Brussel vill fiskinn okkar

pc100037_copy_747454.jpgÁfram halda þeir að ljúga því að okkur að við getum fengið undanþágur frá hinni sameiginlegi fiskveiðistefnu, CFP, sem stendur fyrir "Common Fisheries Policy". Hún er og verður sameiginleg og allir verða að fara eftir henni en reynt að lokka menn inn með svikum og gjarnan talað um aðlögunatímabil og að hægt verði að "finna lausnir" eins og þessi Rehn segir. Hann segir að umbætur verði gerðar á fiskveiðistefnunni á næstu árum. Breytingin felst í frekari niðurskurði á kvóta og flotum til þess að sporna á móti hinni meintu ofveiði á þorski. Þegar hefur verið boðaður 25% niðurskurður 2009. Þeir segjast munu horfa til reynslu Íslendinga við fiskveiðistjórnun! Verði þeim af því.
Sjómenn við strendur Evrópu eru að stríða við sama vandamál og sjómenn hér heima - þeir geta hvergi veitt fyrir þorski, sem ekki er kvóti fyrir.
Mér finnst að Össurar þessa lands ættu að fara að kynna sér þessi mál og hætta að plata okkur.

pc100035_copy.jpg
mbl.is Ísland gæti keppt um að verða 28. ríki ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jón! Það eru fáir ef nokkur Íslendingur sem þekkir fiskveiðipólitík ESB í framkvæmd betur en þú. Samfylkingin prédikar þetta af því að hún hefur engar tillögur í efnahagsmálum og hefur bara eitt svar við öllum spurningum þ.e.  ESB

Sigurður Þórðarson, 10.12.2008 kl. 12:16

2 Smámynd: Heidi Strand

Við norðmenn sagði tvisvar i nei við ESB í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Það var vegna fiskinn, landbúnaðinn  og olíuna.
Byråkratarnir  í höfuðborginni vildi inngöngu.

Hér talar sumir um ESB eins og Heilagur andi eða Hjálparstofnun kirkjunnar.

Heidi Strand, 10.12.2008 kl. 12:35

3 Smámynd: Jón Kristjánsson

Jón Frímann. 
Það eitt er rétt að kvótinn er okkur skammtaður af EB og við deilum honum hér til kvótahafa sem geta selt hann vilji þeir svo - úr landi. Ferill kvótaúthlutunar EB er sá að Hafróliðið sendir sín gögn til ICES í Kaupmannahöfn. Snillingar ICES sjóða saman ráðgjöf, sem þeir senda til fiskveiðinefndar EB í Brussel. Þaðan fer hún til ráðherraráðsins sem fastsetur kvótana. Í þeirri nefnd er togast á, skipst á hagsmunum vínbænda og sjómanna t.d og þar ráða þeir sterkustu, sem í fiski eru Spánverjar. 
Vísindamenn þjóðanna ráða engu í Brussel og á hverju ári, vikuna fyrir jól, fara ráðherrar Bretlands og Írlands á hnjánum til Brussel til að reyna að hafa þar áhrif á úthlutunina en fá engu ráðið, koma alltaf eins og barðir hundar til baka með niðurskurð og niðurrif skipa í farteskinu. Um 70% breska flotans hefur verið rifinn á sl.7 árum og Írar eru líka að rífa skip á fullu. Eini atvinnuvegurinn sem blómstrar nú í Kilkeel á N-Irlandi er niðurrif skipa frá Skotlandi, en Kilkeel var áður stærsti útgerðarbær landsins. Þar er nú eftir 1 togari sem veiðir þorsk og ýsu, önnur skip eru á humri. 

Jón Kristjánsson, 10.12.2008 kl. 13:30

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Jón, hefur þú nokkuð hugleitt það hvað Ísland gæti fengið í staðinn fyrir þann fisk sem ekki er fullreynt að við myndum tapa? Finnst þér í alvöru að það sé ekki reynandi að ná góðum samningi við ESB?

Sigurður Hrellir, 10.12.2008 kl. 13:33

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst ég sjá fyrstu merki þess að einhver pólitísk vitglóra sé að þokast inn í þjóðarvitund okkar þessa dagana. ESB sinnar þyngja róðurinn og nú er svo komið að forystulið sjallanna er að kikna í hnjánum undan kröfum atvinnurekenda og sama er að gerast hjá vinstri grænum. Á sama tíma og þetta gerist er vaxandi fjöldi spurðra í skoðanakönnunum farinn að efast um náðarfaðminn í Brussel. Verðbólga fer vaxandi á hinum sígrænu gresjum og verðbólga eykst. Sundrung vex í hreppsnefndinni stóru því alltaf þegar þegar kreppir að fer að sannast hið fornkveðna að "djarfur er hver um deildan verð" og enginn vill verða fyrstur til að rétta fram grunna diskinn þegar kemur að skömmtuninni. Og nú er svo komið að eftirleitarmenn ESB eru farnir að standa á dyrahellunni hjá húsbændum þjóðarinnar og bjóða góðan dag með hattinn sinn í hendinni. Mér sýnist þetta vera eftirleitarmenn svona á borð við Pétur Blöndal að grennslast fyrir um hvort einhversstaðar sé "fé án hirðis." Það er nefnilega kreppa víðar en á Íslandi og dæmalaust væri nú gott að mega skipta með sér því sem hérna er hirðandi á meðan Samfylkingin er í ríkisstjórn. Nota bene,- það er víst óhugsandi að þetta gangi fyrr en kyrrð verður komin á gengi krónunnar og verðbólgufjandann. Mín skoðun er sú að þegar við uppfyllum kröfuna um heimanmundinn með Eiríki Bergmann og barninu hans Ágústs á Bifröst þá þurfum við barasta ekkert á þeim Brusselum að halda. Við erum auðug þjóð með nægar auðlindir til lands og sjávar og það ætti að nægja okkur til sældarlífs fyrir komandi kynslóðir á meðan þjóðir ESB hnupla bitum hver af annars diski til að halda líftórunni í sínu hyski.  

Á næsta ári eigum við að reisa við mannlíf í sjávarþorpum og bæjum allt í kring um land. Það gerum við með úthlutun byggðakvóta fyrir trillur og smærri gerðir línubáta. Þennan kvóta búum við til með aukningu aflaheimilda og til viðbótar nokkru af fyrri heildarkvóta. Allur óveiddur kvóti um áramót verður innkallaður og endurúthlutað með hóflegri leigu. Yfirskuldsett útgerðarfyrirtæki verða sum hver gjaldþrota upp á sannkristilegan og hefðbundinn máta okkar þjóðar. Það er ekki nýlunda á Íslandi og ekkert stílbrot við það ástand sem þjóðin nú stendur frammi fyrir. En það þarf að byggja upp atvinnu-og mannlíf á Íslandi eftir nýjum og breyttum gildum. Það gerum við best með því að virkja sem flestar hendur og styrkja mannlífið utan malbiks og mislægra gatnamóta.

Árni Gunnarsson, 11.12.2008 kl. 23:50

6 Smámynd: Pétur Guðmundsson

Af hverju heldur Jón Frímann að andstæðingar ESB vilji ekki fyrir nokkurn mun ganga til liðs við þessa vel "skipulögðu glæpamenn". Ég held að krata kvikindin ættu nú að fara að hugsa svolítið, annars er það líklega til of mikils mælst að þeir geri það.

Pétur

Pétur Guðmundsson, 13.12.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband