26.8.2008 | 19:39
Þræðir Hafró liggja víða
Útvarpið hefur nú tvisvar talað við sjávarlíffræðing á Akureyri. Annars vegar um fisktegundir sem sjást hér í meira mæli en áður, og hins vegar um andarnefjur, sem eru inni á Akureyrarpolli mönnum til skemmtunar. Skýringarnar vöfðust fyrir sérfræðingnum, sem er ekkert merkilegt enda ómögulegt að vita alla hluti og ekki er hægt að spyrja hvalina hvað þeir séu að vilja á Pollinum, eða makrílinn um hvort honum hafi leiðst í Norðursjónum.
Það sem mér þótti hins vegar merkilegt var að sjávarlíffræðingurinn var lektor við Háskólann á Akureyri, OG - sérfræðingur hjá Hafró! Ég hefði haldið að hvort um sig væri fullt starf. Varla er þessi maður fær um að stunda svo sjálfstæðar rannsóknir sem gætu gengið í blóra við hugmyndafræði Hafró eða hvað? Það er ekki mikið sjálfstæði í fiskirannsóknum, Hafró stendur vörð um sitt.
Þetta minnir mig á að fyrir nokkrum árum vildu nemendur við sjávarútvegsbraut skólans fá mig til að flytja fyrir þá fyrirlestur. Ég kvaðst tilbúinn í það en kennararnir vildu ekki að ég kæmi, og ég er enn fyrir sunnan. Nemendur höfðu marg spurt hvað hæft væri í gagnrýni minni á hugmyndafræðina að baki fiskveiðistjórnunarinnar, en þeir gerðu jafnan lítið úr henni og túlkuðu mitt mál eftir sínu höfði. Nemendur vildu ekki sætta sig við þetta og vildu fá mig norður. Það fékkst ekki.
Kennararnir voru allir starfsmenn Hafró enda hefur stofnunin plantað sínu fólki um allt menntakerfið og hún tengist flestum rannsóknasviðum með "samvinnu".
Það sem mér þótti hins vegar merkilegt var að sjávarlíffræðingurinn var lektor við Háskólann á Akureyri, OG - sérfræðingur hjá Hafró! Ég hefði haldið að hvort um sig væri fullt starf. Varla er þessi maður fær um að stunda svo sjálfstæðar rannsóknir sem gætu gengið í blóra við hugmyndafræði Hafró eða hvað? Það er ekki mikið sjálfstæði í fiskirannsóknum, Hafró stendur vörð um sitt.
Þetta minnir mig á að fyrir nokkrum árum vildu nemendur við sjávarútvegsbraut skólans fá mig til að flytja fyrir þá fyrirlestur. Ég kvaðst tilbúinn í það en kennararnir vildu ekki að ég kæmi, og ég er enn fyrir sunnan. Nemendur höfðu marg spurt hvað hæft væri í gagnrýni minni á hugmyndafræðina að baki fiskveiðistjórnunarinnar, en þeir gerðu jafnan lítið úr henni og túlkuðu mitt mál eftir sínu höfði. Nemendur vildu ekki sætta sig við þetta og vildu fá mig norður. Það fékkst ekki.
Kennararnir voru allir starfsmenn Hafró enda hefur stofnunin plantað sínu fólki um allt menntakerfið og hún tengist flestum rannsóknasviðum með "samvinnu".
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.