25.2.2012 | 20:42
Viðurkenning erlendis frá: Settur á topp 100 lista í sjávarútvegsmálum
Blaðamenn fréttaveitunnar IntraFish Media, sem gefur út fjölmörg blöð og tímarit á sjávarútvegssviði, völdu nýlega 100 áhrifamestu einstaklinga heimsins í sjávarútvegi. - Ég verð að játa að ég hrökk aðeins við þegar ég sá að ég var á listanum, í sæti nr. 98.
Skýringin var: Einn af mjög fáum vísindamönnum sem gagnrýnt hefur ríkjandi stefnu Íslendinga við stjórn fiskveiða og hefur skoðanir, sem hafa kveikt mikla umræðu.
Greinilegt er að erlendir blaðamenn fylgjast betur með gagnrýnni umræðu í fiskifræði en kollegar þeirra hér heima. Ég hef oft verið í viðtölum í þeirra pressu frá árinu 2003, skrifað greinar og flutt fyrirlestra í mörgum löndum um meinbugi á ríkjandi skoðunum í fiskifræði og reynsluna af kvótakerfi Íslendinga s.l. 27 ár.
Hér á landi ríkir algjör þöggun málefnalegalegrar gagnrýni um stjórn fiskveiða, bæði hinn fræðilega grundvöll, hvort yfirleitt sé unnt að byggja upp fiskstofna með því að draga úr veiðum, og hvort stjórnun á afla einstakra tegunda sé haghvæm, þar sem fiskurinn virðist ekki vita hvort viðkomandi veiðarfæri megi veiða hann. Lendi hann í veiðarfæri þeirra sem ekki hafi kvóta, er honum hent aftur í sjóinn þar sem aðrir sjávarbúar éta hræið.
Fjölmiðlar hér tala aldrei orðið við gagnrýnendur, en Hafró og valdhafarnir fá að skrúfa frá sínum krönum án nokkurra gagnrýninna spurninga.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 28.2.2012 kl. 13:30 | Facebook
Athugasemdir
Þú hefðir átt að vera í fyrsta sæti Jón, miðað við hvernig þú lest rétt í alla fiskifræðina. Gott að einhver í heiminum viðurkennir þína réttu kynningu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.2.2012 kl. 23:16
Til lukku með þetta,það er hneysa ef þú ert ekki kallaður til,þegar og ef þeir breyta ehv.í sjávarútvegsmálum. þá rætist það fornkveðna ; "Enginn er spámaður í sínu heimalandi".
Helga Kristjánsdóttir, 25.2.2012 kl. 23:29
Til hamingju með þetta, Jón. Þú átt þetta sannarlega skilið. Takk fyrir baráttuna.
Kristinn Snævar Jónsson, 26.2.2012 kl. 00:21
Upphefðin kemur alltaf utanfrá Jón. En hvernig er hægt að rjúfa þessa óskiljanlegu þöggun hér um fiskifræðileg rök þeirrar sjávarútvegsstefnu sem fylgt er af nánast öllum sem einhverju ráða? Ert þú eini sjálfstætt starfandi fiskifræðingurinn sem getur gagnrýnt ruglið án þess að vera hótað atvinnumissi ?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.2.2012 kl. 00:48
Til hamingju Jón. Þú ert ein af hetjum Nýja Íslands. Gott til þess að vita að til séu menn hér á landi sem ekki gefast upp þótt á móti blási.
Þórhannes Axelsson (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 01:08
Frábært Jón - það er löngu kominn tími til að fá þig til meiri áhrifa hér heima og vonandi taka fjölmiðlar hér duglega undir með þér.........
Eyþór Örn Óskarsson, 26.2.2012 kl. 03:26
Til hamingju Jón. Þú átt þetta svo sannarlega skilið.
Ágúst H Bjarnason, 26.2.2012 kl. 08:56
Til Hamingju Jón þetta er flott þú átt það sannarlega skilið? Sástu nokkuð Nafn Ragnars Árnasonar?
Ólafur Örn Jónsson, 26.2.2012 kl. 09:54
Innilegar hamingjuóskir þú átt þetta skilið
Magnús Ágústsson, 26.2.2012 kl. 10:07
Til hamingju með þessa upphefð Jón og þú átt hana fyllilega skilið. Það er synd að íslenskir ráðamenn nýti sér ekki sýn þína á líf undirdjúpanna, það væri margt betur komið ef þeir hefðu hlustað á þig eins og færeyingar gerðu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2012 kl. 13:09
Ég þakka ykkur öllum fyrir jákvæð innlegg og hamingjuóskir. Ætli maður haldi ekki áfram að róa upp í strauminn.
Jón Kristjánsson, 26.2.2012 kl. 15:01
Jú endilega Jón það skilar sér að lokum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2012 kl. 15:18
Til hamingju Jón.
Hefði viljað sjá þig ofar á þessum lista.
Kveðja
Guðmundur H Bjarnason (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 16:09
Til hamingju með þetta.
en ætli það sem helst hrjái þá sem gagnrýna hafró er að þeir eru ekki að berjast við hafró. þeir eru alltaf að berjast við útgerðarmenn ekki stofnanna kallanna í hafró. þannig taka menn í raun réttan slag á kolröngum stað við þá sem ættu að vera þeirra bandamenn.
á meðan menn berjast gegn veiðikerfinu sem útgerðinar fiska eftir en ekki eftir vísindunum og bjúrókrötum, þá neyðir það útgerðina til að taka stöðu með Hafró þó menn þar á vilji kannski taka undir með margt af því sem gagnrýnendur segja um vísindaráðgjöfina.
Fannar frá Rifi, 26.2.2012 kl. 17:36
Til hamingju ágæti vinur og vopnabróðir!
Megum við ekki eiga von á að þetta verði forsíðufrétt á Mogganum og aðalefni Fiskifrétta?
Árni Gunnarsson, 26.2.2012 kl. 17:38
Hafró er undir hælnum á L.Í.Ú Fannar. Rétt eins og L.Í.Ú. hefur sjálfstæðisflokkinn í sinni greip. Og nú er auglýsingaþvargið byrjað aftur. Sátt um sjávarútvegsmálin. Sátt hverra? Jú að hafa hagsmunasamtökin í huga við gerð sjávarútvegssstefnunnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2012 kl. 18:24
Fannar
Ég gagnýni stefnu Hafró á fiskifræðilegum grundvelli. Þeir svara samt ekki fyrir sig, og komast upp með það.
Það, sem mér finnst mest aðfinnsluvert er algjör þöggun fjölmiðla á umræðuna um fiskifræðina, sem vekur upp spurninguna um hver stjórni fjölmiðlunum.
Jón Kristjánsson, 26.2.2012 kl. 19:12
Ef sjálfstæðisflokkurinn væri undir LÍÚ þá hefði Línuívilnun aldrei verið samþykkt eða endalausar tilfærslur á aflaheimildum frá aflamarkskerfinu yfir í það sem síðar varð krókaaflamarkskerfið.
Ef Hafró væri undir hæl LÍÚ þá hefði aldrei orðið niðurskurður 2007 um 30% sem gerði það að verkum að markir markaðir sem við(íslendingar) höfðum selt fisk á í yfir í 100 ár.
það er gaman af samsæriskenningum en þær eru bara það. samsæriskenningar sem engin raunveruleg stoð er undir.
ég hef gagnrýnt hafró og aðferðirnar mikið en lendi alltaf á þeim vegg sem margir hérna hafa byggt. menn munu ekki taka á neinum öðrum vandamálum á meðan það er herjað á þá. á meðan er Hafró stikkfrí því þið ráðist á útgerðarmenn og kennið þeim um fiskifræðina beint og óbeint í umræðunni.
Fannar frá Rifi, 27.2.2012 kl. 00:17
margir ekki markir átti þetta að vera. afsakið innsláttar villuna.
Fannar frá Rifi, 27.2.2012 kl. 00:17
Stundum þarf að gefa eftir til að halda því sem meira er. Meiri hagsmuni fyrir minni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2012 kl. 11:39
og hvort er það sem meiri hagsmunirnir liggja?
að breyta kerfinu þar sem við veiðum undir 200.000 tonnum af þorski, í staðin fyrir að hvert skip hafi hámarks veiði í tonnum, þá fær það hámarks daga til að veiða úr sama pottinum með öllum öðrum af 200þ tonnum og minna?
eða að breyta fiskifræðinni og veiða yfir 200.000 tonn?
Fannar frá Rifi, 27.2.2012 kl. 22:16
Það er afar lítið að marka útgangspunktinn sem Hafró fer eftir. Það sýndi sig best þegar átti að þvinga þetta kerfi okkar upp á Færeyinga. Fyrrum sjávarútvegsráðherra þeirra staðhæfði og sýndi með rökum að þeir væru gjaldþrota í dag ef þeir hefðu fylgt því kerfi, enda voru þeir fljótir að henda því.
Og þegar sjórinn er svo fullur af þorski að það er næstum hægt að labba á honum eins og sjómenn tala um, þá þarf að veiða meira. Það er nefnilega ekki hægt að geyma fiskinn í sjónum, hann fer á endanum að éta sjálfan sig þegar æti fer að skorta. En nei stórútgerðarmenn vilja sitja einir að súpunni og vilja þess vegna banna aukningu á kvótanum. Því þá missa þeir spón úr sínum aski. Og svo þetta fáránlega mýta að þeir einir geti nýtt kvótann, og af þeir fái ekki að veiða leggist sjávarútvegurinn af.
Það mun alltaf veiðast fiskur í sjónum meðan við hleypum ekki ESB inn í landhelgina, en það getur verið að aðrir séu betur til þess fallnir að láta fyrirtæki ganga en þeir sem hugsa eingöngu um peninga og gróða. En það er samt enginn að tala um að útgerðarmenn fái ekki að veiða. Þeir þurfa einfaldlega að leigja kvóta af ríkinu, og veiða það sem þeir hafa á leigu. Ekkert framsal og engin kvótaleiga útgerðarinnar. Það er það eina rétta í þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2012 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.