16.1.2009 | 21:28
Leikrit í gangi?
Það var merkilegt að þegar Einar G. mannaði sig upp í að auka kvótann þá hjólaði Jói hvalur í hann. Getur verið að Einar hafi ekki haft samráð við forstjóra Hafró áður en að hann tók ákvörðun? Mér þykir ólíklegt að hann hafi ekki gert það og þá hlýtut Jói að hafa lagst gegn því, eða hvað? Er eitthvert leikrit í gangi? Svona eitthvert "sagði ég ekki" dæmi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Þetta "leikrit" er líklega það besta sem gat hent Hafró í stöðunni - að ekki væri 100% farið að þeirra ráðum. Því gangi væntanleg "uppbygging" ekki eftir næstu árin eins og nýja aflareglan gerir ráð fyrir. Þá hefur Hafró aldeilis fengið fína afsökun fyrir því.
Hafi Hafró virkilega ekki vitað af ákvörðuninni... var ekki heldur haft fyrir því að upplýsa sjávarútvegsnefnd Alþingis - og sýnir sjávarútvegsráðherra Alþingi fullkomna lítilsvirðingu með því.
Atli Hermannsson., 17.1.2009 kl. 15:12
Það sem fiskifræðingar á Hafró (allavega ekki opinberlega) hafa ekki tekið eftir, eru tengslin með fækkun símastaura og minnkun þorskstofnsins. Fækkun símastaura með lagningu jarðsíma er í beinum tengslum við hrun stofnsins. Aukning á rafmagnsmöstrum á sama tíma hefur greinilega ekki vegið upp mismuninn. Ég bar þetta undir fiskifræðing hjá Hafró og taldi hann þá skýringu sennilega að minna væri talað um aflabrögð í síma nú á tímum en þorði því miður ekki að taka ábyrgð á þessari kenningu og vildi ekki láta hafa neitt eftir sér undir nafni. Tengsl eru líka á lengingu malbikaðra vega og styttingu malarvega á móti. Fleiri línuleg dæmi mætti nefna eins og umferðarhraða og í hvaða átt músarholur snúa. Sjálfsagt er þetta allt í rannsókn hjá Hafró og sennilega er ekki hægt að panta gögn um þetta enn þó í boðið væru 16.548. kr. á tíman án vsk. fyrir samantektina.
Annað dæmi, sem Hafró tók eftir, var aukin nýliðun þegar sjór var kaldur og nokkrum árum á eftir þegar það var gleymt, aukin nýliðun þegar sjór var heitur. Skýringin var auðvitað að Grænlandsþorskurinn ákvað að að fara í einskonar sólarfrí úr kuldanum við Grænland. Kaldur sjór við Grænland er hlýr miðað við kaldan sjó við Ísland. Aftur þegar sjórinn við Ísland hlýnaði þá flúði Grænlandsþorskurinn og þorskur að sunnan kom í frí til Íslands. Eða var þetta öfugt?
Kristján Sigurður Kristjánsson, 17.1.2009 kl. 23:52
Þessi var nokkuð góður það er víða hægt að finna fylgnina. Ég sagði einu sinni að það væri fylgni milli laxgengdar og komutíma ferðamanna til landsins.
Nýlega sagði einn snillingur Veiðimálastofnunar í útvarpi að "það væru meiri líkur en minni á að laxveiði yrði góð næsta sumar".
En gamanlaust, Unnur, rækjudrottning á Hafró, notaði einu sinni samband vísitölu og afla sama ár til að ákvarða kvóta næsta árs!
Jón Kristjánsson, 18.1.2009 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.