Mývatn orðið tært og lífríkið í stuði. Hvernig skyldi standa á því?

Já það var einmitt það. Niðursveiflunni í Mývatni lokið. Engar skýringar gefnar aðrar að sveiflan sé þekkt. Hvar er nú klóakkmengunin sem allt var að drepa í fyrra? Er hún horfin? Snemma í vor spáði ég því, að væru hornsílin horfin, yrði vatnið tært í sumar:

"Sé rétt að hornsílin séu nú horfin úr Mývatni (stofninn hruninn eins og sagt er) þá er vatnið að færast yfir á stig 4 hér að ofan og verða tært næsta sumar. Sjáum hvað setur."

Vatnið er nú komið á stig 1 í atburðarásinni sem ég lýsti fyrr í vor og gaf skýringar á.

1. Vatnið er tært að vori, mikið af krabbaflóm í vatninu, mikið mý, nóg fæða fyrir silung sem þrífst vel, engin hornsíli.

2. 1-2 árum síðar, hornsílum fjölgar, krabbaflóm fækkar og vatnið fer að gruggast, dregur úr vexti silunga.

3. Vatnið grænt, fullt af hornsílum, krabbinn horfinn, silungur horaður. Allt fiskafóður upp étið og það endar með því að hornsílin yfirgefa vatnið. Ég hef séð þau synda úr vatninu niður Laxá í milljónatali.

4. Aftur á byrjunarreit, hornsílin farin, krabbaflær komnar aftur og vatnið tært. Þessi hringrás endurtekur sig á 5-7 árum.

Í sumar, þegar vatnið var tært lék mér hugur á að vita um ástand krabbaflónna, en skv. ofansögðu átti að vera mikið af þeim. Sendi ég ítrekað fyrirspurnir um það til Árna Einarssona forstöðumanns RAMÝ en hann forðaðist að svara öðru en að það ætti að eftir að telja úr sýnunum.

Þó ég segði honum að ekki þyrfti að telja til að sjá hvort mikið, lítið eða ekkert væri af krabbbaflóm, það sæist við sýnatöku, svarað hann ekki. Lítill áhugi þar á bæ til samvinnu eða skoðana annara.

En iðinn var hann við að telja blábakteríur í útrennsli vatnsins og í lok ágúst birtust nær daglega upplýsingar um fjölda þeirra, eins og beðið væri í ofvæni eftir blómanum. Í gær rættist úr og þetta stóð á feisbókarsíðu RAMÝ: "Blábakteríublóminn í Mývatni þýtur upp og vatnið orðið brúnlitað". Greinilega ánægður með að ræst hefði úr.

Í vor setti ég einnig fram tillögu um hvað mætti gera til að koma í veg fyrir þörungablómann en þeim hefur í engu verið svarað.

Um miðjan júni sá ég svo ástæðu til að spyrja hvort rannsóknastöðin væri komin í afneitun.

Og enn má spyrja: Fá menn endalaust leyfi til að vera í rugli og afneitun á kostnað skattborgara?

----------

Ég stundaði rannsóknir í Mývatni í rúm 10 ár, sat lengi í sérfræðinganefnd um Mývatnsrannsóknir og var í stýrihópi um aðkomu erlendra sérfræðinga að Mývatnsmálum, svo ég þekki nokkuð vel til.


mbl.is Lífríki Mývatns tekur við sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gæti skýringin legið í því að þessar krabbaflær séu óvenju bráðþroska eins og þorskgangan sem Hafró fann eftir áramótin 1984-1985?

Árni Gunnarsson, 5.9.2016 kl. 20:52

2 Smámynd: Jón Kristjánsson

Krabbaflærnar eru hreinsunardeildin í vatninu, þær halda grænfóðrinu í skefjum. Þær eru reyndar mjög bráðþroska, fjölga sér hratt með meyfæðingu svipað og blaðlýs. Þær gegna lykilhlutverki og eru oft í svo miklu magni að safna má þeim í fötu. En ef mikið er af fiski eru þær snarlega étnar og kippt úr hreinsuninni. 

Jón Kristjánsson, 5.9.2016 kl. 22:19

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gæti skýringin ekki verið sú að fólk er alltaf að koma með allt mögulegt til þess að kría út pening úr ríkissjóði. Við vitum öll að náttúran skýrir sig sjálf fái hún tíma til þess.

Valdimar Samúelsson, 6.9.2016 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband