Nú telja vísindamenn að N-A Atlantshaf sé alvarlega vanveitt.-"Bitte nú" sagði amma mín!

Hópur alþjóðlegra fiskifræðinga er nú að athuga hvort fiskstofnar á N. Atlanshafi séu nú alvarlega vanveiddir. Dr. Henrik Sparholt, sem var í áhrifastöðu innan ICES í mörg ár, kynnti nýlega rannsóknarverkefni sem miðar að því að skilja þessa þróun betur í ráðgjafanefnd um Norðursjó. Það er meiri skilningur á því hvernig vistkerfin starfa og hvernig sú nýja þekking er farin að síast inn í fiskveiðiráðgjöfina, sem hafa valdið þessari nýju nálgun. Ekkert af þessu skipti máli á meðan stofnarnir voru ofveiddir, en aðstæður hafa breyst mikið s.l. áratug.

Ég get nú ekki alveg fallist á þessa skýringu því ég benti á það árið 2003 að Norðursjórinn væri stórlega vanveiddur, en hið almenna álit var þá að hann væri ofveiddur. Ég fór þá til Skotlands til að kynna mér ofveiðina af eigin raun. Hér er viðtal við mig í Fishing News frá þessum tíma.

FN2013

"Við höfum lengi vitað að samspil og samkeppni tegunda sé mikilvægt og að ekki hafi verið tekið tillit til hennar í stjórn fiskveiða", segir Barrie Deas formaður NFFO sjómannasamtakanna.

"Þegar veiðiálag var hátt skipti það ekki máli en þetta verkefni nú bendir til þess að það þurfi að hefjast handa sem fyrst og að jafnframt sé þetta spurning að vera ekki að tapa fiski sem gæti skapað tekjur og mat handa fólki.

Aftur verð ég að gera athugasemd: Ég kynntist Barrie Deas 2003 og hef oft hitt hann síðan og haldið fyrir hann fyrirlestra. Þau samskipti voru öll á þeim nótum að ég taldi Norðursjóinn vanveiddan, engin væri ofveiðin, að halda slíku fram væri skilningsskortur í fiskalíffræði. En ekki vildi hann trúa mér og studdi ekki mínar skoðanir. Svo má einnig segja um fleiri frammámenn í samtökum sjómanna. Þeir voru, eins og kollegar þeirra hér, meira hallir undir fjármálaöfl, stóra kvótaeigendur og að vera í fínni stöðu hafa góð laun og aka um á fínum bílum.

Vísindamenn og sjávarútvegurinn eru þegar farnir að skoða hvernig uppbygging þorskstofnsins í Norðursjó hefur áhrif á verðmæta krabbastofna, humar og rækju sem hafa verið í góðu standi á meðan botnfiskstofnarnir voru þurrausnir af ofveiði.

Hér geri ég einnig athugasemd: Stofnarnir voru ekki ofveiddir heldur vanveiddir. Ýsa og þorskur uxu ekki vegna vanveiði og hungurástand ríkti á miðunum. Við þessu var brugðist með samdrætti í veiðum. Það leiddi til þess, að mínu mati, að fiskar sem lögðust á bræður sína fengu vernd, stofn þeirra stækkaði og grisjaði smáfiskinn. Meira varð um stórvaxinn fisk, sem var frekur til fóðursins svo smáfiski fækkaði. Þá, loksins þá virðast fræðingarnir hafa vaknað og farið að sjá ljósið.

Fróðlegt verður að fylgjast með framvindunni. Verður farið eftir þessu eða reynir vísindamafían enn að slá þetta niður og kæfa umræðuna?


Eru tréhestarnir í Sjávarútvegsráðuneytinu landkrabbar eða bara grjótkrabbar ?

Fyrir stuttu birtust þær fréttir að grjótkrabbi sem er nýbúi vari búinn að dreifa sér um allt vestanvert landið allt austur í Eyjafjörð. Sagt var að hann gæti verið öðrum tegundum mikill skaðvaldur, án þess að tekið væri fram hverjar þær væru. Tegundin ætti sér fá náttúrulega óvini hér við land og fjölgaði þess vegna mjög hratt. Á aðeins áratug hefur krabbinn farið frá Hvalfirði og breiðst út í Breiðafirði og hefur veiðst á Vestfjörðum, í Húnaflóa, Skagafirði og í Eyjafirði. Ef áfram heldur sem horfir mun grjótkrabbinn nema allt norðausturhornið og austanvert landið á næstu árum.

Vísindamenn eru búnir að fá vinnu

Sindri Gíslason, forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands, sér um rannsóknir á útbreiðslu grjótkrabbans. Hann segir þetta framandi lífveru í vistkerfi okkar og því sé fylgst náið með framvindunni.Grjótkrabbi

„Grjótkrabbinn er alæta og ræðst á allt sem að kjafti kemur. Á meðan hann er mjög lítill er hann étinn af botnfiski og öðrum dýrum en þegar hann er kominn yfir vissa stærð hefur ekkert dýr hér við strendur roð við honum,“ bætir Sindri við að lokum.

En hvað með sjómenn, sem eru þeir einu sem geta veitt þessum hættulega krabba viðspyrnu og haft af því góðar tekjur? Þá vandast nú aldeilis málið:

Allar veiðar á kröbbum í gildrur í fiskveiðilandhelgi Íslands eru óheimilar. Ráðuneytinu er þó heimilt að veita tímabundin leyfi til tilraunaveiða á kröbbum samkvæmt 13. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands með síðari breytingum (úr reglugerð nr. 611/ 2007)

Nýlega auglýsti Fiskistofa eftir umsóknum um 3 leyfi til veiða á kröbbum í Faxaflóa fiskveiðiárin 2017/2018, 2018/2019, 2019/2020 sbr. reglugerð nr. 1070/2015, um veiðar á kröbbum í innanverðum Faxaflóa. En það er vandlifað og hér eru smá glefsur úr reglugerðinni:

Aðeins þeir bátar, sem leyfi hafa til veiða í atvinnuskyni eiga kost á leyfi til krabbaveiða í gildrur. Heimilt er að binda útgáfu leyfa til veiða ákveðnum skilyrðum, m.a. skýrsluskilum um veiðarnar, hámarksstærð báta, stærð og gerð veiðarfæris, veiðitímabil o.s.frv.

Leyfi til veiða eru bundin við svæði innan línu sem dregin er milli Straumsvíkur og Skógarness (sem er við ósa Haffjarðarár. Línan liggur nálægt landi og þar með er nær allur flóinn friðaður, J.K. )

Óheimilt er að hafa önnur veiðarfæri um borð en gildrur meðan á krabbaveiðum stendur eða meðan gildrur eru lagðar eða þeirra vitjað.

Ekki er heimilt að koma með að landi karlkyns trjónukrabba sem eru undir 60 mm skjaldarbreidd, karlkyns grjótkrabba undir 100 mm skjaldarbreidd eða karlkyns gaddakrabba undir 90 mm skjaldarbreidd. Ekki er heimilt að koma með að landi lifandi kvenkynskrabba af öllum tegundum.

Það er greinilega komið fram af mikilli kurteisi við þessa tegund þar sem sleppa skal öllum kvendýrum svo tegundin hafi meiri möguleika á að fjölga sér. Eru menn alveg stein(grjót)runnir?

Þessi tegund er mjög verðmæt vara og gæti gefið sjómönnum og fleirum miklar tekjur. Er þar að auki, að sögn, mjög ágeng og þarf viðspyrnu við. Í hvers þágu er svona ofstjórnunar vitleysa? Því eru krabbaveiðar ekki gefnar alveg frjálsar?


Breskir sjómenn undirbúa sóknarstjórn í fiskveiðum eftir Brexit

Breskir sjómenn í samtökum sem kalla sig "Fishing for leave" eru að vinna í að móta nýja fiskveiðistefnu eftir Brexit. Hún byggist á sóknarkerfi sem á að koma í veg fyrir brottkast og að ekki þurfi að hætta að veiða vegna tegunda sem þeir hafa ekki kvóta fyrir.

Haldi kvótakerfi sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB áfram eftir úrsögn verður sjómönnum og fiskiþorpum kastað fyrir úlfana. Kvótaleiga eins og nú tíðkast er ekkert annað en að menn séu að borga fyrir að fá að vinna.

Fbrexit

Stjórnvöld eru ekki að móta neina fiskveiðistefnu eftir Brexit og sjómenn ætla vera á undan

Sjá nánar í skránni hér að neðan:


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband