Það sem ekki var sagt frá í umfjöllun um veiðar Færeyinga

Ekkert minntist Höskuldur á að fiskidögum hefur verið fækkað úr 40.000 í 18.000 frá 2003, né heldur að skipum sem haldið er út til veiða hefur fækkað um 60% á 8 árum, úr 247 í 72. Litlum trollbátum hefur fækkað úr 17 niður í 5.

Ekki minntist hann heldur á að 60% af landgrunninu eru lokuð fyrir veiðum meir og minna allt árið og að Færeyjabanki, sem áður var ein besta togslóðin, hefur verið lokuð togurum í 25 ár og öllum veiðum frá 2008. Væntanlega er þessum staðreyndum leynt til fá lesandann til að halda að minnkandi afli stafi af ofveiði - og lélegu fiskveiðistjórnarkerfi.

Þá er honum alveg ókunnugt um núverandi ástand á Færeyjamiðum en það er þannig að mjög mikið finnst af ýsuseiðum og mikill uppgangur er í þorski. Afli er góður í troll en lélegur á línu enda fiskurinn í góðu fóðri og í góðum holdum. Ekki er samt slakað á friðun og veiðitakmörkunum og því hætta á að þorskurinn éti sig út á gaddinn og veslist upp úr hor eins og hann gerði eftir 2004. Menn munu því missa af uppsveiflunni fyrir þversumhátt og vankunnáttu "fræðimannanna". Sjá nánar hér:


mbl.is Veiða aðeins lítinn hluta á heimamiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er með ólíkindum að lesa þessa frétt og bera saman við það sem fram kemur í blogginu hjá þér.  Þú átt þakkir skildar fyrir að upplýsa okkur leikmennina um þetta "svínarí".  Eitt sem hann "skautar" framhjá ER ÁSTÆÐA ÞESS AÐ FÆREYINGAR VILDU EKKI TAKA UPP KVÓTAKERFI ÞRÁTT FYRIR NOKKUÐ AUGLJÓSAN ÞRÝSTING?????

Jóhann Elíasson, 8.11.2017 kl. 15:21

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þakkir áttu skilið fyrir að standa vaktina - en það er stafsetningarvilla í ártalinu er það ekki?

Guðjón E. Hreinberg, 8.11.2017 kl. 21:01

3 Smámynd: Jón Kristjánsson

Takk Guðjón, búinn að laga. Jóhann, það er gert í því að ófrægja dagakerfi Færeyinga, en færeyskum fiskifræðingum er að takast að eyðileggja fiskiskapinn, eins og heimamenn segja, á heimamiðum með skortveiði, enda er þetta sama klíkan og hér heima, en þeir sameinast í ICES.  

Jón Kristjánsson, 9.11.2017 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband