Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Ofríki fiskveiðistjórnar, mistök og einstefna byggð á líffræðilegri vanþekkingu

Sífellt fleiri verða til að gagnrýna stjórnkerfi fiskveiða á faglegum nótum. Bæði er um að ræða stjónkerfið, kvótana, og eftirlitskerfið, sem því fylgir, svo og hinar vísindalegu forsendur sem liggja að baki. enough.jpg

Nýlega (9. og 16. janúar) birtist í Fishing News, einu virtasta vikublaði heims um fiskveiðimál, harðorð grein eftir vísindamann (sjálfstæðan) frá Ástralíu, Walter nokkurn Starck. Þar er verið að gagnrýna það sama og hér, stærðfræðilega fiskifræði sem hefur reynst afleit undirstaða stjórnunar og er þegar allt kemur til alls eitt allsherjar "flopp" að mati margra. Greinin er á ensku en ég vona samt að margir geti haft af henni gagn: .. http://www.fiski.com/starck.html


EB og fiskveiðar

Ég fékk póst frá fyrrverandi blaðamanni IntraFish í Bretlandi sem varar
okkur Íslendinga eindregið við Evrópubandalaginu:pa210010.jpg


I've been worried to hear all the news here about Iceland wanting to join the EU. I can't imagine a worse decision - it's totally destroyed OUR fishing industry, and all the good things that SHOULD come out of EU membership (I approve of a lot of the specific environmental & species protection regulations) are not enforced anyway. A total disaster. Our power industry here is under threat because there are large-scale strikes at many oil refiniries & power stations - all triggered by the fact that the owners (yes, we've even sold off our infrastructure) are hiring foreign workers. Under EU law, that's perfectly legal, you leave the local people unemployed & import workers from Portugal. I tell you, the last thing Iceland needs is the EU!

Fiona Cameron

Lítið hefur verið talað um kostnað við að vera í EB, en sjá má kostnað Breta, sem er 56 milljarðar punda á ári, nettó,eða 107 þúsund pund á mínútuí fréttabréfi skoska fiskimanna, á bls. 14. Einnig má þarna lesa um tilraunir Skota til að fá að stjórna sínum fiskveiðum sjálfir.


Sjálfsstyrkingarfundur á Hafró

Mér barst skeyti frá Hafró um fund sem haldinn verður á morgun, föstudag. Það á ekki að gefast upp við reikniformúlurnar, en merkilegast þykir mér að stofnstærðir séu ákveðnar á fundum, 13 ár fram í tímann. Hversu lengi þarf þjóðin að borga svona dellu - sem einungis leiðir til aflatakmarkana og fólksflótta?

p1280014_copy.jpgMálstofa Hafrannsóknastofnunarinnar
Föstudaginn 30. janúar nk. kl. 12.30 flytur Höskuldur Björnsson erindið: Fiskveiðistjórnun. Erindið verður flutt í fundarsal á fyrstu hæð að Skúlagötu 4. Verið velkomin.

 

Útdráttur úr erindi:
Stjórnun fiskveiða hefur verið mikið hitamál á Íslandi í langan tíma. Þarf í raun að fara aftur til áranna þegar verið var að reka Bretana út úr fiskveiðilögsögunni til að finna einhvern sáttatón milli manna. 
Fiskveiðistjórnun er blanda af fiskifræði, hagfræði, stjórnmálum og félagsvísindum. Fiskifræðin gengur út á að meta þróun fiskistofna og aflabrögð en hagfræðin kostnað við veiðarnar og tekjur af þeim. Stjórnmálalega hliðin er síðan að ákveða þau markmið sem skal stefnt að. Stjórnvöld hafa þó ekki algert frelsi í því sambandi því lágmarkskröfur eru settar í alþjóðasamningum. Það gildir sérstaklega varðandi lágmarksstofnstærð sem ber að forðast með miklum líkum. Á Jóhannesarborgarráðstefnunni árið 2002 var gengið nokkuð lengra en þar var samþykkt að árið 2015 skildi stofnstærð vera nálægt þeirri stærð sem gefur hámarksafrakstur. 
Erindið verður um fiskveiðistjórnun í nokkuð víðum skilningi og verður fjallað um eftirfarandi atriði.

Stjórntæki í fiskveiðum.
Þekktustu dæmi eru sóknarstýring, aflamark, friðun svæða og takmarkað veiðitímabil

Markmið með fiskveiðistjórnum.
Mikilvægt er að menn setji sér einhver markmið og finni síðan leiðir til að ná settu marki með beitingu stjórntækjanna. Ekki er alltaf auðvelt að meta hvort markmið hafi náðst eða hvort það var yfir höfuð hægt að ná þeim. 

Aflareglur og prófun þeirra.

Aflareglur eru aðferðir þar sem leyfðar veiðar á næsta ári eða árum eru reiknaðar út frá mælingum á ástandi stofna, veiðum fyrri ára og etv. fleiri þáttum. Aflareglur eru prófaðar með hermilíkönum og metnar með tilliti til þess hve vel sett markmið virðast nást en einnig hve miklar líkur eru á að fiskistofnar fari niður fyrir fyrirframskilgreind viðmiðunarmörk

Fjölstofnaáhrif og blandaðar veiðar.
Aflareglur hafa til þessa oftast verið þróaðar fyrir hverja tegund fyrir sig. Með því móti er oft verið að sleppa vandamálum tengd blönduðum veiðum, fjölstofnaáhrifum og miklum breytingum í útbreiðslu tegunda. Mörg af þessum vandamálum er erfitt að sjá fyrir en í dag er aukin krafa um að menn sýni viðleitni í þessa átt.

 Kerfisbundnar skekkjur.
Eitt af stærstu vandamálum í sambandi við aflareglur hefur verið kerfisbundin skekkja, bæði í stofnmati og að afli er að meðaltali umfram aflamark. Auðvelt er að taka tillit til kerfisbundinnar skekkju ef hún er þekkt með því að lækka veiðihlutfall sem því nemur. Árangur í fiskveiðistjórnun leiðir hins vegar yfirleitt til mikils þrýsting á að auka veiði enda verða aflabrögð betri en elstu menn muna.


Leikrit í gangi?

Það var merkilegt að þegar Einar G. mannaði sig upp í að auka kvótann þá hjólaði Jói hvalur í hann. Getur verið að Einar hafi ekki haft samráð við forstjóra Hafró áður en að hann tók ákvörðun? Mér þykir ólíklegt að hann hafi ekki gert það og þá hlýtut Jói að hafa lagst gegn því, eða hvað? Er eitthvert leikrit í gangi? Svona eitthvert "sagði ég ekki" dæmi. 

Sjávarútvegurinn og ESB

Ég fékk fundarboð í dag frá Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, en þar er ég félagi:  
 
   SJÁVARÚTVEGURINN OG ESB
   Fundur í Þjóðminjasafninu n.k. sunnudag kl 15 - 17
  
> Ræðumenn:
> Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra
> Peter Örebech, þjóðréttarfræðingur við Háskólann í Tromsö
> Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ
> Guðbergur Rúnarsson, verkfræðingur hjá Samtökum fiskvinnslustöðva

Mér fannst samsetning ræðumanna athyglisverð og svaraði fundarboðinu strax:
 
En gaman!
 
Ég er óænægður með að hafa ekki verið beðinn um að flytja framsögu á
þessm fundi. Ég er óháður vísindamaður og hef unnið fyrir
sjómannasamtök í Skotlandi og á Írlandi og þekki hvernig þetta kerfi
virkar og eftir hvaða vísindum því er í raun stjórnað. Þá er ég
sennilega eini fiskifræðingurinn sem hef haldið erindi fyrir
Fiskveiðinefnd bandalagsins: http://www.fiski.com/meira/meira109.html
 
Er maður alls staðar á svörtum lista?
 
Gangi ykkur vel,
kveðja, Jón
 


Bjartsýniskast?

pc100037_copy_747454.jpgÞetta er einkennileg frétt því Brussel var búin að boða. 25% niðurskurð , en það má lengi vera bjartsýnn. Vísindamenn þjóðanna ráða engu í Brussel og á hverju ári, vikuna fyrir jól, fara ráðherrar Bretlands og Írlands á hnjánum til Brussel til að reyna að hafa þar áhrif á úthlutunina en fá engu ráðið, koma alltaf eins og barðir hundar til baka með niðurskurð og niðurrif skipa í farteskinu. Um 70% breska flotans hefur horfið á sl.7 árum og Írar eru líka að rífa skip á fullu. Nánar um þetta hér að neðan: "Brussel vill fiskinn okkar." 

mbl.is Vænta aukins þorskkvóta í Norðursjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömul ofveiði!

Fiskverð fer nú lækkandi í heiminum vegna heimskreppunnar, í Bretlandi þegar um 20%. Það mun líklega falla áfram og setja okkur í mikinn vanda. Góð veiði hefur verið í Færeyjum en um daginn voru 200 tonn af góðum þorski og ýsu óseld á gólfinu á fiskmarkaðinum á Tóftum-  http://nordlysid.fo/main.cfm?article=12556 - Ástæðan er sögð að kaupendur treysta sér ekki til að kaupa vegna minnkandi kaupmáttar í viðskiptalöndunum.

kreppa_750750.gifAfli íslendinga féll í kreppunni upp úr 1930, ekki vegna ofveiði eins og sumir hafa haldið fram, til að renna stoðum undir að þorskurinn hafi fengið svo mikinn frið í stríðinu, heldur vegna þess að ekki var hægt að selja fiskinn, fyrst og fremst saltfisk, það voru engir kaupendur sem gátu borgað. Erum við að stefna í það sama nú?
Nú þurfum við nauðsynlega að auka veiðar þrátt fyrir, - eða vegna, fallandi verðs. Nauðsynlegt er að draga alla sótrafta á sjó til að afla okkur gjaldeyris, m.ö.o. gefa veiðar landróðraflotans frjálsar. En gamla klíkan heldur dauðahaldi í kvótakerfið, vill reyndar hækka aflamarkið, - handa sér. 
En meðan Hafró segir að ekki megi auka þorskveiðar vegna (meintrar) ofveiðihættu eru fiskveiði- og kvótamál frosin föst.

1981 var þorskaflinn 468 þús tonn en féll í 300 þús tonn 1983. Þá var kvótakerfið sett á vegna "ofveiði" og afli takmarkaður til að byggja upp stofninn svo veiða mætti meira seinna. Það geriðst ekki, niðurskurður varð allt til 1995 en þá fylltist Hafró bjartsýni, þarna væri árangurinn að skila sér og þeir hækkuðu veiðitillögurnar! - Það hefðu þeir ekki gert ef þeir hefðu haldið að stofninn væri þá ofveiddur.

radgj.gifAflatillögur hækkuðu áfram og aflinn jókst til 1999. Þá hrundi allt og ofveiði var kennt um - þrátt fyrir að farið hefði verið nákvæmlega eftir ráðgjöfinni. "Gömul" ofveiði og fyrra ofmat voru sökudólgarnir. En spyrja má - hvers vegna var lagt til að auka veiðar 1995 og síðar, ef um ofveiði hafði verið að ræða í áratugi, eins og síðar var sagt?

Stofninn þoldi miklu veiðina í gamla daga, ekki var ofveiði þá og því ÖRUGLEGA ekki núna þegar veiddur er aðeins þriðjungur aflans sem tekinn var áður fyrr, - þegar enginn var ofveiðin? Margir óháðir sérfræðingar - sem þora að tala án þess að stofna atvinnu sinni í hættu, eru á því að stofninn sé vanveiddur og þeir hafa rökstutt það faglega í mörg ár án þess að stjórnvöld hafi athugað málið og fremur kosið að trúa blint á Hafró. Er ekki góð hugmynd að setja á fót "nefnd" sem rannsakar þessar gagnstæðu fullyrðingar háðra og óháðra fiskfræðinga?


Brussel vill fiskinn okkar

pc100037_copy_747454.jpgÁfram halda þeir að ljúga því að okkur að við getum fengið undanþágur frá hinni sameiginlegi fiskveiðistefnu, CFP, sem stendur fyrir "Common Fisheries Policy". Hún er og verður sameiginleg og allir verða að fara eftir henni en reynt að lokka menn inn með svikum og gjarnan talað um aðlögunatímabil og að hægt verði að "finna lausnir" eins og þessi Rehn segir. Hann segir að umbætur verði gerðar á fiskveiðistefnunni á næstu árum. Breytingin felst í frekari niðurskurði á kvóta og flotum til þess að sporna á móti hinni meintu ofveiði á þorski. Þegar hefur verið boðaður 25% niðurskurður 2009. Þeir segjast munu horfa til reynslu Íslendinga við fiskveiðistjórnun! Verði þeim af því.
Sjómenn við strendur Evrópu eru að stríða við sama vandamál og sjómenn hér heima - þeir geta hvergi veitt fyrir þorski, sem ekki er kvóti fyrir.
Mér finnst að Össurar þessa lands ættu að fara að kynna sér þessi mál og hætta að plata okkur.

pc100035_copy.jpg
mbl.is Ísland gæti keppt um að verða 28. ríki ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gera snillingarnir nú?

Ef rollur drepast af pest er allt skorið niður, líka á bæjunum í kring. Ef sama gerist í sjónum er hægt að ljúga endalaust að okkur því það sést ekki hvað er á seiði.
Nú þarf að gefa veiðarnar frjálsar til að draga úr frekari sýkingu og "bjarga" síldinni áður en hún drepst af sjálfu sér. Síldarstofninn er sýktur af óværu sem löngu er þekkt, breiðist út með rauðátu og hefur valdið dauða í síldarstofnum annars staðar. Viðbrögðin nú voru að loka svæðum þar sem eitthvað veiddist af smásíld s.s. í Stakksfirði undan Keflavík. Sníkjudýr breiðast hraðar út þeim mun meiri sem þéttleiki fiskanna er og ef þeir eru undir álagi. Þetta er algengt í fiskedisstöðvumm þar er ráðið að rýmka um stofninn. Þeir þarna á Hafró virðast ekki gera sér ljót að viðbrögðin ættu að vera að veiða meira af síld og gefa veiðarnar frjálsar, a.m.k. í bili.

Fyrir nokkrum árum gerði Hafró mikil mistök: Þegar hörpudiskur fór að drepast í Breiðafirði stöðvuðu þeir veiðarnar til að reyna að bjarga stofninum og ollu þannig gífurlegum erfiðleikum á norðanverðu Snæfellsnesi. Ekki vissu þeir hvað olli dauða skeljanna, en töldusamt vísast að fara þessa leið. 
Við gagnrýnendur töldum að auka ætti veiðarnar til að " óþekkta fárið" breiddist ekki út. Þó ungskeljarnar dræpust í minna mæli kveikti Hafró ekki á perunni. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna, nú í vor, að það uppgötvaðist á Keldum að þarna væri sníkjudýr á ferðinni, sem staðfesti að réttast hefði verið að auka veiðarnar á sínum tíma! Og nýleg stofnmæling Hafró leiddi í ljós - að ástandið var hvað best á svæðum sem mest hafði verið veitt á!
Er nú hægt að vaða meiri reyk?


mbl.is 60-70% síldarinnar sýkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík vitleysa

Það eru alltaf snjíkjudýr í fiski alls staðar en það er ekki víst að þeir beri einkennin utan á sér og því þarf að gá að þeim og þá finnst nú ýmislegt. Ef fiskurnn verður fyrir álagi eða stressi blossa einkennin oft upp. Gísli virðist vita lítið um það að innri Faxaflói, Kollafjörður og Hvalfjörður eru fullir af hægvaxta smáýsu. Skýringin með að hún sé að sækja í ferskvatnið er dásamleg. - Ekki hef ég séð ýsuna á ferð í ferskvatnslaginu ofan á brimseltunni og því síður í Elliðaánum. Kannski maður ætti... 
mbl.is Ýsa greindist með sömu sýki og síld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband