Ákvörðun aflaheimilda: Er verið að grínast?

Í Fréttablaði dagsins mátti lesa eftirfarandi:

Tillögum Hafrannsóknastofnunar um ráðlagðan heildarafla í öllum tegundum er fylgt í þaula eins og undanfarin ár. Þetta er ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar sjávarútvegsráðherra eftir samráð í ríkisstjórn.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Gunnar Bragi ítrekaði nauðsyn þess að stórauka fjármagn til hafrannsókna, þar sem ráðgjöf er að margra mati viss vonbrigði miðað við væntingar, eins og ráðherra tekur fram. Svara verði lykilspurningum um til dæmis hvers vegna nokkrir árgangar þorsksins eru að léttast, en kvótinn í þorski var aðeins aukinn um 5.000 tonn – í 244.000 tonn.

Er eitthvað verið að fíflast í okkur? Til hvers þurfum við sjávarútvegsráðherrra ef hann gerir ekki annað en að áframsenda tillögur Hafró athugasemdalaust?

Og í þokkabót vill hann auka fjárframlög til stofnunarinnar sem hefur einokun á rannsóknum og reyndar túlkun fyrirliggjandi gagna, svo þeir, með frekari rannsóknum, megi svara lykilspurningum um hvers vegna þorskur sé að léttast, horast.

Þeirri spurningu er einfalt að svara og alveg ókeypis: Það vantar mat!

Hvers vegna skyldi það vera? Jú, það hefur verið dregið úr sókn um nærri helming frá því sem hún var í áratugi þegar voru tekinn 400 þús. tonn úr þorskstofninum. Hrygningarstofninn hefir þrefaldast frá árinu 2000 og þó hann hafi sig allan við við að éta upp yngri árganga vantar þá enn fóður. Þetta er heldur ekki gratís því þarna er verið að láta eiga sig að veiða um 200 þús þorsktonn. Árlega er verið er að kasta á glæ öllum aflaverðmætum núverandi þorskafla!

Við þetta er að bæta að í nýjustu skýrslu Hafró hafa töflur um þyngd eftir aldri verið felldar niður og er í skýrslunni vísað í ICES pappír sem ekki finnst á netinu. Nýjasta skýrslan frá þeim er frá í fyrra. Því er ekki hægt að finna hvaða árgangar hafa verið að horast og þá hve mikið.

Erða nú!

 

VeiðihlutfallHér er mynd sem sýnir hvernig sóknin í þorskstofninn hefur minnkað, hlutfallið sem tekið er úr stofninum, svarta línan, hefur minnkað um helming. Það þýðir, með sama áframhaldi, að stofnstærðin verður að tvöfaldast ef við eigum að komast í 450 þús. tonn. Það gerist aldrei. Með óbreyttri nýtingarstefnu hjökkum við þarna og reyndar er stór hætta á að stofninn geti "hrunið".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

 Gaman að heyra að einhver andmælir. Ráðherrann var fljótur að fá auknar fjárveitingar til utanríkisráðuneytisins, um tugi prósenta. Á sama tíma og gengið hækkaði verulega. Hann virðist vera að endurtaka leikinn án viðhlítandi raka í nýju ráðuneyti. 

Umhverfisráðherra aftur á móti var jákvæð á önnur viðhorf þegar málefnaleg gagnrýni var viðhöfð um lífríki Mývatns og náttúrulegar sveiflur.

Gagnlaus fjáraustur leysir því miður ekki mál. Talsverð verðbólga fylgir "sterkari" krónu og útflutningsgreinar eins og sjávarútvegurinn tekur á sig hækkunina. Nú þegar pundið veikist verða enn meiri afföll. Íslenska krónan er fífluð, halli vöruskipta eykst annað árið í röð.

Sigurður Antonsson, 27.6.2016 kl. 18:29

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heilar þakkir fyrir þessa færslu, þessa upplýsingu, nafni!

Íslenzka þjóðin er rík að eiga þig að, þína þekkingu og ráðgjöf, en er óheppin með þennan ráðherra og að þurfa að dröslast með þessa Hafrannsóknastofnun áratugum saman, þá sem er harðlega gagnrýnd af viti bornu fólki eins og þér og Kristni Páturssyni og einnig höfundi bókarinnar Fiskleysisguðinn (Nýja bókafélagið, Rvík 2001, 192 bls.) sem ég var að skoða í gær og ekki í 1. sinn, en höf. hennar var snillingurinn Ásgeir Jakobsson.

Haltu áfram að reyna að vekja þjóðina upp af svefni! smile

Jón Valur Jensson, 27.6.2016 kl. 22:54

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Það gat aldrei endað öðruvísi, en að við værum sammála um eithvert mál JVJ:)

Jónas Ómar Snorrason, 28.6.2016 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband