5.8.2009 | 21:38
Evrópusambandið, arftaki Þriðja ríkisins
Ég fékk um daginn bréf frá skipstjóra í Fleetwood, en íslenskir togarar lönduðu þar þorski í stríðinu. Hann biður fyrir kveðjur til Íslendinga, óskar okkur alls hins besta og hvetur okkur til að hafna inngöngu í Evrópusambandið sem hann segir glæpafélag.
Hann segir í eftirmála:
"Breskir stjórnmálamenn geta verið meðlimir í þýska DVD njósnanetinu, eins og Edward Heath var, til þess að halda Bretlandi í Evrópusambandinu, arftaka Þriðja ríkisins."
"Öllum stjórnmálaforingum í nýju rikjunum sem eru að sækja um inngöngu er mútað með milljónum evra vistuðum í erlendum bönkum. Eru forsætisráðherrar Íra og Íslendinga sekir um mútuþægni?
Good Icelandic friends! Greetings from Fleetwood! 22/7/2009
As a retired Fishing Skipper-Owner for 35 years (& 10 years before in U.K. Merchant Fleet). I never sailed to lceland, but have always known that you are a very intelligent race of people ! Which is why I am writing to you now, to beg you Not to vote to join the E.U. Your M.P.s have narrowly voted Yes to join.
Enclosed herein are two articles from the SUN Newspaper which exposes the lies, corruption & fraud endemic in Brussels/EU. Every new Political Leader of the new entrants to the E.U. was bribed with Millions of Euros, put in an off-shore bank account secretly in their name ( with the same amount given to his/ her state on joining !).
The E.U. accounts have not been audited for over 14 years now because there is so much vast fraud, that they cannot calculate the real amount, the Italian Mafia seems to be running the show, & with an ex-Nazi Pope in the Vatican, the aim is clear:
To create a Holy Roman Empire, out of the remains of the old German 3rd Reich. The E.U.was founded by ex-Nazis & French Vichy Fascists. The only asset, Iceland has, is its Fishing Stocks,& how long do you think they will last when 28 other EU. nations are allowed to fish them ?
Brussels may try to fool you with "derogations" for say 10 years, but make no mistake. Your Fish, is not all they want, except full & complete control of your lives, from cradle to the grave.
Committing fiscal & national suicide, is what you will be doing, if you submit to these Gangsters your 1000 year-old Althingi parliament will just be a collection of puppets, just like the London Parliament is now.
Brussels makes 80% of our Laws, where our M.P‘s have no choice, to represent the ordinary British Folk! Your Parliament becomes a satellite regime to the E.U. just as Poland was to the U.S.S.R. pre-1989, I know, cos I bought fishing trawlers in Hel-Gdynia then.
You will also see a letter to P.A.N.A. in Ireland herein. They are having the same struggle for independence as you are. We are very proud of the way in which you manage your fisheries, also Norge & Faeroer, compared to the E.U. which makes Fishing Skippers throw 1000,s of good fish back over the side. This is sheer Lunacy, which proves that the Lunatics are running the MadHouse , asylum. We have now over one· million illegal immigrants & asylum-seekers who are bleeding our country dry of benefits, because the EU. has made Britain sign the "open-Borders Schengen Agreement" which allows the worlds criminals, drug-dealers, pimps & prostitutes into the U.K.! You will have to sign up to the same disaster, if you join.
Yours Frank Clarkson.
Hér er hin greinin sem hann vitnar til, úr SUN 14. júlí 2009:
SUN readers have a chance this week to say what they really think about the power-hungry European Union.
As the Brussels elite prepare to defy voters and turn the loathed EU Constitution into law, that opportunity could not be more timely.
Their arrogant abuse of power flies in the face of opposition from the citizens of France, Holland and Ireland who all voted NO in referendums. Contemptuously, the EU insists they got it-wrong and will now pass it on the nod. The Constitution will become law without us in Britain having a word to say about it - unless you vote Tory on Thursday.
Most people - especially' Sun readers - are furious about this stitch-up. Gordon Brown has only himself to blame. He and Tony Blair gave us a manifesto promise to hold a referendum - and blatantly broke that promise.
This is no small issue. Once the Constitution is legally binding, it will determine the way Britain, and every other member state, is governed on all major issues. Brussels rather than Parliament will dictate how we respond to economic, diplomatic and military threats. The EU will represent us on the world stage. We will have no legal right to speak for ourselves on the greatest issues of the day. Once this deal is done, we will come under relentless pressure to dump the Pound and join the Euro.
This is our last chance to halt the final march of unaccountable, undemocratic and corrupt EU bureaucrats and politicians. The Brussels gravy train makes Britain's greedy MP's look like amateurs. The difference is that we can kick ours out.
Many voters are tempted by the increasingly credible Libertas. But, tempting as their polices may be, Britain needs a voice in Brussels that really counts. David Cameron promises a Tory, government will hold a referendum, on the Constitution if it hasn't been, enacted by the next election. We want a referendum whatever stage this wretched treaty has reached. But realistically, the Tories are the only game in town. The sooner that election is called, the better. Thursday offers us a real chance to make sure we get one.
Our advice to Sun readers? If you want your vote to count in Europe, vote Tory.
2.7.2009 | 13:26
Góður þorsk- og ufsaafli í Færeyjum
Nýlega komu ráðleggingar frá færeysku Hafró um mikinn samdrátt sóknardaga í Færeyjum.
Nú er afli góður og Fiskidaganefndin, sem er skipuð aðilum frá útveginum, ráðlagði óbreytta sókn í ljósi góðs ástands fiskistofna, að þeirra mati. Blaðið Nordlýsið tók saman afkomu flotans pr. 1. júní:
Þorskafli smábáta hefur aukist um 45% fyrstu 9 mánuði þessa fiskveiðiárs miðað við í fyrra en aflaverðmætið minnkað um 5% vegna mikillar verðlækkunar (35%), úr 500 ísl. kr/kg, í 329 kr/kg.
Ýsuveiðin minnkaði um 16% og kílóverð féll um 30%
Hjá stærri dagróðrabátunum, sem flestir veiða á línu, hefur þorskaflinn aukist um 21% en aflaverðmæti dregist saman um 24%. Ýsuafli hefur minnkað um 39% og aflaverðmætið um 56%.
Afli tvílembingstogara, sem aðallega veiða ufsa hefur vaxið um 12% en aflaverðmæti aukist um 16%.
Verð á ufsa var í fyrra 118 íslenskar kr/kg en er nú að meðaltali 122 kr/kg, fyrstu 9 mánuðu fiskveiðiársins.
Ekki slæmt eftir tal um samdráttartillögur vegna meintrar ofveiði. Færeyingar eru ánægðir með sitt sóknarkerfi, en hér heima vill enginn svo mikið sem skoða það.
Vísindi og fræði | Breytt 15.12.2016 kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2009 | 20:47
Kríuskortur í Flatey
Í Fréttablaðinu í dag var skýrt frá fækkun kríu í Flatey. Rætt var við fuglafræðing sem sagði að það þyrfti að rannsaka málið.
Það er engin þörf á rannsóknum. Ástæða þessa alls er hungur vegna ofbeitar, sem stafar af rangri fiskveiðistjórn, samdrætti veiða til að byggja upp fiskstofna. Ég er búinn að fara víða og er með 30 ára reynslu í stjórnun veiða. Alls staðar er sama sagan, eins og segir í fréttinni, í öllu N- Atlantshafi eru fuglar að horast niður vegna skorts á æti.
Íslenskir fiskimenn hafa meiri skilning á þessu máli, því Hafsteinn Guðmundsson í Flatey sagði árið 2004 í viðtali við Brimfaxa, tímarit Landssambands smábátaeigenda, um fiskinn í Breiðafirði :
,,Hér áður fyrr þóttu mikil höpp þegar fiskigöngur komu inn í fjörðinn.
Nú má segja að það sé næst því versta sem getur komið fyrir. Hér er
fjörðurinn fullur upp að öllum nesjum. ... það er nánast það versta sem
komið getur fyrir því þorskurinn er búinn að klára allt æti. Sandsíli
hefur ekki komið frá botninum upp í yfirborðið siðastliðin sex ár, þar
sem það myndaði torfur sem fuglinn sótti í."
Þetta er gríðar mikilvægt mál og ein sterkustu rökin fyrir því að það ÞURFI að veiða
meira. - Ekki ónýtt í kreppunni.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2009 | 13:41
Havið kring Føroyar aftur tómt
Blaðamenn gera grín að færeyskum fiskifræðingum og vilja vitrænni veiðiráðgjöf
Ný veiðiráðgjöf var að líta dagsins ljós í Færeyjum. Hún er í hinum þekkta stíl, að draga úr eða hætta veiðum á þorski ufsa og ýsu, stofnarnir séu í "fokki". Það, sem er að fara illa með útgerðirnar núna er lágt fiskverð, m.a. vegna undirboða frá Íslandi í krafti gengismunar (les: gjaldeyrissvindls). Mér þykir við hæfi að hafa fréttina á færeysku:
Føroysk Tíðindir: Fiskifrøðingar boða aftur í ár frá fiskastopp eftir tosk og hýsu.
Hetta er ikki nýtt og er tað sera óheppið at fiskifrøðingar framhaldandi føra fram at stovnarnir eru mestum fekk. Hesar útsagnir eru fleiri ferðir gjørdar til skammar og var ongantíð so nógvur fiskur sum eftir kreppuna 1992-1993. Fiskfrøðingarnir søgdu seinasta ár at hýsan var rímiliga væl fyri men nú mæla teir til fiskastopp. Neyðugt er við burðardyggari fiskiveiðuráðgeving.
12. Jun 10:24, Óli M. Lassen
http://www.24timar.com/?module=Avis&page=news&do=show&id=113
Havstovan í Færeyjum
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2009 | 20:08
Kolamokstur á elda Greenpeace
Nýlega kom út grein eftir Einar Árnason o.fl. í Háskóla Íslands þar sem spáð var hruni þorsks við Ísland. - Ég sendi umsögn um greinina til Fishing News í London:
Another shovel of coal to Greenpeace's fire.
The authors find that so called Pan I alleles in Cod is highly correlated with depth. AA fish are shallow-water and BB deep-water adapted. AB fish are somewhat intermediate.
They maintain that the shallow water "type" is over fished and will eventually crash. Therefore, fishing intensity in shallow water should be reduced. They believe that fishing is the main source of mortality.
The conclusions drawn from a sparse material are plain stupid. It is increasingly common to create fear in order to draw attention to "scientific" bullshit.
This excerpt from the article describes the attitude of the authors to fisheries:
"Man the hunter has become a mechanized techno-beast, a highly efficient predator. In particular, commercial fisheries searching for fish with computerized fish-finders and airplanes and scooping up fish with several thousand-ton capacities with ships powered by several thousand horsepower engines are a case short-term conservation/management measures that also meet concerns about long-term evolutionary impact. Thus conservation of old, big fish is promoted as a combined short- and long-term conservation strategy. Evolutionary changes were implicated in the collapse and non-recovery of the northern cod of Newfoundland and in the near collapse of North Sea cod"
The old myth again. The Northern Cod was not over fished. The stock starved to death due to a shift to lower temperature, and very conservative fishing management at the same time. Low fishing pressure in a hunger situation accelerates the downwards process.
27.5.2009 | 07:49
Ofveiði sem stjórntæki
Ég var að koma frá því að hitta skoska og írska sjómenn á ráðstefnu í Skotlandi þar sem fjallað var um ástandið í greininni, ný útgefnar reglur EB og framtíðina.
Þungt hljóð var í mönnum, eina sem gerist er að boðaður er meiri niðurskurður, og ef ekki eru til gögn um ástand fiskstofna skal samt skera niður 10-25% árlega. Uppbygging þorsksins í Írska hafinu hófst fyrir 9 árum, með því að takmarka veiðar almenn og loka hrygningarstöðvum. Árangurinn er enn verri en enginn. Enn er sögð vera þarna ofveiði. Þegar ég fór þar út á togara 2003 voru 30-40 togarar, gamlir og um 200 tonn að stærð, að veiða þorsk, ýsu og lýsu, eða hvítfisk eins og þeir samnefna það. Nú eru 4 eftir og enn er ofveiði og þeim er gert að draga 25% úr veiðum í ár.
Stórþorskur úr Írska hafinu (the last cod).
Þessi meinta ofveiði stafar af því að rannsóknarskipið fær engan fisk, meðan önnur skip lifa á útgerð. Þeir eru með botntroll 2 m hátt, meðan aðrir veiða í flottroll sem nær 25 m upp frá botni. Enda þorskurinn m.a. að éta síld uppi í sjó. Rannsóknarskipið fær engan fisk eldri en 2 ára, það er sá smái sem er við botninn. Af því álykta þeir að búið sé að veiða allan eldri fisk. Þá vakti það fádæma furðu mína að rannsóknaskipið vann ekki á nóttinni og um helgar! Fyrsta kast var 7 að morgni og það síðasta kl 17, mennirnir urðu að komast í upp dekkað borð og svo heim um helgar. "Ofveiðin" mælist eingöngu af rannsóknarskipi, ekki er hlustað á sjómenn flotinn er kominn í 4 skip og mér er til efs að útgerð þarna endist lengur en í 2 ár eða svo.
Svipað er í Norðursjó, mjög fá skip eftir, nær bannað að veiða þorsk og honum nær öllum hent fyrir borð. Ekki er þar fisklaust, hann er eins og silungatjörn, fullur af smáfiski, 5-7 ára ýsa er þar 32-35 m löng og í gríðarlegu magni, mestu hent vegna smæðar.
Já ofveiðin lætur ekki að sér hæða. Enda er hún notuð sem stjórntæki bæði hér heima og erlendis. Litlu sjómennirnir og þorpin skulu deyja, sægreifarnir skulu njóta vafans.
![]() |
Einhuga um tilgang en ekki aðferðirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2009 | 12:59
Einföld leið út úr kvótakerfinu: Leggja það niður
Sent Fréttablaðinu 3. maí 2009, birt 18. maí sama ár.
Stjórn fiskveiða með því að ákveða fyrir fram hve mikið skuli veiða af hverri tegund, kvótakerfið, hefur ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast, þ.e. að auka afrakstur fiskstofna. Eftir aldar fjórðungs tilraun er þorskafli í sögulegu lágmarki og vöxtur fiskanna er lélegri en nokkru sinni fyrr. Menn greinir á um hvers vegna þetta sé, Hafrannsókn kennir um ofveiði, að ekki hafi verið farið hárfínt eftir ráðleggingum þeirra. Aðrir vilja meina að þær líffræðilegu forsendur sem lagðar voru til grundvallar hafi ekki staðist. Þegar dregið var úr veiðum dró úr vexti einstaklinganna. Næg fæða var ekki fyrir hendi til að standa undir stærri stofni.
Þegar úthlutað er afla til kvótahafa reyna þeir skiljanlega að fá út úr honum sem mest veðmæti. Þeir reyna að ná sem verðmestum fiski og sé ekki kvóti fyrir því sem veiðist fer það í sjóinn aftur.
Þar sem kvótakerfið hefur í sér innbyggðan hvata til sóunar, þá þarf að leggja það af. Einnig er vafasamt að úthluta afla ár fram í tímann, ómögulegt er að telja fiskinn í sjónum og ekki er unnt að sjá fyrir breytingar á fiskgegnd eða aflabrögðum þegar kvótar eru ákveðnir. Sóknarkerfi eins og notað er í Færeyjum nemur breytingarnar strax og er laust við brottkast.
Nú tala menn um að breyta þurfi kerfinu og bæta það en fyrning, innköllun á kvóta, uppboð eða hvað það nú heitir viðheldur kerfinu en kemur ekki í veg fyrir galla þess.
Það hefur vafist fyrir mönnum hvort unnt sé að innkalla aflaheimildir án þess að ríkið eigi yfir höfði sér skaðabótamál. Margir útgerðarmenn halda því fram að verði aflaheimildir af þeim teknar smám saman og boðnar upp fari fyrirtæki þeirra á hausinn. Þeir sem hafa tekið lán til kvótakaupa séu stórskuldugir og þurfi tekjur til að borga af lánunum.
Krafa er um að aflaheimildir verði boðnar út hæstbjóðendum til að fá tekjurnar af auðlindinni í ríkiskassann. Þá myndu menn bjóða hver í kapp annan svipað og við lóðauppboð á höfuðborgarsvæðinu, sem endaði með skelfingu. Innkoman fór beint í aukna eyðslu sveitarfélaganna til að kynda undir brjálæðinu.
Hafa verður í huga að kvótinn sem slíkur er einskis virði, verðmætin liggja í fiskinum sem kemur að landi og það mun skila sér til þjóðarinna eftir sínum leiðum. Kvótauppboð myndu aðeins auka rekstrarkostnað, sem kæmi fram í auknu fiskverði, erfiðari samkeppnisaðstöðu og taprekstri. Auk þess færi afgjaldið af kvótanum svipaða leið og bensíngjaldið, í ríkishítina.
Það er ekki flóknara að stíga út úr þessu kerfi en það var að fara inn í það. Það gæti t.d.hafist með eftirfarandi tilkynningu frá Sjávarútvegsráðherra:
Við endurskoðun gagna og endurmat á líffræðilegum forsendum þykir ekki þörf á að vernda þorsk og aðrar botnfisktegundir sérstaklega.
Eftirfarandi tegundir eru því teknar út úr kvóta: Þorskur, ýsa, ufsi, skarkoli, steinbítur, karfi, úthafsækja .... Skipum með gilt veiðileyfi er heimilt að stunda veiðar á þessum tegundum. Settar verða nánari reglur um umgengni til að koma í veg fyrir árekstra veiðarfæra og skipaflokka. Ákvörðun þessi gildir til eins árs í senn.
Með þessu er ekki verið að taka aflaheimildir frá neinum og því ekki um neina „bótaskyldu“ að ræða. Svona breytingar myndu þýða aflaukningu, nokkuð sem er gagnstætt friðunarstefnu Hafrannsóknar, en í ljósi ömurlegrar reynslu ættu stjórnmálamenn varla að þurfa mikinn kjark til að taka af þeim ráðin. Sýna má fram á með vísindalegum rökum að það er ekki einungis í stakasta lagi, heldur blátt áfram nauðsynlegt að auka veiðar til að bæta vaxtarskilyrði einstaklinganna og koma í veg fyrir sjálfát svo góðir árgangar verði ekki étnir upp áður en þeir geta tekið út vöxt. Einn slíkur er að sögn á leiðinni og myndi muna um að hann yrði að gjaldeyri en færi ekki á matseðilinn hjá horþorskinum.
Vísindi og fræði | Breytt 20.9.2018 kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2009 | 14:56
Draumalandið?
Ég hef lengi furðað mig á því hvers vegna Hafró og móðurstofnanir, ICES í Evrópu, NAFO og NOOA í Ameríku og fleiri s.k. "vísindastofnanir" leggja stöðugt til niðurskurð á aflaheimildum. Fyrst var komið á kvótakerfi með aflakvótum og eftir það var auðvelt að minnka veiðiheimildir með því að ráðleggja niðurskurð. Þetta var gert í nafni stofnuppbyggingar, auðvelt var að telja fólki trú um að með því að taka minna núna mætti taka meira seinna. Þetta seinna hefur hins vegar ekki orðið. Hin háu markmið breyttust fljótlega í að drepa niður fiskveiðarnar. En hvers vegna?
Ég hef fengist við fiskirannsóknir og veiðráðleggingu í 35 ár, og ég veit að þessar ráðleggingar eru rangar. Það er marg sannað að ef vöxtur er minnkandi gerir illt verra að draga úr veiðum, það þarf að auka þær. Minnumst þess að fyrir daga stjórnunar, en 1976 gátu þjóðirnar farið að stjórna veiðum eftir að landhelgin varð 200 sjómílur, voru engin fiskveiðivandamál: Ekkert stofnhrun, engin ofveiði eða rányrkja, sem við þekkjum svo vel í dag og orðið "vistvænn" var ekki til í málinu. Menn einfaldlega veiddu meðan eitthvað var að hafa, fóru þá annað og komu aftur þegar veiðin tók sig upp aftur. En þó þessa vísindastofnanir viti að stefna þeirra sé röng, reynslan hefur sýnt það, þá breyta þeir ekki um aðferðir, sem td. gætu falist í að veiða meira og beina sókn meira í smáfisk. Alls ekki, áfram með niðurskurðinn. Helst er að fyrir kosningar, að þeir bæti aðeins í af pólitískum ástæðum svo allt líti betur út. Davíð fann 30 þús. tonn á sínum tíma og EKG 30 þús. til viðbótar í fyrra.
Eftir að ég sá Draumalandið og viðtalið við Sigurð Gísla Pálmason rann ástæðan allt í einu upp fyrir mér:
Veiðisamdráttur er til þess gerður að plægja jarðveginn fyrir stóriðju auðhringanna. Kárahnjúkar handa aflalausum Austfirðingum, Vestfirðinga sviftir fiskinum fyrir olíuraffínerí, Suðurnesjamenn, sem fast sóttu sjóinn, þeir biðja um álver, gagnaver, virkjanir og allt það. Húsvíkingar, þeir heimta álver, fisklausir.
Tími er kominn til að svifta sérfræðingana völdum og fara að nýta fiskimiðin í þágu þjóðarinnar - aftur.
20.4.2009 | 12:46
Kvótar og Franskmenn
Finnst ykkur fréttamönnum ekkert merkilegt, og ástæða til að kanna nánar, að sjómenn segja að nóg sé af fiski, kvóti 6 mánaða klárist á 1 og hálfum, en vísindamenn segja nær alla stofna ofveidda og að draga þurfi úr veiðum? Segja sjómenn alltaf ósatt?
Hér heima segja sjómenn gnótt fiskjar vera á miðunum en Hafró segir þorskinn ofveiddan, þrátt fyrir að dreginn sé á land tæpur þriðjungur þess afla sem veiddur var á hverju ári í rúma hálfa öld.
Í Speglinum sagði: "Kvótar hafa minnkað verulega undanfarna þrjá áratugi vegna rányrkju. Franskur útgerðarmaður segir að nú megi veiða fimmtung þess sem mátti veiða árið 2002."
Hvernig kemur það heim og saman að enn sé ofveiði þrátt fyrir að farið hafi verið að ráðum vísindamanna og dregið úr veiðum um 80% m. v. 2002? Svona fréttir eru fluttar gagnrýnislaust, enginn segir: - Ha?
"Kvótar eru ófullkomið stjórntæki. Þeir miðast ekki við veiddan fisk heldur við landaðan fisk. Kvótar stöðva ekki brottkast. Í sumum tilvikum ýta þeir undir það", að sögn Spegilsins. En aflakvótar virðast virka hér heima og ekki má tala um að neinu sé hent!
Meira úr Speglinum: "En sérfræðingar segja að það sé ofveiði, það verði að minnka veiðar til þess að stofnar jafni sig, fiskveiðiflotinn sé allt of stór miðað við kvóta í boði. Það verði að afskrá skip og greiða sjómönnum og útgerðarmönnum bætur fyrir að hætta veiðum og snúa sér að öðru."
Flotinn er ekki nema svipur hjá sjón frá því sem hann var, Breski flotinn (Englendingar, Skotar, N-Írar) hefur minnkað um 70% frá 2001 og kvótarnir á stöðugri niðurleið. Vísindamenn segja ofveiði, meiri bátabrennur! Hvernig geta svona öfugmæli gengið upp. Fyrir hverja eru "vísindamenn" að vinna? Varla fyrir sjómenn og þá sem lifa af sjávarútvegi.
Í útrásarmálinu var sagt að fréttamenn hafi verið meðvirkir. Hvað með eyðingu sjávarútvegs undir vísindalegu eftirliti og hlutverk fréttamanna, eru þeir líka meðvirkir þar líka? Verður einhven tíma sagt um þessi vísindi, - "eftir á að hyggja"?
Til fróðleiks er hér rannsóknarskýrlsa mín úr Norðursjó 2003
Hér er meira um fisk og Norðursjó.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2009 | 17:37
Sterkan þorskstofn, hm?
Mikil ónákvæmni er í svona mælingum og aðferðin misklukkuð. Þessi "mæling" núna er langt undir þeim væntingunum, sem mælingin gaf í fyrra haust, þá var um 60% aukning í haustrallinu en aðeins 9% núna! Hvað varð um mismuninn?
Lítil von er að liðkað verði til með heimildir núna, enda Einar Kristinn búinn að taka 30 þús. tonn út á krít.
![]() |
Vísbendingar um sterkan þorskstofn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 15:22
Kosningatrikk?
Skyldi Steingrímur hafa fengið pata af síðasta ralli Hafró sem löngu er lokið, en ekkert hefur frést af? En gamanlaust, þetta er gríðargott hjá Steingrími því þó þetta virðist ekki stórt skref, þá er það þó mesta áfallið sem kvótakerfið hefur fengið, mér er nær að halda frá upphafi. Nú tryllast sægreifarnir, sannið þið til.
Þetta mun leiða í ljós að það er nægur fiskur á miðunum og vonandi verður skrefið stigið til fulls, frjálsar veiðar smábáta þar til reynslan sýnir hvort það sé hættulegt. Svo þarf að hætta smáfiskalokunum.
![]() |
Strandveiðar í stað byggðakvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2009 | 17:59
Smásíldardráp Norðmanna - ofveiðin sem drap síldarstofninn?
Þegar ég var við nám í Noregi 1965 -70 hlustaði ég alltaf á fiskifréttir í útvarpinu. Eins og hér heima áður fyrr, var sagt frá bátum sem komu til löndunar. Yfir vetrartímann voru alltaf fréttir af bátum sem lönduðu svo og svo mörg þúsund hektólítrum (100 kg) af "mossa". Mossa er smásíld, tæplega árs gömul og um 10 cm löng. Hún fór aðallega í bræðslu en var einnig soðin niður í dósir sem "sardínur".
Óhemju mikið var veitt af mossa með allri Noregsströndinni fyrri hluta síðustu aldar. Ársaflinn var tugir þúsunda tonna og 200 þúsund tonn þegar mest var, eða um 2 milljarðar sílda. Eftir 1914 voru reistar margar síldarbræðslur og um svipað leiti kom herpinótin til sögunnar. Þetta leiddi til mikillar aukningar í veiðum á smásíld, en áður en bræðslurnar komu hafði eftirspurn eftir smárri síld verið tiltölulega lítil.
Margir héldu því fram að svona miklar veiðar á smásíld væru ekki gæfulegar, betra væri að lofa henni að stækka og veiða hana seinna. Ef þessu yrði haldið áfram gæti það leitt til eyðingar síldarstofnsins.
Upphófst mikil barátta til þess að fá veiðarnar bannaðar. Ríkisstjórnin og faglegir ráðgjafar hennar stóðu frammi fyrir miklum vanda, því þá var ekki eins mikið um síldina vitað eins og síðar varð. Tveir til þrír milljarðar sílda virtist vera gífurlegt magn en spurningin var sú, hvort þessi afli væri verulegur hluti þess sem í sjónum var og hverjar líkurnar væru á að síldin veiddist þegar hún yrði stærri.
Það eru ekki einungis mennirnir sem veiða síld því hún á fjölmarga óvini í hafinu, fisk, fugl, hval og sel. Spurningin um "gegndarlausar veiðar á smásíld" var miklu flóknari en friðunarsinnar gerðu sér grein fyrir og það tók áratug að koma sér saman um skynsamlega lausn. Óþolinmæðin jókst eftir því em tíminn leið, en umræðan fór nokkuð róast þegar hægt var að sýna fram á að ekki gæti verið að eyðileggja neitt, því alltaf virtist vera nóg af síld til að hrygna og halda við stofninum. Magn smásíldar virtist vera botnlaust. Tjónið, sem friðun smásíldarinnar hefði leitt til var augljóst: Bræðslunar fengju ekki hráefni, sjómenn myndu missa af miklum afla og tekjum, en engin vissa var fyrir aflaaukningu seinna. Málið endaði með eins konar samkomulagi um að draga úr þessum veiðum, samkomulag sem í raun hafði engin áhrif. Í ljósi þeirrar þekkingar sem við nú höfum, skrifar Einar Lea í bók sinni um síldina 1958, má fullyrða að síldarstofnarnir þoli þetta álag sem "smásíldardrápið" er.
Seinni tíma fiskifræðingar íslenskir hafa hins vegar kennt þessari veiði um síldarhrunið 1967-8. Enn hafa menn samt ekki fundið ásættanlega skýringu á því hvers vegna síldin hvarf, en hentugt þykir að kenna offveiði um. Merkilegt hvað síldin hvarf skyndilega því hún þoldi "ofveiðina" um hálfrar aldar skeið.
Stofnstærð Íslandssíldar í 87 ár og spá um þróun stofnsins, rauða línan. Sveiflutíminn, toppur í topp, er 65 ár. Síldarstofninn í hámarki sem stendur, ef fer nú að minnka (Klyasthorin o.fl. 2009).
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2009 | 11:35
Allir að veiða - nema við
Allt dýraríkið er að veiða síld í höfnum landsins nema við mennirnir. Við erum að byggja upp stofninn með friðun, svo við getum veitt meira - seinna. Vonandi drepst hún ekki í höfninni, þá gæti farið illa.
![]() |
Síldin veður í höfninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.3.2009 | 22:23
Síldin í höfninni
Vegna síldarinnar í Vestmannaeyjahöfn, og reyndar fleiri síldarævintýra og sjúkdóma, er ekki úr vegi að segja frá síldardauða í Noregi snemma á síðustu öld.
Í Eidfirði í Vesteraalen sýndist mönnum, sem óveður væri í mynni fjarðarins. Þarna var á ferðinni síld, sem sullaðist inn fjörðinn og fljótlega sauð fjörðurinn af síld. Magnið var gífurlegt og menn komu með landnætur til að króa af síldina. Stóð þar nót við nót inn allan fjörð með tugum þúsunda tonna af síld.
Allir drifu síg í að veiða og salta. Söltunarplön voru settar upp, skip komu með salt og tunnur, fóru út fulllestuð og önnur komu í staðinn. Skipaumferðin var gífurleg og vinnslan á fullu. - En svo gerðist það.
Síldin drapst úr súrefnisskorti og steinsökk til botns. Hún lagðist í þykk lög á botninn og fljótlega fór að gerja í massanum. Gasmyndun varð í rotnandi síldinni og hún lyfti sér eins og brauðdeig sem hefast.
Loks sprengdi gasið upp síldarkekkina, rotnandi síldin flaut upp eins og grautur og hana rak í stórum flekum um fjörðinn. Vindur og alda skoluðu þessu á land og allar fjörur urðu þaktar af úldinni drullu, sem bændurnir sóttu og notuðu sem áburð í mörg ár.
En úti á firðinum ríkti kyrrð. Grúturinn úr rotnandi síldinni lá á firðinum eins og olía svo þar hreyfði ekki öldu, jafnvel vetrarstormar náðu ekki að vinna á brákinni. Fjörðurinn var lygn í mörg ár.
Smám saman varð fitan að vaxi sem rak á fjörur í stórum klumpum. Fólk safnaði þeim saman, steypti úr þeim kerti eða seldu vaxið í sápuverksmiðjur. - Fullnýting?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.3.2009 | 20:15
Skarfarnir á hafnargarðinum
23.3.2009 | 10:50
Á ekkert að fara að veiða?
Það er svo sem gott og blessað að veiða hvali en þessum stjórnmálamönnum virðist alveg fyrirmunað að minnast á hvað eigi að gera í fiskveiðimálum. Á ekkert að fara að liðka til í kreppunni? Eru menn svona hræddir við sægreifana? Ekki þurfa handhafar veiðiheimilda að vera hræddir því lausnin er ekki að svifta þá veiðiheimildum, heldur hleypa öðrum að.
Þá kemur að Hafró. Þeir standa á því fastar en fótunum að þorskstofninn sé ofveiddur og því þurfi að takmarka veiðar og draga úr þeim.
Einar sagði að búið sé að sýna fram á að hvalurinn éti óhemju magn af fiski, hann sé í beinni samkeppni við nytjastofna okkar um fæðu og að reiknað hafi verið út af okkar færustu sérfræðingum að ef við stunduðum hvalveiðar væri hægt að auka þorskveiðar! Væntanlegar hvalveiðar eru svo smávægilegar að þær hafa engin áhrif til fækkunar hvala, enda notuð sú röksemd að þær séu sjálfbærar!
Þetta skyldu þó ekki vera sömu færustu sérfræðingar sem ,,reiknuðu út" árið 1994 að ef fylgt væri 22% aflareglu myndi þorskafli vera kominn í um 300 þús. tonn 2003 og fara vaxandi til 2023?
Þetta át hvala á nytjafiski sýnir hversu glórulaust það er að ætla sér að byggja upp þorskstofninn með friðun. Það sem við ekki veiðum fer beint í hundskjaftinn.
Sú aðferð að byggja upp þorskstofna með samdrætti í veiðum hefur hvergi tekist. Niðurskurður hefur alltaf, alls staðar, leitt til varanlegrar minnkunar á afla.
Aukinn þorskafli fæst aðeins með auknum þorskveiðum og það er hafið yfir allan vafa að í fæðuskorti, þegar fiskur er horaður og vex illa, er nauðsynlegt að auka veiðar. Auknar veiðar skapa verðmæti og vinnu. - En þá kemur að Hafró. Þorskstofninn er að þeirra áliti ofveiddur, það má ekki auka veiðar, frekar skal draga enn úr þeim til "byggja upp stofninn".
Sú stofnun virðist ekki læra neitt af reynslunni og hefur hundsað allar líffræðilegar ábendingar sérfræðinga utan stofnunarinnar.
Það mætti láta sér detta í hug að stofnunin sé notuð til að skapa skortstöðu til þess að halda uppi verði á aflaheimildum og laga "eignastöðu" kvótahafanna.
En er ekki kominn tími til að fólkið í landinu geti veitt sér í soðið? Það var Bjarni Benediktsson, sá gamli, sem sagði að það gagnaði lítið að friða fiskinn en drepa fólkið.
17.3.2009 | 17:18
Landburður af ufsa í Færeyjum
Mjög góð ufsaveiði er í Færeyjum, togararnir koma lunningafullir eftir skamma útiveru. Enginn kvóti er í Færeyjum en skipin fá úthlutað veiðidögum og mega veiða eins og þau geta af hvaða tegund sem er.
Þorskurinn virðist vera að ná sér úr lægðinni, aflinn er að vaxa og nýlega varð að grípa til skyndilokana vegna smáfisks í afla togara. Það er mjög óvenjulegt. Metafli var á þorski 2002 - 2003, síðan minnkaði hann mjög.
Þá gerðist það um daginn að sjónvarpið fór í "rallið" með rannsóknaskipinu Magnúsi Heinasyni, nokkuð sem aldrei hefur gerst á Íslandi þar sem rallið er "leyndó" þar til það er löngu afstaðið.
Í þessari mynd frá Færeyska sjónvarpinu tönnlast fiskifræðingar á því að þorskurinn sé búinn, nokkuð sem er nánast skyldu- umræða. En viti menn, - allt í einu fæst 26 tonna hal af þorski - í þennan bleðil, sem kastað er á fyrirfram ákveðinn stað. Stæsta hal sem þeir hafa fengið í 6 ár! Það er yndislegt að sjá hvernig það vöðlast fyrir leiðangursstjóranum að skýra það út. Filmubúturinn um rallið byrjar eftir 3.25 mínútur á klippinu.
Sjá má á myndinni hér til hliðar að þorskurinn er vel haldinn, hnöttóttur af spiki. Það þýðir að stofninn er að springa út.
Vert er að minna á Kompásþáttinn um Færeyska kerfið frá 2007. Hann er eins og vínið, batnar með árunum.
Vísindi og fræði | Breytt 18.3.2009 kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.2.2009 | 16:59
Á ekkert að fara að veiða?
Karl V. Mattíasson skrifar grein í Fréttablaðið í dag, 19/2, þar sem hann hvetur til frjálsra krókaveiða. Ég er því sammála og þakka honum fyrir greinina. Ég veit ekki betur að hann sé eini þingmaður sjórnarflokkanna sem talar fyrir því að þjóðin endurheimti veiðiréttinn og menn geti farið að róa án þess að vera leiguliðar sægreifanna. Þetta er nokkuð merkilegt í ljósi þess að s.k.v. nýrri skoðanakönnun MMR er mikill meirihluti landsmanna á móti kvótakerfinu. Þar kom fram að: "Af þeim sem styðja núverandi ríkisstjórn sögðust 74,3% hlynnt því að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum."
Samt heyrist ekkert í ráðherrum ríkisstjórnarinnar, öðrum þingmönnum hennar, aðeins Kalla. Hvað er í gangi er búið að læsa öllu endanlega? Líffræðingurinn og ráðherrann Össur gerir ekkert, en hann sagði í þingræðu 2005:
"Það eru ekki mörg ár síðan, ætli það sé ekki áratugur, að ég hélt hér miklar ræður um gagnsemi þessarar aðferðar við að vernda þorskinn í hafinu. Ég taldi þá að þessi vísindi væru miklu nákvæmari en reynslan hefur svo sýnt. Við höfum hins vegar horft upp á það á síðustu árum að stöðugt eru að koma fram nýjar upplýsingar sem benda til þess að þær aðferðir sem við höfum notað séu ekki nægilega traustar. Við höfum horft framan í ár þar sem tapast hefur nánast helmingurinn af áætluðum stofni í hafinu. Við höfum séð fram á það að upplýsingar sem hafa komið fram úr t.d. veiðiröllum hafa ekki reynst réttar. Ég minnist þess sérstaklega þegar ég skrifaði á árum fyrr grein í Morgunblaðið og benti á að ósamræmi væri milli þess sem Hafrannsóknastofnun gaf út í lok þess árs sem æskilegt aflamark og þeirrar niðurstöðu sem kom fram í rallinu. Ég fékk aldrei skýringar á þessu misræmi, mér var einungis sagt að ákveðin aðlögun hefði átt sér stað."
Og áfram hélt hann:
"Þetta er ekki traustvekjandi og það er heldur ekki traustvekjandi þegar Hafrannsóknastofnunin slær um sig þéttan varnarmúr og hleypir ekki að þeim aðilum sem gagnrýna kerfið. Ef menn geta fundið eitthvað að þeim aðferðum sem Hafró beitir á það að koma fram. Það hlýtur að vera í þágu vísindanna og þágu greinarinnar að einmitt gagnrýnendunum sé lyft. Við höfum hins vegar séð það aftur og aftur að þeim er kerfisbundið bægt frá."
"Ég er þeirrar skoðunar að innan Hafrannsóknastofnunarinnar ríki kreddur. Alls staðar skapast kreddubundið andrúmsloft þar sem frjálsir vindar rökræðu og gagnrýni fá ekki að leika um. Ég er þeirrar skoðunar að með einhverjum hætti verði að skapa umhverfi þar sem samkeppni hugmynda á þessu sviði ríkir. Ég er þeirrar skoðunar að það væri ákaflega farsælt í fyrsta lagi að brjóta upp þetta kerfi sem við höfum í dag, þ.e. að á sömu hendi í sama ráðuneyti séu bæði eftirlit og rannsóknir með auðlindinni og hins vegar ákvörðunartaka um hversu mikið megi taka af henni. Þetta eru andstæðir hagsmunir sem vegast á og það er ekki farsælt."
Hann sagði líka: "Ég er þeirrar skoðunar að það sé orðið mjög óheillavænlegt hvað þessi umræða er lokuð innan veggja Hafró. Við ræddum það fyrr í dag í þessari umræðu hvernig maður hefur stundum á tilfinningunni að öðrum og gagnrýnni skoðunum sé skipulega haldið frá. Annað birtingarform á þessari skoðanaeinokun Hafrannsóknastofnunar birtist í því að við þingmenn getum ekkert lengur hringt í fiskifræðinga og fengið upplýsingar. Við fáum bara upplýsingar sem við þurfum á að halda í gegnum forstjóra stofnunarinnar. Þannig er verið að straumlínulaga skoðanir Hafró og koma þeim á framfæri bara í gegnum einn munn, (Gripið fram í: Einn kanal.) einn farveg, og fyrir vikið verður þetta ákaflega einsleitt. Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi hömluleysi hinnar frjálsu hugsunar sem ríkir við háskóla og þar sem samkeppni hugmyndanna er við lýði til þess að brjótast út úr þessum farvegi. Eitt örstutt dæmi: Hv. þingmaður Jóhann Ársælsson nefndi hér 25% aflaregluna. Enginn maður á Íslandi getur sýnt fram á hvernig hún var fundin. Ég hef farið í gegnum það. Ég barðist í gegnum það og skildi ekki. Ég fór og spurði sérfræðingana og þeir sýndu mér útreikninga sem leiddu að annarri niðurstöðu."
Nú virðist hann vera búinn að gleyma öllu. Össur skildi ekki aflaregluna þá, nú þegar hún er komin niður í 20% segir hann ekkert, kannski er hann farinn að skilja hana núna.
Steingrímur er orðinn sjávarútvegsráðherra. Margir héldu að hann myndi gera fólkinu í landinu kleift að róa til fiskjar. En nei! Þó það hafi aldrei verið brýnna en nú þá tafsar hann og talar út og suður, sbr. fundinn í Háskólabíói.
Ekki verður annað séð en að Steingrímur sé kvótasinni. Merkilegt, í ljósi þess að grasrót VG er mjög andstæð kvótakerfinu og vill færa veiðiheimildirnar til þjóðarinnar. Ætlar Steingrímur virkilega að ganga erinda sægreifanna? Hann virðist heldur ekki hafa neitt að athuga við 25 ára tilraunastarfssemi Hafró, sem leitt hefur til eyðingar þorskafla og á endanum þjóðargjaldþrots. Hafró er dýr(keypt)asta stofnun landsins.
Ekki efaðist hann heldur um Hafrófræðin þegar hann leyfði ekki loðnuveiðar. Þessi reynsla sem þeir tala um Hafróliðarnir, að fara varlega, hefur ekki skilað öðru en lélegum vertíðum og þjóðin orðið af miklum afla á meðan þeir sátu sveittir við að telja, - einn, tveir, þrír,......
Það eru aðrir og sterkari kraftar sem virka þarna heldur en stærð hrygningarstofnsins, en talan 400 þúsund tonn var dregin upp úr töfrahatti fyrir liðlega 20 árum og hefur verið notuð hugsunarlaust síðan. Losnum við aldrei við þessa vitleysu?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2009 | 17:13
Miskunnsami Samherjinn
"Guggan verður alltaf gul"
Þetta sögðu Samherjamenn þegar þeir "keyptu" Gugguna frá Ísafirði þegar útgerðin var í fjárhagskröggum. Áður en hægt var að snýta sér var það brotið og Guggan hvarf til Þýskalands, DFFU hét fyrirtækið þar. En þeir hafa víðar leikið sama leikinn. Fróðlegt er að skoða hvernig þeir hafa náð öllum úthafsveiðikvóta Breta í Barentshafi með uppkaupum skipa hjá fyrirtækjum í kröggum. Lítum á þessa úttekt sem ég aflaði mér með viðtölum í Skotlandi og af heimasíðu Samherja:
Samherji í Evrópu
Samherji keypti Onward Fishing Co í Aberdeen. Því fyrirtæki gekk vel með sína togara, Dorothhy Gray, Glenrose I og Challanger. Eigandinn, Terry Taylor, var þá uþb. að panta 60 metra langan frystitogara og lagði til að keyptur yrði færeyski togarinn Artic Eagle. Þá hafði norska stjórnin stöðvað fyrirgreiðslu Statoil við Færeyinga og refsað þeim þannig fyrir veiðar þeirra í Smugunni. Togarinn, Artic Eagle, sem keyptur var fyrir lítið, þurfti endurnýjunar og breytinga við fyrir 2 milljónir punda. Hann var endurskírður Glen Eagle. Þetta olli fjárhagserfiðleikum hjá fyrirtækinu.
Páll Sveinsson hjá Icebrit í Grimsby frétti af vandræðum fyrirtækisins og lét Þorstein Má Baldvinsson vita. Samherji keypti fyrirtækið og breytti rekstri Onward Fishing. Togarinn Altjerin var tekinn inn í fyrirtækið og allur kvóti þess í Barentshafi fluttur yfir. Nafni fyrirtækisins var breytt í Artic Highlander. Önnur skip fyrirtækisins voru seld til Noregs til þjónustu við olíuborpalla. Íslenskur skipstjóri var fenginn á Highlander og áhöfnin, 25 manns, var til helminga skosk og íslensk.
Highlander landaði frystum flökum í Aberdeen í 2 ár en var skipt út fyrir Snæfugl sem leigður var frá öðru íslensku útgerðarfyrirtæki og skírður Norma Mary. Þetta var frystitogari, sem veiddi kvóta úr Barentshafi, en áhöfnin var nú að mestu íslensk.
Haraldur Grétarsson stjórnaði fyrirtækinu en fyrrverandi forstjóri gerði lítið annað en að fá bresk yfirvöld til að samþykkja íslensk skjöl og vottorð, og vera milligöngumaður Samherja og stjórnvalda. Hann sá einnig um þýska togara og vinnslustöðvar ásamt Finnboga Baldvinssyni.
ÚA hafði keypt "Boyd Line Management Services Ltd." í Hull haustið 2002. Boyd Line var gamalgróið fyrirtæki, stofnað árið 1936, og hjá því störfuðu 10 starfsmenn í landi og um 60 sjómenn. Velta félagsins var um 950 milljónir króna 2002. Félagið réð yfir um 40% af þorskkvóta Bretlands í Barentshafi, sem var úthlutað af Evrópusambandinu. Aflaheimildir Boyd Line voru við kaupin um 3.900 tonn af þorski, rösk 500 tonn af ýsu auk nokkurra tuga tonna í öðrum tegundum. Boyd Line gerði út tvö sjófrystiskip; Arctic Warrior, skráð í Bretlandi og nýtti kvóta félagsins í Barentshafi, og Arctic Corsair, skráð í Rússlandi og nýtti rússneskar veiðiheimildir. Fyrrnefnda skipið var mannað breskri áhöfn en á Arctic Corsair, sem var gert út í samvinnu við Rússa og undir rússnesku flaggi, voru flestir í áhöfn frá Rússlandi.
Samherji keypti árið 2004 Boyd Line og togara þeirra Arctic Warrior af Brimi, áður ÚA. Hollenska sjávarútvegsfyrirtækið Parlevliet Van der Plas B.V. tók þátt í þessum kaupum að hálfu. Félag þeirra fékk nafnið UK Fisheries Ltd.
Brim fékk rúm 13,000 fyrir Boyd Line, liðlega 2 milljarða á núvirði. Samherji greiddi með hlutabréfum í Íslandsbanka.
Árið 2006 keypti Samherji J. Marr og þeirra stóru togara, einn frystitogara með heimildir í Barentshafi og þrjá ísfisktogara með aflaheimildir í EU, á Grænlandi og við Ísland.
Þar með var Samherji kominn með allan kvóta Bretlands í Barentshafi í gegn um Onward, Boyd Line og J Marr. Þetta jafngildti um 80% af kvótanum við Ísland.
Samantekt á starfssemi Samherja
• 1994, keyptu frystitogarann Akrabergi í gegn um Framherja í Færeyjum sem var í þriðjungs eigu Samherja.
• 1995, keyptu 49.5% af Deutsche Fishfang Union (DFU).
• 1996, keyptu Onward Fishing með 4 togurum.
• 1996, stofnuðu Seagold í Hull til að selja eigin afurðir, frosinn fisk. Dótturfélag Seagold er Ice Fresh Seafood, Grimsby.
• 1997, Altherjerin endurskráður í Aberdeen til að veiða kvóta Onward. Endurskírður Onward Highlander
• 2000, Snæfugl endurskírður Normay Mary leigður til að koma í stað Altherjerin (Onward Highlander)
• 2001, keyptu fiskvinnslu Hussman and Manh GMBH í Þýskalandi, forstjóri Finnbogi Baldvinsson.
• 2001, Baldvin Þorsteinsson seldur til DFU.
• 2001 leigan á Snæfugli rann út og honum skilað til Íslands. Í stað hans kom Akureyrin, sem skírð var Norma Mary. Þegar skipið var búið að veiða kvóta Breta í Barentshafi var því flaggað til Íslands og sent á rækjuveiðar við Grænland. Skipinu var svo flaggað aftur til Bretlands til að veiða kvótann í Barentshafinu.
• 2003, keyptu hlut í norska laxeldisfyrirtækinu Fjord Seafood .
• 2003, keyptu hlut í Berg Frost, Færeyjum.
• 2004, keyptu Boyd Line með Arctic Warrior, íslenskir yfirmenn.
• 2006, keyptu J Marr í Hull.
• 2006, keyptu uppsjávartogarann Serene frá Shetlandseyjum.
• 2006, fóru inn í pólska útgerð, Atlaantex, með togarann Wiesbaden í gegn um DFFU, sem keypti 51% í félaginu, til að ná sér í ESB kvóta.
• 2007 keyptu erlenda starfssemi Sjólaskipa hf. og stofnuðu Katla Seafood, sem rekur sjö risatogara og tvö þjónustuskip við Máritaníu og Marokkó.
Samherji ræður nú yfir öllum úthafskvóta Breta, - í boði íslenskra banka.
Vísindi og fræði | Breytt 17.2.2009 kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.2.2009 | 20:57
Loðnuskandallinn
Undanfarin ár hefur gengið illa að "telja" loðnuna en alltaf hefur gengið meiri loðna á miðin en "mælst" hafði þegar veiðar loks hófust. Leyfilegur afli hefur því ekki náðst mörg undanfarin ár. Núna hafa ekki enn mælst 400 þús tonn, þannig að segja má að 400 þús. tonnin sem hryngdu fyrir 3 árum eru að skila neikvæðum vöxtum!
Enn fá snillingarnir að leika sér. Skipin eru bundin en Hafró siglir um á einu skipi og fyrir framan tækið situr einhver sem telur og telur loðnu. - En ekki hafa enn fundist nógu margar. Vonandi voru mælarnir stilltir áður en þeir byrjuðu.
Ég lék mér með ýmsar spekúlasjónir í tilefni þess hvort leyfa eigi veiði eða ekki, umfram þau 400,000 tonn sem "bent hefur verið á" að nauðsynleg sé til viðhalds stofninum:
Ef hrognin í "nauðsynlegum" hrygningarstofni væru lögð hlið við hlið til þess að mynda perlufesti utan um jörðina:
Hrygningarstofn 400,000 tonn
Hrygnuhlutfall, hrygnur/hængar = 0.50
Einstaklingsþyngd 22 g
Hrygnufjöldi 9,090,909,091 stk
Hrognahlutfall 28 %
hrognaþvermál 0.60 mm
eðlisþyngd hrogns 1.00 g/cm3
hrognafjöldi pr. fisk 28,519 stk. (kúbisk)
Hrognafjöldi alls 259,259,259,310,239 stk
Lengd hrognakeðju 155,555,556 km
Ummál jarðar 40,000 km
Nær utan um jörðina 3,889 sinnum
Breidd trefils um jörðina 2.33 m
------
Ef 30 %
hrognanna verða að lirfum samsvarar það 18 lirfum í rúmmeter á 50,000 fersjómílna haffleti, sem er 25 metra þykkur
------
200 sjómílna lögsagan er 220,000 fersjómílur.
Dreifðust lirfurnar á hana alla, kæmu 103 stk. á hvern fermetra
Af þessu má sjá að varhugavert getur verið að minnka hrygningarstofninn.
Til greina kemur að setja upp klakstöð
Eða hvað?