Stöðvun úthafsrækjuveiða er hryðjuverk

Veiðar á úthafsrækju voru stöðvaðar 1. júlí sl. Ástæðan var sögð sú að afli fiskveiðiársins væri komin fram úr ráðgjöf Hafró.

Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi. Störf 150 manna á eru sett í uppnám, því einnig stendur til að breyta fyrirkomulagi veiðanna og kvótasetja þær aftur. Ekki er víst að þeir sem nú stunda veiðarnar fái veiðiheimildir, verði veiðarnar kvótasettar. Þar með er nýuppbyggður markaður væntanlega úr sögunni.

DrawTableVeiðar á úthafsrækju hafa verið frjálsar frá 2010 og ekki verið gefið út neitt aflamark. Nú bregður svo við að ráðuneytið vill takmarka heildaraflann, eftir á, og mæta ráðgjöf Hafró en hún var 5000 tonn fiskveiðiárið 2012/13. Aflinn var að nálgast 6500 tonn svo þeim fannst þeir þurfa að grípa inn í til þess að rækjuna! Skítt með mannskapinn.

Þetta er vægast sagt einkennilegt því alveg frá árinu 2000 hefur aflinn verið miklu minni en ráðgjöf Hafró, að undanskildu árinu 2011, þá skreið hann rétt yfir mörkin, - í frjálsri sókn. Þessi vanveiði, ef kalla hana má svo, er svo hastarleg að menn ættu að eiga eitthvað inni ef eitthvað væri að marka þessa ráðgjöf.

Frá árinu 2005 hefur veiðiráðgjöfin hljóðað upp á samtals 57 þús. tonn en aðeins voru veidd 33 þús. tonn eins og sjá má af töflunni hér að ofan. "Inneignin" er því um 24 þús tonn. Þessi svokallaða veiðistjórnun er náttúrulega tóm steypa; væri hugmyndafræðin um að veiðarnar stjórnuðu stofnstærð rétt, ætti ekki að þurfa að stöðva veiðarnar til að "vernda" stofninn.

Misræmi í aflabrögðum og ráðgjöf

CPU-IndexEinn mælikvarði sem notaður er á stofnstærð er afli á togtíma, kg/klst. Aflinn hjá veiðiskipum er nú 135 kg/klst, sá sami og hann var árin 2001 og 2002, en þá hljóðaði ráðgjöfin upp á 25-35 þús. tonn.

Stofnvísitala Hafró hefur hins vegar minnkað um helming frá 2002 og ráðgjöfin hefur verið minnkuð enn meira eða í 5000 tonn, 5-7 falt. Hvernig gengur þetta upp?

Af ofansögðu er ljóst að "stjórn" veiðanna hefur ekki valdið neinu nema tjóni, töpuðum afla og atvinnumissi. Veiðarnar stjórna ekki stofnstærð. Aðrir þættir vega þar miklu þyngra, enda segir Hafró í síðustu skýrslu sinni:

"Niðurstöður SMR árið 2012 benda til að stofninn fari minnkandi, afrán þorsks er frekar mikið og nýliðun virðist vera léleg eins og verið hefur undanfarin ár. Aukið magn grálúðu á svæðinu hefur einnig leitt til enn frekara afráns á rækju."

Rækjan er étin upp af þorski, grálúðu og öðrum fisktegundum. Samt er vitleysunni haldið áfram.

Að öllu samanlögðu þá virðist sem tilgangur lokunar nú og væntanlegra breytinga á veiðifyrirkomulagi sé einhver allt annar en umhyggja fyrir rækjustofninum. Þá á bara að segja það í stað þess að skýla sér á bak við ímyndaða dýravernd. 

Meira um stjórn rækjuveiða hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Stöðvun rækjuveiðanna nú, er ekkert annað hrein og klár sönnun þess, að Hafró veit minna en ekki neitt um rækjustofninn, auk þess sem hin svokallaða "uppbygging" allra fiskistofna samkvæmt þeirra ráðgjöf, hefur liðið algert skipbrot. Vonandi sér nýsettur sjávarútvegsráðherra í gegnum þessa endemis dellu og heimilar áframhaldandi rækjuveiðar, auk þess að auka enn frekar við veiðar úr öðrum stofnum, sem virðast braggat mun betur en öll reiknilíkön Hafró benda til. Hvað ætli þurfi t.a.m. mörg hundruð þúsund tonn af síld að drepast uppi í fjörum landsins til viðbótar, áður en leyft verður að veiða hana í mun meira magni en nú er gert, til dæmis? Reiknilíkan Hafró er greinilega snargalið og úr öllum tengslum við meira að segja sjálft sig.

Halldór Egill Guðnason, 15.7.2013 kl. 21:58

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir sannleiksgreinina, Jón. Rækja verður ekki geymd í sjónum. Allir vita að bannið 1. júlí breytir engu, nema því að rugla vertíðinni upp og gera veturinn erfiðan fyrir rækjuverskmiðjurnar, sem myndu ella safna frosinni rækju á meðan fyrir veturinn.

Steingrímur J. henti þessari handsprengju inn í kerfið á síðasta degi. Verst að ekki tókst að losna við stjórnina með vantrausts- tillögunni í vor.

Ívar Pálsson, 16.7.2013 kl. 00:14

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki vísindalegra en annað hjá þessari stofnun sem virðist hafa það helst að markmiði að fimbulfamba sem mest og telur það vera sitt stærsta hlutverk að banna.

Árangurinn eftir því.

Drjúgar tekjur sem Ríkisútvarpið nær til sín fyrir auglýsingarnar sem dynja á hlustendum alla daga um bannsvæði handfærabátanna. Hvaða handfærasjómönnum ætli dytti í hug að eyða dögum í að moka upp smáfiski?

Skyldi maður aldrei ætla að venjast þessu skelfilega ástandi?

Árni Gunnarsson, 16.7.2013 kl. 07:57

4 Smámynd: Jón Kristjánsson

Árni

Það er vertíð hjá Fiskistofu, stofnun sem mætti loka, við að mæla afla handfærabáta og eru nú komnar yfir 100 lokanir. Yfirleitt er 40-70 aflans "smáfiskur" þ.e. undir 55 cm. Þessi hluti aflans lendir að sjálfsögðu hjá Hafró sem tekjur og þess vegna vilja þeir ekki hætta þessu. Einnig er þetta tekjuspursmál fyrir starfsmenn, þeir eru á bakvakt allt árið nætur,daga og helgidaga. 

Þessar lokanir sýn að grunnmiðin eru full af smáum fiski, sem oft er gamall og kemur svo ekki fram sem stærri fiskur seinna.

Jón Kristjánsson, 16.7.2013 kl. 12:31

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Dýrastur er skaðinn sem þetta fólk veldur og hann er margþættur.

Árni Gunnarsson, 16.7.2013 kl. 17:52

6 identicon

Sæll Jón.

Takk fyrir áhugaverða grein. Frá 2005 til 2010 er veiðin langt undir þeim mörkum sem voru sett af Hafró. Var það vegna lítillar sóknar eða þess að þetta magn af rækju var hvergi að fá. Nú þegar veiðist yfir mörkum er það vegna stóraukinnar sóknar eða er einfaldlega mjög mikið af auðveiddri rækju á miðunum. Fróðlegt væri að fá álit þitt á þessu.Tölurnar eru svo sláandi. 2005 til 2006 afli aðeins 800 af 10000 tonnum. 2012 til 2013 afli 6500 af 5000 tonnum.

Bestu kveðjur

Rögnvaldur

Rögnvaldur Ingólfsson (IP-tala skráð) 17.7.2013 kl. 18:29

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Rækjan var lítið veidd árin 2005 til 2010 af því að það borgaði sig ekki eins vel og að stunda aðrar veiðar. Þetta var að lang- mestu leyti efnahagslegt dæmi.

Ívar Pálsson, 17.7.2013 kl. 23:00

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að það vefjist ekki fyrir neinum Ívar enda snýst þessi ábending ekki um það. Það sem MÉR finnst ekki ganga upp er sú reikningsaðferð sem hér er beitt við stjórnun veiða á rækjunni.

Fiskifræðingar Hafró eru búnir að telja sjálfum sér trú um að geymdir nytjastofnar myndi sjóð sem hægt verði að leita í seinna!!! þegar þörfin krefur- svona ámóta og þegar vörum er skutlað inn í skemmur á lyftara og sóttar aftur. Og fiskifræðingar Háfró eru búnir að fá heimska og huglausa ráðherra til að trúa þessu ásamt stórum hópi þjóðarinnar og nú er okkur sagt að þetta sé viðtekinn sannleikur "úti í hinum stóra heimi".

Með vísan til þessa er undarlegt að stöðva þessar veiðar þegar "inneignin" ætti að nema tugum þúsunda tonna.

Í dag verða stöðvaðar strandveiðar á þorski á norðvestursvæðinu ef marka má mínar fréttir. Þarna eru einyrkjar á trillum að bylta inn 10-15 kg. þorski inni á fjörðunum. Engum heilvita manni sem stundað hefur færafiskirí kemur til hugar að handfæri skipti þorskstofn einhverju máli. En svona mokfiskirí gæti skipt viðkomandi sjómenn og sveitarfélög verulegu máli og orðið þarft innlegg í rekstur þjóðarbúsins.

Við höfum bara ekki efni á því Ívar að miða nýtingu virkustu og verðmætustu auðlindar þjóðarinnar við hagsmuni banka og örfárra fjölskyldna sem þurfa að halda uppi leigu-og söluverði á aflaheimildum. Þér er óhætt að trúa því að þetta er annað hvort vítaverð heimska eða þjóðarglæpur; efnahagslegt hryðjuverk.

Við erum ekki að RÆKTA upp þorskstofninn þegar við veiðum til muna minna en við gerðum FYRIR 30 ára vísindalega stjórnun til að tryggja aukinn "jafnstöðuafla" - hugtak sem við þekkrum ekki í meira en þúsund ár.

Árni Gunnarsson, 18.7.2013 kl. 10:00

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Árni, ég er sammála hverju orði þínu hér, svo að það sé á hreinu! Leyfa ætti meiri veiði á þorski, sérstaklega á rækjuslóðum. Svo segir Hafró að afrán sandsílis sé aðallega af makríl og hvölum, þannig að þar þarf að taka af líka.

Ívar Pálsson, 19.7.2013 kl. 12:17

10 Smámynd: Jón Kristjánsson

Röggi

Þessi aflaminnkun varð vegna þess að að það var of dýrt að veiða rækju. Hún er mjög olíufrek, skipin eru að toga með fullu afli 20 tíma á sólarhring. Þegar kostnaður fer yfir tekjur, hætta menn að veiða. það er þetta sem gerir rækjuveiðar "sjálfbærar", eins mikið delluorð eins og það er. Veiðar verða óarðbærar löngu áður en stofninn kemst í hættu. --  Hvað þarf að segja þetta oft? 

Jón Kristjánsson, 19.7.2013 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband