Sjávarútvegsráðstefnan 2018 fjallar ekki um stjórn fiskveiða

Af einhverjum ástæðum er ég á póstlista hjá apparati sem heitir "Sjávarútvegsráðstefnan".

Sjávarútvegsráð

 

Þar segir: "Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 verða 17 málstofur og er nú búið að skipuleggja 15 málstofur og í þeim verða flutt 75 erindi. Í tveimur málstofum eru keypt erindi og verða þær kynntar seinna. Það sem tekið verður fyrir á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 er m.a.: Markaðsmál, vottanir, umhverfismál, hönnun, starfsumhverfi, greiningar, framtíðartækni, uppruni, vörumerki og margt fleira."

Ég skoðaði dagskrána og sá að ekki verður einu orði fjallað um stjórn fiskveiða, fiskifræðina að baki hennar og félagsleg áhrif svo sem brottkast afla og þeirra áhrifa sem kvótakerfið hefur haft á sjávarþorp landsins."

Nokkuð merkilegt, þar sem Hafró á áttunda áratugnum lofaði 500 þúsund tonna jafnstöðuafla í þorski, yrði þeirra ráðum fylgt. Þeirra ráð voru að vernda smáfisk og veiða minna, nokkuð sem hefur valdið því að aflinn hefur verið minna en helmingur loforðsins og byggðir landsins, sem áður blómstruðu þegar fiskveiðar voru óheftar og meint ofveiði geisaði.

Ljóst er að loforðið brást en ekki virðist leyfilegt að ræða hvers vegna svo fór. Ég og fleiri höfum bent á að að það sé vegna óeðlilegs samdráttar í sókn og þeirrar trúar að veiðar séu afgerandi þáttur í afföllum fisks og að viturlegt sé að friða smáfisk í von um að hann veiðist í meira mæli stærri síðar. Það hefur ekki gengið eftir og svo virðist sem smáfiskurinn, sem er fullgóð vinnsluvara, þjóni þeim tilgangi að vera fóður fyrir stærri þorsk þegar síld og makríll hverfa af miðunum á haustin.

Nei þetta verður ekki rætt því búið er að slá hulíðshjálmi á kvótakerfið, sem stuðlar að brottkasti og er búið að helminga þorskaflann og leggja byggðir landsins í rúst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fiskveiðistjórn okkar í dag byggist ekki á líffræði fiskistofna.
Hún byggir á líffræði banka og útgerða með trausta kvótastöðu.
>Aflamarkskerfið er heilbrigðiskerfi pólitískra spillingarafla.
Skortstaða í aflaheimildum er þessum aðilum mikil nauðsyn og tryggir þeim hátt verðmat eftir að útgerðum leyfðist að leggja verðmat aflaheimilda inn í efnahagsreikninga.
Til að viðhalda þessari brjálsemi þarf dyggan stuðning sitjandi ríkisstjórna á hverjum tíma og "skilning" alþingismanna sem láta sig engu skipta hagsmuni þjóðar og samfellda byggð í landinu.
Ekki sakar heldur að múlbinda ríkisfjölmiðla og fréttastofur svo þar sé ekki tekið til viðtals fólk með röksemdir sem stríða gegn ríkjandi fiskveiðistefnu.

Árni Gunnarsson, 17.9.2018 kl. 21:15

2 identicon

Þöggunin er gríðarleg. Bankamenn ráða í raun og veru lífsbjörginni hjá þúsunum manna. Verðmætin eru í aflaheimildum á prenti en ekki raunverulegum fiski. Það versta er að sveitarstjórnarmenn eru svo niðurnegldir af kúgun að þeir þora ekki að tjá sig um galla kvótakerfisins. Lénsveldið er verra en fyrir 150 árum

Stefán Skafti Steinólfsson (IP-tala skráð) 17.9.2018 kl. 22:19

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

Þetta ráðstefnuboð mynnir átakanlega mikið á ráðstefnu sem kölluð var "Kyoto-samþykktin".

En þar var öllum gestum fundarins skipt niður í umræðuhópa. "Forskrifuð" ályktun fundarins var klippt niður og fékk hvert borð eða hver hópur eina málsgrein, til þess að fara yfir og gera sínar breytingar og tillögur um það sem hópurinn taldi að væri betra og réttara. Menn eyddu löngum tíma í þetta og gerðu ótal breytingar.

Að lokum var öllum tillögunum safnað saman og afhentar stjórnendum fundarins. Þeir gáfu sér góðan tíma til þess að fara yfir þetta, en að lokum varð útkoman sú, að öllum breytingunum var hent í ruslakörfuna, nema nokkrum smáatriðum þar sem lítilsháttar orðalagi var breytt. Fundargestir fokreiddust yfir þessu og sögðust aldrei samþykkja þessa niðurstöðu, - og að þeir myndu greiða atkvæði á móti þessu, - sem væri ekkert annað en "kjaftæði og bull". (Mín þýðing yfir á íslendsku).

Fundarstjórar sáu þá, að þeir yrðu að finna einhver ráð, enda komið fram á síðasta dag ráðstefnunnar. Sögðust þeir vera að ganga frá ályktuninni áður en hægt væri að ganga til atkvæðagreiðslu, svo það yrði einhver bið. En um kvöldið átti að verða mikil matarveisla, lokahóf fundarins.

Þá kom sú tilkynning, að einhverjir "velunnarar" ráðstefnunnar hefðu boðist til að greiða fyrir matarboðið sem og allt vín, sem væri frítt fyrir gesti. Þá væri fundarmönnum frjálst að líta við í matsalnum, þar til allt yrði tilbúið til atkvæðagreiðslunnar, en fundarstjóri myndi þá kalla alla til baka í fundarsalinn til þess að greiða atkvæði.

Fundarmenn kunnu vel að meta að fá frítt vín. En að lokum voru allir kallaðir til baka í fundarsalinn og voru menn ákaft hvattir til þess að samþykkja samkomulagið, ... "Kyoto samkomulagið".

Já, já, - ég samþykki þetta sögðu menn, ... (ég má engan tíma missa, til þess að komast aftur í matsalinn, og fá mér aftur í glasið).

Og þannig var hún nú tilkomin, og samþykkt;  "Kyoto samþykktin" !

Tryggvi Helgason, 17.9.2018 kl. 22:25

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eftir linnulausan áróður í þriðjung aldar þar sem því er blákalt haldið fram að kvótakerfið hafi komið mátulega til bjargar ofnýttum fiskistofnum frá algeru hruni er þjóðin farin að trúa því staðfastlega.
Svo nú þarf kraftaverk að koma til svo þetta sama fólk átti sig á því að 270 þúsund tonna aflaheimildir í þorski sé ekki heimsmet í í árangri þegar opinberar tölur segja frá tvöfalt meiri afla á ársgrundvelli fyrir daga vísindalegrar stjórnunar.
Enda hefur sá hópur sem les þennan samskiptamiðil ekki minnsta áhuga á umræðuefninu.


En ef við breytum nú staðreyndum örlítið og ræðum um hliðstæðu í notkun á nýju lyfi?
Lyfið var tekið í notkun fyrir þrjátíu og fimm árum þegar þriðjungur sjúklinga hafði látist eftir inntöku þess lyfs sem í boði var.
Eftir að nýja lyfið kom til sögunnar létust tvöfalt fleiri sjúklingar en á meðan gamla lyfið var í umferð.

Myndu yfirmenn heilbrigðiskerfisins lofa Guð og tala um heimsmet í árangri sem allar þjóðir öfunduðu okkur af?
Auðvitað ekki. 

Árni Gunnarsson, 18.9.2018 kl. 16:29

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þessi ráðstefna fjallar um starfsumhverfi og starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja, en er ekki pólitísk ráðstefna sem gefur út einhverjar ályktanir. Mér finnst það bara gott framtak að halda svona ráðstefnu þar sem þeim sem starfa í sjávarútveginum gefst kostur á að hittast, bera saman bækur sínar og kynna sér nýjungar, stefnur og strauma.

Það er einkennilegt að rugla þessari ráðstefnu saman við pólitísk fundahöld vegna umhverfismála.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.9.2018 kl. 20:06

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Að sjálfsögðu er rétt að bregðast við og afvegaleiða umræðuna Þorsteinn Siglaugsson.
Þessi ráðstefna er auðvitað hápólitísks eðlis eins og flestar eða allar þær ráðstefnur sem þessi samtök hafa staðið fyrir.
Hagkvæmni fiskveiðistjórnunar okkar er venjulega undirtónn og ívaf með skírskotun í þann ábata sem greinin hafi skilað og sá að skila.
Þar er hagkvæmni útgerðarfyrirtækjanna sett í öndvegi og hún er vissulega mikil, hagkvæmnin sem skortstaðan beinir til útgerða og lánastofnana.
Og meðal annara orða:
Af hverju er aldrei opinber umræða um samanburð á hagkvæmni þar sem miðað er út frá veiðiþoli fiskistofna og frelsi til nýtingar í samanburði við þúsund ára sögu fiskveiða fram að visindaslegri yfirstjórn?
Sá samanburður yrði auðvitað að vera borinn fram af andstæðingum núverandi fiskveiðistjórnunar sem fylgjendum - jöfnu báðum: 
Af hverju segja stjórnmálamenn aldrei - ALDREI sannleikann um þetta mikilvæga hagsmunamál í opinberri umræðu? 

Árni Gunnarsson, 20.9.2018 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband