Ofveiði sem stjórntæki

Ég var að koma frá því að hitta skoska og írska sjómenn á ráðstefnu í Skotlandi þar sem fjallað var um ástandið í greininni, ný útgefnar reglur EB og framtíðina.
Þungt hljóð var í mönnum, eina sem gerist er að boðaður er meiri niðurskurður, og ef ekki eru til gögn um ástand fiskstofna skal samt skera niður 10-25% árlega. Uppbygging þorsksins í Írska hafinu hófst fyrir 9 árum, með því að takmarka veiðar almenn og loka hrygningarstöðvum. Árangurinn er enn verri en enginn. Enn er sögð vera þarna ofveiði. Þegar ég fór þar út á togara 2003 voru 30-40 togarar, gamlir og um 200 tonn að stærð, að veiða þorsk, ýsu og lýsu, eða hvítfisk eins og þeir samnefna það. Nú eru 4 eftir og enn er ofveiði og þeim er gert að draga 25% úr veiðum í ár.
storthorskur_rska_hafi.jpg

Stórþorskur úr Írska hafinu (the last cod). 

Þessi meinta ofveiði stafar af því að rannsóknarskipið fær engan fisk, meðan önnur skip lifa á útgerð. Þeir eru með botntroll 2 m hátt, meðan aðrir veiða í flottroll sem nær 25 m upp frá botni. Enda þorskurinn m.a. að éta síld uppi í sjó. Rannsóknarskipið fær engan fisk eldri en 2 ára, það er sá smái sem er við botninn. Af því álykta þeir að búið sé að veiða allan eldri fisk. Þá vakti það fádæma furðu mína að rannsóknaskipið vann ekki á nóttinni og um helgar! Fyrsta kast var 7 að morgni og það síðasta kl 17, mennirnir urðu að komast í upp dekkað borð og svo heim um helgar. "Ofveiðin" mælist eingöngu af rannsóknarskipi, ekki er hlustað á sjómenn flotinn er kominn í 4 skip og mér er til efs að útgerð þarna endist lengur en í 2 ár eða svo.
Svipað er í Norðursjó, mjög fá skip eftir, nær bannað að veiða þorsk og honum nær öllum hent fyrir borð. Ekki er þar fisklaust, hann er eins og silungatjörn, fullur af smáfiski, 5-7 ára ýsa er þar 32-35 m löng og í gríðarlegu magni, mestu hent vegna smæðar.

Já ofveiðin lætur ekki að sér hæða. Enda er hún notuð sem stjórntæki bæði hér heima og erlendis. Litlu sjómennirnir og þorpin skulu deyja, sægreifarnir skulu njóta vafans.


mbl.is Einhuga um tilgang en ekki aðferðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

afhverju dó Geifuglinn út? þegar menn veiddu fugla, var þá ekki nóg af æti handa þeim sem eftir voru?

Fannar frá Rifi, 27.5.2009 kl. 17:42

2 Smámynd: Jón Kristjánsson

Fannar

Alltaf á vaktinni. Geirfuglinn var kominn á tíma þróunarfræðilega séð. Það voru komnir "fullkomnari" tegundir á sjónarsviðið. Hefurðu ráð til að útrýma engisprettum? 

Jón Kristjánsson, 27.5.2009 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband