaráðsmálinu þá þarf Alþingi að skilja hvaðan umboð þeirra kemur. Það kemur ekki frá flokkunum heldur almenningi, þessum þögla kjósanda.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.2.2013 kl. 00:57

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Út af þessu rugli trúði meirihluti útgerðarmanna því ekki fyrstu ár kvótakerfisins að þessari endaleysu yrði haldið áfram. Þeir voru ekki með í plotti Kristjáns Ragnarsonar og þröngs hóps í kringum hann sem stefndu á að veðsetja kvótann, taka út lán til kaupa á meiri kvóta sem var fyrirfram veðsettur.

Meirihluti útgerðarmanna og sjómanna trúði að Sjáfstæðisflokkurinn myndi afnema kvótann 1992 þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann stór sigur undir slagorðinu "moka framsóknarflórinn". Moka út kvótakerfinu. En það fór nú á annan veg og við enduðum í hruni þjóðfélagsins sem við byggðum upp fyrir kvótakerfið.

Ólafur Örn Jónsson, 27.2.2013 kl. 02:03

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kvitt

Sigurður Þórðarson, 27.2.2013 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband