Endurskoða aflaregluna??

Fram kemur að ráðherra ætli að: 

„setja á laggirnar samráðsvettvang um nýtingarstefnuna sem í eigi sæti m.a. fulltrúar stjórnvalda, atvinnugreinarinnar og fiskifræðinga.  Fyrsta verkefni samráðsvettvangsins verður að fara yfir aflaregluna í þorski og meta hvort ástæða er til að leggja til breytingu á henni með tilliti til breyttra aðstæðna og sterkari  stöðu stofnsins. Verði lögð til breyting mun verða haft samráð við Alþjóða hafrannsóknaráðið, m.a. með tilliti til sjálfbærni veiðanna“.

 

Aflareglan stangast á við alla líffræði: Ekki er hægt að ákveða fyrirfram hvað má taka úr dýrastofni. Auk þess er ekki sama hvernig er veitt, á að taka 20% af smáfiski, öllum fiski eða stórfiski. Allt fer þetta fram í tölvunum sem örugglega taka ekki með í reikninginn makrílgegndina sem nú er, flökkufiskur sem étur fiskafæðu og seiði og hverfur svo á braut með ránsfenginn eins og víkingarnir".

Svo þetta með sjálfbærni. Hvað er það? Veiða ekki neitt?

Þetta er versta hugtak sem fundið hefur verið upp og þjónar eingöngu málflutningi Græningja.Varðandi þess aflareglu: Það er barnalegt að miða nýtingu, aflahlutfall, við einhver prósent af stofni, sem er örugglega kolvitlaust mældur, stórlega vanmetinn. En ráðherrann vill nú breyta prósentinu, sem nefndir eru búnar að ákveða tvisvar, fyrst 22% svo 18% !  Enn skal reikna sig áfram. 

Hvaða fiskifræðingar skyldu nú fá að vera með? Ekki ég, ekki aðrir sjálfstæðir fiskifræðingar sem eru allir sammála um að aflareglan, fasta prósentan af vitlausu stofnmati, sé della. Ég bíð spenntur að „til mín verði leitað“, eða þannig. 


mbl.is 160 þúsund tonn af þorski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Ég bíð spenntur að „til mín verði leiðtað“, eða þannig."

Sæll Jón.  Það kemur ekki annað til greina en að þú verðir sá fyrsti sem leitað verður til... og þá vildi ég helst af öllu fá að koma með þér.. 

Atli Hermannsson., 18.7.2010 kl. 02:21

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í hinu nýja Íslandi átt þú að fá þinn réttmæta sess og áhrif, nafni minn.

Þetta er bara spurning um tíma ...

Ég þakka þér baráttu þína og fræðslustarf og ætla að vísa í þessa grein þína í aths. við minn eigin glænýja pistil, sem fjallaði í þetta sinn um fáránlega meðvirkni formanns Sjómannasambandsins með þeim, sem boða þessa "aflareglu" sem heilög fræði, sjá hér: Sævar Gunnarsson, formann Sjómannasambandsins, brestur hug og kjark til að standa með sjómönnum!

Jón Valur Jensson, 18.7.2010 kl. 02:35

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Það er glæpur gagnvart Íslensku þjóðinni, að nýta fiskimiðin þannig að þau

gefa þjóðinni bara lítið brot af þeim afla sem þau annars gætu gefið okkur.

Aðalsteinn Agnarsson, 18.7.2010 kl. 11:17

4 Smámynd: Jón Kristjánsson

Rétt Aðalsteinn

En því er Hafróliðið ekki sett í steininn? Menn bugta sig bara og beygja fyrir þeim. 

Jón Kristjánsson, 18.7.2010 kl. 18:28

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það má færa rök fyrir því að Hafrannsóknarstofnun hafi valdið þessari þjóð skaða sem aldrei verður bættur. En það mun þurfa þjóðarbyltingu og mannvíg að losna við þessa ógæfu.

Árni Gunnarsson, 20.7.2010 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband