Hræðslan við ofveiðina - 2. Línuveiðar

Baráttan við ofveiðidrauginn heldur áfram, nú með umfjöllun um línuveiðar. Þær eru kvótabundnar eins og flestar veiðar við landið. Veiðunum er stjórnað til að forðast ofveiði.

Handfæra- og línuveiðar eru valkvæðar þ.e. fiskurinn er ekki eltur eða smalað saman, hann ræður því hvort hann bítur á krókana. Hann bítur á sjálfviljugur, og heldur væntanlega að þarna sé um mat að ræða.

Rannsóknir í Færeyjum hafa sýnt að þegar nóg er af mat (vöxtur góður) þá veiðist verr á línu. Ef minna er um fæðu leykst línuafli. Þetta ætti að vera auðskiljanlegt.

Þegar línuveiðar fækka fiski, þá verður væntanlega meira að éta fyrir þá sem eftir eru, þeir hafa minni hvöt til að sækja í beituna og veiðast því verr. Segja má að sókn línunnar í stofninn sé sjálfstýrð af stofnþéttleika og fæðuframboði. Ef afli á línu minnkaði drægi sjálfkrafa úr sókn vegna aukins kostnaðar.

En er línan svo öflugt veiðarfæri að fiskistofnum stafi hætta af henni?

Hér er kvikmynd þar sem fylgst er með hegðun þorsks við línukrókana. Ef myndin lýsir nokkurn veginn raunveruleikanum þá er línan eiginlega hálfónýtt veiðarfæri. Hún virðist vera eins konar fóðurstöð fyrir horfisk sem er aðframkominn af hungri.
P1190018a skorin

Ljósmyndin sýnir magainnihald þorsks sem veiddur var á línu út af Grundarfirði fyrir nokkrum árum. Þar má sjá fjölbreyttan matseðil, sem búinn er til í landi og er serveraður á línukrókum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Jón Kristjánsson.

Er þetta ekki bara spurning um að leyfa ótakmarkaðar línuveiðar á þessum smátrillum.

Hérna er um að vistvænar veiðar.

Hugsaðu um hvað hafið er stór lífmassi m.v. nokkrar veiðilínur sem lagðar eru út frá íslandi.

Hugsaðu svo um alla dagana sem ekki er veitt vegna veðurs/hvíldardagar.

Öll hafsvæðin sem aldrei er farið á vegna fjarlægðar/dýptar.

Jón Þórhallsson, 27.2.2013 kl. 19:42

2 Smámynd: Jón Kristjánsson

Sæll nafni

Auðvitað er ég að benda á fáránleikann. Venjulegar veiðar skemma ekki fiskstofna. Hvort þær séu "vistvænar" eða ekki finnst mér óþarfa nýtísku slagorð, sem virðist vera einhver gæðastimpill til að tákna eitthvað heilbrigt og gott. Eins og allt annað sé slæmt. Það ætti ekki bara að gefa önglaveiðar frjálsar heldur aðrar veiðar einnig, með takmörkunum ef þurfa þykir.

Ofveiðitalið er einungis aðferð til að viðhalda kvótakerfinu; þar þarf að skapa skort í nafni fiskverndunar. Ég tel fiskimið okkar stórlega vannýtt og fiskveiðar þurfi að vera mest frjálsar. Fari afli að tregast má meta friðurnarþörfina upp á nýtt 

Jón Kristjánsson, 27.2.2013 kl. 20:34

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Hættum að kaupa "falsaðar kjötvörur" og kaupum bara ferskan fisk í fiskbúðinni og eftir 1/2 dag er allur fiskur uppurinn og þá förum við með alla króka og línubáta á sjó og stoppum ekki nema í brælu kosningum. Enginn verður tekinn þegar við förum af stað í sumar þar sem Forsetinn verður á einum bátnum.

Eyjólfur Jónsson, 27.2.2013 kl. 23:16

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Enn einn frábær pistill um mesta hagsmunamál Íslendinga. Fólk verður að skilja að það er spurning um hag allra landsmanna að afnema hér kvótkerfið og þau miklu höft sem beitt er til að halda verði á kvóta uppi.

Skipta verður yfir í frelsi til sóknar á miðin og dreifa lönduðum fiski á markaði til að allir sem nenna og kunna geti komið að veiðum og vinnslu. Engin þjóð hefur efni á að vanrækja auðlindir sínar í áratugi og láta vanvita eyðileggja rekstrarumhverfi í kringum verðmætasköpunina.

Ólafur Örn Jónsson, 28.2.2013 kl. 02:47

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stórmerkilegt myndband, nafni, og fallegt lífið neðansjávar.

Þakka þér fyrir að koma þessu á framfæri.

Jón Valur Jensson, 1.3.2013 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband