14.6.2009 | 13:41
Havið kring Føroyar aftur tómt
Blaðamenn gera grín að færeyskum fiskifræðingum og vilja vitrænni veiðiráðgjöf
Ný veiðiráðgjöf var að líta dagsins ljós í Færeyjum. Hún er í hinum þekkta stíl, að draga úr eða hætta veiðum á þorski ufsa og ýsu, stofnarnir séu í "fokki". Það, sem er að fara illa með útgerðirnar núna er lágt fiskverð, m.a. vegna undirboða frá Íslandi í krafti gengismunar (les: gjaldeyrissvindls). Mér þykir við hæfi að hafa fréttina á færeysku:
Føroysk Tíðindir: Fiskifrøðingar boða aftur í ár frá fiskastopp eftir tosk og hýsu.
Hetta er ikki nýtt og er tað sera óheppið at fiskifrøðingar framhaldandi føra fram at stovnarnir eru mestum fekk. Hesar útsagnir eru fleiri ferðir gjørdar til skammar og var ongantíð so nógvur fiskur sum eftir kreppuna 1992-1993. Fiskfrøðingarnir søgdu seinasta ár at hýsan var rímiliga væl fyri men nú mæla teir til fiskastopp. Neyðugt er við burðardyggari fiskiveiðuráðgeving.
12. Jun 10:24, Óli M. Lassen
http://www.24timar.com/?module=Avis&page=news&do=show&id=113
Havstovan í Færeyjum
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:02 | Facebook
Athugasemdir
Verst að skilja ekki náskylt tungumálið. En það verður erfitt að koma nokkrum fiskifræðingi í skilning um að stöðugleiki hefur aldrei verið í fiskigengd milli ára svo langt sem ég fæ lesið mér til. En þetta snýst um Færeyjar.
Ljótur leikur finnst mér það hjá íslenskum stjórnvöldum að steypa sægreifum okkar fram á barm örvæntingar með hótunum um innköllun á kvóta. Ljótt vegna þess að ekki verður séð að þau hafi meint neitt með því.
Árni Gunnarsson, 14.6.2009 kl. 23:40
Árni
Annað sem "fræðingarnir" ætla aldrei að skilja er að ekki er unnt að stöðva þorsk og ýsuveiðar án þess að hætta öllum veiðum. Færeyingar munu ekki fara að henda fiski til að þóknast bókhaldinu. Þeir veiða lang mest af ufsa, sem hefur hækkað mikið í verði. Ekki fara þeir að hætta þeim veiðun til að þóknast vísindaliðinu, sem reyndar leggur til 20% niðurskurð í ufsa, þó vöxtur sé í sögulegu lágmarki.
Jón Kristjánsson, 15.6.2009 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.