Allir að veiða - nema við

Allt dýraríkið er að veiða síld í höfnum landsins nema við mennirnir. Við erum að byggja upp stofninn með friðun, svo við getum veitt meira - seinna. Vonandi drepst hún ekki í höfninni, þá gæti farið illa.

 


mbl.is Síldin veður í höfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Pálsson

Líka svo að hvalirnir geti fengið nóg að éta.

Haraldur Pálsson, 31.3.2009 kl. 11:43

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætlar enginn að taka af skarið og reka þessa hvali frá síldinni áður en þeir verða búnir að valda henni skaða sem seint verður bættur?

Árni Gunnarsson, 31.3.2009 kl. 11:53

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ætli Hafró sé eitthvað að athuga með síldina inn á fjörðum og flóum. Það kæmi mér ekki á óvart að síld hafi verið að ganga hér inn með Akranesi norðanverðu. Ég hef aldrei séð annað eins fuglager og ég sá hér norður af Skaganum í gær. Er þó fæddur og uppalinn hér.

Haraldur Bjarnason, 31.3.2009 kl. 22:42

4 Smámynd: Jón Kristjánsson

Haraldur

Nonni Siggu á Sindra RE-46, sem er annar þeirra báta sem róa með net frá Reykjavík, segir að það kakklóði á síld hér á milli eyjanna, í Kollafirði og Hvalfirði en hann þarf ekki að fara mikið lengra eftir stórþorskinum.  

Jón Kristjánsson, 1.4.2009 kl. 12:13

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nonni veit sínu viti (eins og aðrir Skagamenn). Ég hef líka grun um að loðna hafi gengið hér inn með norðanverðum Skaganum. Það voru hnísur að þvælast þar í fyrradag.

Haraldur Bjarnason, 1.4.2009 kl. 12:47

6 Smámynd: Halldór Jónsson

þeir segja mér að sjórinn sjóði úti fyrir Eyrabakka af GOLÞORSKI. Þeir megi bara ekki veiða hann því hann sé í geymslu fyrir hvalina.

Halldór Jónsson, 9.4.2009 kl. 22:03

7 Smámynd: Halldór Jónsson

þeir segja mér að sjórinn sjóði úti fyrir Eyrabakka af GOLÞORSKI. Þeir megi bara ekki veiða hann því hann sé í geymslu til að byggja upp þorsktofninn ( líklega  fyrir hvalina sem bíða þarna fyrir utan).

Halldór Jónsson, 10.4.2009 kl. 10:18

8 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég hef undanfarið verið í sambandi við netakalla sem ég hef þekkt í fjöldamörg ár. Þeir eru allir á einu máli um að ástandið sé allt annað og miklu betra en stjórnvöld vilji vera láta. Að óhætt væri að bæta 100 þúsund tonnum við.

Þetta er það eina góða í allri þeirri krísu sem við erum í - en samkvæmt venju þá verða þau góðu skilyrði sem ríkja í hafinu ekki nýtt frekar en fyrri daginn. Það verður samkvæmt venju beðið þar til "ástandið" gengur yfir.

Hvað ætti annars að gera við aukninguna... LÍÚ getur ekki selt meira af frosnu og ekki förum við að slaka á því kverkataki sem sérhagsmunaliðið hefur - liðka um í kerfinu og gefa smælingunum tækifæri til að bjarga sér - fyrr dett ég dauður niður.     

Atli Hermannsson., 11.4.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband