Ja hérna, - enda er Kísiliðjan farin

Það er ekki langt síðan að birtist grein í Nature þar sem "vísindamenn" sögðust hafa módellerað sveiflurnar í lífríkinu og sökudólgurinn væri Kísiliðjan, sem grafið hafði gryfjur, sem komu í veg fyrir "setflutninga" í vatninu. Ríkisútvarpið flutti frétt um málið.

Nú virðist allt annað uppi á teningnum. Lífríkið er í hámarki, náttúruundur, náttúrulegar stofnsveiflur, - hvar er nú Kísiliðjan og gryfjurnar? Kísiliðjan er hætt, vegna áralangra árása Árna og líffræðinga hjá HÍ.

Árni segist hafa rannsakað mýið í 30 ár, fylgt sveiflunum og reynt að finna skýringar á þeim. Kennir svo mýinu um að tortíma sjálfu sér! Já, mikil er viskan.

Fram kemur einnig að viðtalið við Árna fór fram "úti í móa" í Syðri Neslöndum. Það er gott að vera "úti í móa."

Miklu líklegra er að fiskurinn í Mývatni, fyrst og fremst hornsílið, valdi sveiflunum:

Nú er gott fæðuástand í vatninu, fiski fjölgar hratt, hornsílið er á undan bleikjunni, étur undan henni, viðkoma bleikjunnar brestur og hún sveltur. Hornsílið fyllir vatnið, yfirgefur það, beitinni á mýið og aðra fæðu léttir og hringnum er lokað. - Einfaldleikinn... er hann ekki bestur?


mbl.is Rykmýið í Mývatni í hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband