Færeysk stjórnvöld vilja fækka fiskidögum um helming

Í dag, Ólavsvökudag kunngerði Sjávarútvegsráðherra Færeyja að veiðidögum hjá krókabátum og trollbátum skuli skert um 50% og um 20% hjá ufsatogurum, en met ufsaveiði hefur verið undanfarin ár, 60-70 þús tonn.
Þetta er sama og segja við þjóðina að nú skulu allir fara að vinna hálfan daginn. Ráðherrann gerir þetta að kröfu ríkisrekinna fiskifræðinga sinna sem aldrei hafa haft rétt fyrir sér varðandi þróun fiskistofna.
Ljóst var árið 2002 að þorskstofninn væri að fara í niðursveiflu því fiskurinn var farinn að horast og lítið var í maga fiskanna. Að mínu mati var það vegna fæðuskorts og versta, sem menn gætu gert í slíku ástandi væri að draga úr veiði. Ég taldi að hann myndi fara minnkandi í nokkur ár og ekki fara að rétta við fyrr en 2006-2007. Það reyndist ekki alveg rétt, nú er 2008, en mér er sagt að afli sé að aukast og ástand fisksins að lagast.
Færeyska Hafró er nýkomin úr túr, - og niðurstaðan er að nú sé allt á blússandi uppleið, mikið af átu og seiðum allra tegunda, m.a. sandsílis þorsks.  http://www.frs.fo


Hér er fiskveiðráðgjöf mín í Færeyjum frá 2004, ráðgjöf sem ekki var farið eftir:

Ég var í Færeyjum 13.-20. júní 2004 á vegum sjómanna og útgerðarmanna að vinna að því að meta fiskveiðiráðgjöf ársins eins og hún birtist frá færeyskum fiskifræðingum og ICES, Alþjóða hafrannsóknaráðinu. Ég setti fram eigin tillögur en samtök sjómanna og útgerðarmanna sendu sjávarútvegsráðherra bréf með tillögum sem byggðust á mínu áliti. 

Þorskur
Samkvæmt tölum ICES, sem er það eina sem til er til að styðjast við, fer þorskstofninn minnkandi og því er lagt til að draga úr veiðum til að "spara" þorskinn. Tillögur ICES fólust í að byggja þorskstofninn upp eins hratt og unnt væri og stöðva þorskveiðar. Til vara, byggja upp aðeins hægar og skera aflann um 2/3. Kannast einhver við þetta?  
Ég lagðist eindregið gegn niðurskurði, vegna þess að þorskstofninn er að minnka vegna fæðuskorts. Þorskur var horaður í fyrra og hann er ekki búinn að ná sér enn og því var að mínu mati rangt að draga úr veiðum. Ég gerði ráð fyrir því að þorskafli myndi minnka áfram í 2-3 ár og við því væri ekkert að gera.
Stofnar þorsks, ufsa, og ýsu hefðu verið í miklum vexti undanfarin ár, veiðarnar ekki megnað að halda aftur af stækkun stofnanna og draga mætti þá ályktun að sóknin hefði verið og lítil. Þorskstofninn hefði vaxið sér yfir höfuð og væri nú að minnka og aðlaga sig að minna fæðuframboði.

Ýsa
Jafnframt álitu þeir að ýsustofninn væri stór og í góðu standi, en samt skyldi draga úr veiðum um 17% vegna þess að veiðiálag til langs tíma væri of mikið skv. varúðarreglunni. Þetta væri athyglisvert vegna þess að ýsustofninn hefði verið í stöðugum vexti frá 2001.

Ufsi
ICES taldi að ufsastofninn væri í góðu lagi, en samt lögðu þeir til 30% samdrátt í ufsaveiðum, vegna þessarar varúðarreglu.
Færeyingar áttu ákaflega erfitt með að skilja þessa ráðgjöf, sérstaklega vegna þess að veiðarnar væru blandaðar og ekki hægt að stjórna afla einnar tegundar án þess að henda öðrum. Það væri eins og fiskifræðingar héldu að verið væri að veiða í kvótakerfi en ekki sóknarkerfi, sögðu þeir.


Í ljósi þessa lagði ég til að fiskidögum yrði fjölgað um 10-15%: http://www.fiski.com/faero/rapp04.pdf

Sama hafði ég gert árið áður, lagði til 10-15 fjölgun daga og minnkun möskva í ufsatrolli til að mæta mikilli fjölgun smáufsa: http://www.fiski.com/skrar/rapp03.pdf  Í hvorugt skiptið var farið eftir minni ráðgjöf.

Nú er að sjá hvað gerist þegar þetta fer fyrir þingið. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Jörgen Niclasen formaður Fólkaflokksins, segir þetta "óðamannaverk".  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Halda mætti að ráðgjöfin hafi verið fengin frá Íslandi, þetta er sama formúlan.

Hallgrímur Guðmundsson, 29.7.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hver niðurstaðan í málinu verður.

Sigurjón Þórðarson, 30.7.2008 kl. 10:08

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Halli, ráðgjöfin er frá Íslandi komin rétt eins og Danmörku - því það eru tveir Hafró-karlar í ráðgjafanefnd ICES sem leggja til þennan niðurskurð.... Sami Hafró-grautururinn í sömu Haf-skálinni.

Toskur á Landgrunninum.

ICES mælir tí til, at eingin fiskiskapur verður eftir toski í 2009, og at ein ætlan verður gjørd fyri at fáa stovnin
at koma fyri seg aftur.

Toskur á Føroyabanka.
ICES mælir tí til, at eingin fiskiskapur verður loyvdur, fyrr enn yvirlitstrolingarnar vísa, at stovnurin er komin
fyri seg aftur, tað er ájavnt ella oman fyri tað støðið, hann var á í 1996-2002.

Hýsa undir Føroyum.

ICES mælir tí til, at eingin fiskiskapur verður eftir hýsu í 2009. Ein ætlan fyri at fáa stovnin at koma fyri seg aftur eigur at verða gjørd, áðrenn fiskiskapurin kann verða loyvdur aftur.

ICES menn verða seint sakað um að vera ekki samkvæmir sjálfum sér og staðfastir í sinni útrýmingarherferð ... því er það að verða spurning hvort maður vildi ekki skipta... ef hægt væri... á ICES og Svartadauða.  

Atli Hermannsson., 30.7.2008 kl. 13:41

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við höfum fylgt fiskveiðráðgjöf okkar vísindamanna í 30 ár og í dag veiðum við 30% af þeim þorskafla sem þá náðist. Stjórnmálamenn okkar segja að við eigum að hlíta ráðgjöf Hafró því hun sé rétt!

Í Barentshafi hefur ráðgjöf verið að engu höfð og á 8 árum hefur tekist að fimmfalda þorskaflann! Samkvæmt kenningu okkar pólitíkusa var ákvörðun norskra og rússneskra stjórnvalda röng!

Niðurstaða mín úr þessum vangaveltum er sú að við eigum skiyrðislaust að taka rangar ákvarðanir eins og gert var í Barentshafinu. 

Aldrei hefur þjóðarbúið haft þörf fyrir það sem nú.

Árni Gunnarsson, 4.8.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband