Færeyski fiskiskipaflotinn siglir til Hafnar. Hundruð sjómanna mótmæla framan við þinghúsið

Hvað er nú í gangi? Ég spurði sundfélagana í morgun hvers vegna þetta væri, hvort þeir hefðu heyrt eitthvað um þetta. Enginn vissi neitt, engar fréttir hafa komið um þetta í fjölmiðlum hér.

Ástæða þess að siglt er í land er sú að þeir eru að mótmæla tillögu að nýjum fiskveiðstjórnarlögum, sem kemur til fyrstu umræðu Lögþingsins í dag.

Tillagan felur í sér að taka upp kvótakerfi í öllum veiðum, leggja þar með af dagakerfið, sem allir hafa verið ánægðir með og hefja uppboð á aflakvótum. Færeysku miðlarnir hafa verið fullir af fréttum um þessi mál í langan tíma þar sem m.a. er sagt frá því að gervöll fiskvinnslan frá veiðum til vinslu, sjómönnum til verkafólks er mjög á móti þessum breytingum.

Algjör þöggun ríkir um þetta í íslenskum fjölmiðlum. Það getur ekki verið tilviljun. Það ættu að þykja fréttir í nágrannaríkinu Íslandi að nær öll færeyska þjóðin mótmælir því fiskveiðikerfi, sem íslenskir ráðamenn hæla sem mest. Hverjir stjórna fjölmiðlum?

Nánari upplýsingar má m.a. finna hér 


Bloggfærslur 29. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband