21.8.2010 | 11:19
Sægreifarnir skipta kökunni
Skv. þessari frétt er ekki verið að endurskoða fiskveiðistjórnarkerfið eins og sagt var að væri markmiðið. Breyta þessu ömurlega kerfi, sem engu hefur skilað nema aflaminnkun og byggðaröskun. Nei ekki er snert við kerfinu sjálfu. Einungis er verið að stela kökunni og reyna að fela það fyrir almenningi. Taka upp nýtt kerfi, nei ekki aldeilis. Ég skrifaði eftirfarandi pistil sl. vetur og reyndist heldur betur sannspár:
"Til stendur að endurskoða kvótakerfið og nú verjast sægreifar eins og þeir geta til að missa ekki aflaheimildir. Svo virðist sem stjórnvöld hafi ekki kjark til að gera róttækar breytingar af hræðslu við Greifana. Mér sýnist ekki hægt að breyta kerfinu á löngum tíma, innköllun á 20 árum, í samvinnu við "hagsmunaaðila". Þeir vilja ekki breyta neinu og hagsmunaðilinn, Þjóðin, fær ekki að vera með".
Hér er grein um kosti og galla aflamarkskerfis annars vegar og sóknarkerfis hins vegar.
"Til stendur að endurskoða kvótakerfið og nú verjast sægreifar eins og þeir geta til að missa ekki aflaheimildir. Svo virðist sem stjórnvöld hafi ekki kjark til að gera róttækar breytingar af hræðslu við Greifana. Mér sýnist ekki hægt að breyta kerfinu á löngum tíma, innköllun á 20 árum, í samvinnu við "hagsmunaaðila". Þeir vilja ekki breyta neinu og hagsmunaðilinn, Þjóðin, fær ekki að vera með".
Hér er grein um kosti og galla aflamarkskerfis annars vegar og sóknarkerfis hins vegar.
Samningar betri en fyrningarleiðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
..að öðru efni.. ég fékk mér 1 kg af nýveiddri rækju á Akerbrygga í dag :) 90 kall borgaði ég fyrir góðgætið.. 48 stk í kg :)
Óskar Þorkelsson, 21.8.2010 kl. 14:49
Ég er löngu hættur að búast við nokkurri breytingu nema þá á orðalagi. Það var þannig valið í þessa nefnd að ekki var til þess ætlast að LÍÚ þyrfti neinu að skila.
Björn Valur var aukamaðurinn fyrir hönd sægreifanna og kannski einhverjir fleiri.
Ráðherrann er búinn að sannfæra mig um að hann trúi hverju orði sem Hafró segir og auk þess held ég að hann fái martraðir af tilhugsuninni um hungursdauða allra fjölskyldna sægreifanna ef við sjálftöku þeirra verði hróflað.
LÍÚ hafði neitunarvald í samninganefndinni sem átti að finna leiðina til málamiðlunar.
Nú hækkar í kosningasjóðum Vg og S.
Árni Gunnarsson, 21.8.2010 kl. 17:14
Óskar
Þetta er frábært, en 48 í kíló er ótrúlegt, eins og stærstu Grænlandsrækjur.
Gott að sitja á kajanum í góðu veðri og drekka einn Ringnes með, eða þannig.
-----------
Árni
Fer þetta virkilega í gegn hljóðalaust?
Jón Kristjánsson, 21.8.2010 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.