Sjávarútvegurinn og ESB

Ég fékk fundarboð í dag frá Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, en þar er ég félagi:  
 
   SJÁVARÚTVEGURINN OG ESB
   Fundur í Þjóðminjasafninu n.k. sunnudag kl 15 - 17
  
> Ræðumenn:
> Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra
> Peter Örebech, þjóðréttarfræðingur við Háskólann í Tromsö
> Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ
> Guðbergur Rúnarsson, verkfræðingur hjá Samtökum fiskvinnslustöðva

Mér fannst samsetning ræðumanna athyglisverð og svaraði fundarboðinu strax:
 
En gaman!
 
Ég er óænægður með að hafa ekki verið beðinn um að flytja framsögu á
þessm fundi. Ég er óháður vísindamaður og hef unnið fyrir
sjómannasamtök í Skotlandi og á Írlandi og þekki hvernig þetta kerfi
virkar og eftir hvaða vísindum því er í raun stjórnað. Þá er ég
sennilega eini fiskifræðingurinn sem hef haldið erindi fyrir
Fiskveiðinefnd bandalagsins: http://www.fiski.com/meira/meira109.html
 
Er maður alls staðar á svörtum lista?
 
Gangi ykkur vel,
kveðja, Jón
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að það sé nokkuð ljóst Jón, þú hefðir verið eins og minkur í hænsnakofa, ef þú hefðir haldið framsöguræðu með þessari hjörð ræðumanna.

Jóhann Elíasson, 7.1.2009 kl. 18:08

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eru þá aðrir kostir betri en sá að mæta og verða minkurinn í hænnsnakofanum?    Það er ljóst að þessum fundi er ætlað að verða hallelújah samkoma.

Árni Gunnarsson, 7.1.2009 kl. 20:35

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Jón, Ef þú ert á einhverjum Heimsýnarlista þá jafngildir það að vera á svörtum lista. Nei án gríns þá myndi ég fyrst reyna að komast það því hvort Einar Kristinn hafi ekki í raun ráðið því hverjir halda framsögu. Þá veistu það eins vel og þú þekkir CFP og ICES að það er nokkurn vegin sama skoðanakúgunin og þrönga ICES línan sem fetuð er hvort heldur er utan eða innan ESB.

Því hef ég sagt varðandi ráðgjöfina og nýtingarstefnuna að þá breytist lítið ef nokkuð hér þó við gengjum í ESB hvað þann þátt varðar. Ef eitthvað er, eru sennilega meiri líkur á að þú og þínir skoðanabræður nái að berja hugmyndir í gegn eftir inngöngu í ESB. Því þar á bæ bera pólitíkusarnir sig þó eftir þekkingu og sækja í hugmyndir - öfugt við þorskhausana hér heima. Nægir að benda á að þér hefur þó verið boðið þangað og þú hefur fengið að halda erindi hjá þeim í Brussel - sem meira að segja Heimsýnarmenn virðast ekki hafa áhuga á hér heima.

Já þetta er djöfull súrt... en enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Ég tel því ekki vitlausara  en hvað annað að við ættum meiri möguleika á að koma á framfæri umbótum hér heima í gegnum Brussel.   

Atli Hermannsson., 7.1.2009 kl. 21:21

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Því miður er það svo að þeir sem tilheyra ekki jáarahjörðinni eru úti í kuldanum. Enda væri það pínlegt fyrir vitringana að fá yfir sig framsögu um þessa hluti á vitrænan og eðlilegan hátt.

Hallgrímur Guðmundsson, 7.1.2009 kl. 21:37

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér skilst að þessir menn hafi verið valdir af hagsmunaaðilum en ég er viss um að það verður haft samband við þig Jón enda hefur þú yfirburðaþekkingu á hvernig þessi stefna er í framkvæmd.

Sigurður Þórðarson, 7.1.2009 kl. 21:52

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Sæll.

 Ég hef verið að lesa þig hér og víðar. Mig langar til að spyrja þig: Er þorskframleiðsla Íslandsmiða frá 1920 til 1980 manngert ástand? Þe. Íslandsmið voru á þessum árum einskonar eldiskví í manngerðu jafnvægi.

Og ennfremur; voru Íslandsmið á nítjándu öld og síðustu þúsaldir í sama ástandi og þau eru núna? 

Kristján Sigurður Kristjánsson, 10.1.2009 kl. 23:02

7 Smámynd: Jón Kristjánsson

Sæll Kristján
Það var róið stíft frá 1920 og þar til um 1980. Ekki er að sjá að það hafi haft áhrif á þorskstofninn til hins verra þannig að hann hafi ekki gefið afla. Hefði hins vegar verið dregið úr “áníðslunni” hefði dregið úr afla. Þegar hins vegar er dregið úr sókn eins og upp á síðkastið minnkar aflinn, og etv. stofninn einnig. Þegar grasið er upp étið fara beljurnar. Ég er á því að hin mikla veiði hafi gert stofninum gott með því að viðhalda góðum vexti, hirða afraksturinn en ekki láta hann verða afræningjum (sel og hval) og sníkjudýrum (ormaveiki, síldarpest) að bráð.
Varðandi ástandið fyrr á tímum þá er lítið vitað með vissu um stofninn en það komu aflaleysistímabil fyrr á öldum (skv. Jóni Jónssyni og Páli Bergþórssyni) þó einungis væri veitt af árabátum.

Jón Kristjánsson, 11.1.2009 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband