31.8.2020 | 12:26
Á ekki að sækja í fiskibankann?
Nú er hér dýpsta kreppa í 100 ár. Eftir að ferðaþjónustan féll er talað er um að auka þurfi framleiðslu. Eina sem heyrist frá stjórnmálamönnum er að efla þurfi nýsköpum. Ég vil líkja nýsköpun við að hagnaðurinn sé fólginn í útflutningi á 100 ára gömlum eikartrjám. Styrkurinn til nýsköpunar felst í því að veita fé til að kaupa fræ til niðursetningar. Nú er það svo að við eigum í hafinu 1,3 milljón tonna þorskstofn en veiðum einungis 18% af honum, 250. þús tonn, en á árum áður 35-40% og gaf það góðan og jafnan 350-450 þús. tonna afla. Enginn stjórnmálamaður nefnir auknar veiðar til að auka framleiðslu. Nú er það svo að mestur hluti aflans kemur í hlut svonefndra sægreifa, sem hafa hag í því að halda afla niðri til að skapa skortstöðu og halda uppi leiguverði á aflaheimildum. Getur verið að vald þeirra sé svo mikið að það fái ráðamenn til þess að minnast ekki á aukningu sjávarafla? Ekki einu sinni að láta óháða aðila gera áhættumat á því að auka t.d. þorskveiðar um 100-200 þús. tonn og tvöfalda ufsaveiðar? Mér flaug þetta í hug þegar ég horfði á fréttirnar í kvöld um Norðurfjörð á Ströndum, sem brothætta byggð og hvað væri þar til ráða. Menn þorðu ekki að nefna hið augljósa, byrja á að gefa trilluveiðar frjálsar. Sama má segja um Grímsey og fleiri staði. Lausn þessara staða er svo augljós að menn ættu að detta um hana. En ráðherra sjávarútvegs er ekki í þeirra liði.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Frábær pistill Jón,og orð að sönnu,það væri óskandi að einhverjir alþ.menn eða fjölmiðlar rækju augun í þetta og hugsuðu dæmið upp á nýtt.
Björn. (IP-tala skráð) 31.8.2020 kl. 16:51
Hárrétt Jón, en þetta ruggar bátnum !!
Snorri Gestsson, 31.8.2020 kl. 22:41
Skyldulesning - fæ að dreifa.
Guðjón E. Hreinberg, 1.9.2020 kl. 14:05
Það er borin von að þingheimur, ráðherraómyndin og hvað þá fjölmiðlar taki við sér og komi auga á þennan möguleika. Ekki frekar en undanfarna áratugi. Milljatðatugum varpað fyrir róða ár hvert, svo bókfært verðmæti kvótans rýrni ekki. Ömurlegt upp á að horfa.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 2.9.2020 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.