Grín- og sorgarþáttur um úthlutun aflaheimilda.

Sjávarútvegsráðherra gaf út aflaheimildir hér um daginn ákvað að fylgja alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um leyfilegan heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár. Sjávarútvegsráðherra Íslands hefur þar með ekkert með ráðgjöfina að gera, hún er "alfarið" í höndum forstjóra Hafró og ICES í Kaupmannahöfn. Þetta kom fram í viðtali við hann á Ríkisútvarpinu þann 27, júní s.l.

Í eina tíð áttum við ráðherra sem höfðu þekkingu, kynntu sér málin og tóku sjálfstæðar ákvarðanir. Aldrei var það til þess að allt færi norður og niður, þvert á móti. Hér má nefna þá Lúðvík Jósefsson og Mattías Bjarnason.

Sigurður Ingi sagði í viðtalinu að vonir væru bundnar við aukna loðnuveiði. 
Hvernig í ósköpunum er hægt að segja fyrir um loðnuveiðar 2015 og byggja þá á mælingum á 1 árs loðnu 2013? Slíkar ágiskanir hafa enda oft brugðist.

Sigurður Ingi hefur áhyggjur af nýliðun í bolfiski. „Vissulega eru það vonbrigði að stofninn skuli ekki hafa stækkað meir heldur en menn höfðu verið með væntingar með síðustu árin. Hins vegar er veiðistofninn og hrygningarstofninn í sögulegu hámarki síðastliðinna 30 ára og þótt hann hafi lést, það er að meðalþyngdin hafi verið að minnka frá síðasta ári og það er ástæðan fyrir minni ráðgjöf, það sýnir að okkur hefur að tekist að byggja upp stofninn, en af hverju hann er að léttast og nýliðunin er eins og hún er er áhyggjuefni og við höfum ekki skýringar á því og ekki Hafró heldur.“

Þetta er nú ekki svo erfitt að skýra. Stefnan hefur verið að veiða lítið úr stofninum, 20% og friða fisk sem er undir 1 og hálfu kílói (55 cm). Miskunnarlaust er svæðum lokað hlutfall 55 cm fisks í afla fer yfir 25%.
Þegar fiskar horast undir svona kringumstæðum er það vegna þess að ekki er nægt fóður fyrir hvern og einn þeirra: Stofninn er orðinn of stór fyrir fæðuframboðið. Smáfiskurinn sveltur og vex hægt, sá stóri er líka svangur og leggur sér smáfisk til munns, líka sína eigin afhvæmi. Ástæða aukningar í stórþorski er m.a. auknar makrílgöngur, en þegar hann hverfur af miðunum á haustin eykst át á öðrum fiski.

Í stórum stofni er ekki pláss fyrir aukna nýliðun. Nýliðarnir eru annað hvort sveltir eða étnir.
Fiskar hafa ekki eilíft líf og þegar stóru fiskarnir drepast eftir hrygningu eða úr elli, skapast tækifæri, pláss og matur, fyrir ungfisk og nýliðun eykst. Þetta er orsökin fyrir reglulegum sveiflum í mörgum fiskstofnum. Séu gögn skoðuð aftur í tímann sést að yfirleitt sveiflast nýliðun og stofnstærð í öfugum fasa.

Ég get því sagt Sigurði Inga og Hafró það að leiðin til að auka nýliðun sé að auka veiðar verulega. Auk þess hefði það tugmilljarða bónus í för með sér strax. Ég reikna samt ekki með að ráðamenn hlusti nú frekar en endranær, þrátt fyrir áratuga hrakfarir Hafró í fiskveiðiráðgjöf.

fae_y_gif_1239866.gif

Við þetta má bæta er að líklega er þorskstofninn farinn að minnka og verði haldið í 20% aflaregluna mun kvótinn óhjákvæmilega minnka.

               --------

Hér til hliðar má sjá samband hrygningarstofns, rauða línan, og nýliðunar, græna línan, hjá þorski, ýsu og ufsa í Færeyjum. Þarna hafa stofnstærð og nýliðun verið plottuð í tímaröð. 3 ára meðaltal, skammtíma sveifla, er dregið frá 9 ára meðaltali (langtíma leitni). Þannig fæst stofn- og nýliðunarsveifla, í kring um meðaltal.

Greinilega má sjá öfugt samband hrygningarstofns og nýliðunar: Stór hrygningarstofn gefur lítið af sér og öfugt. Þegar stofn er stór er ekki pláss fyrir ungviði. Hins vegar, þegar stofn er lítill, eru meiri möguleikar fyrir ungviði að vaxa upp.

 

 

irseacod_1239868.jpg

 

Hér má sjá stærð hrygningarstofns (rautt) og fjölda nýliða (svart) í tímaröð hjá þorski í írska hafinu. Eftir að farið er að að stjórna veiðunum af alvöru, draga úr sókn, um 1988, fer sambandið út um þúfur, því þá er aflinn ákveðinn við skrifborð í landi. Hér er öfugt samband mjög greinilegt, stór stofn gefur lítið af sér.   

Hér er nánari lesning um hrakfarir fiskveiðistjórnunar á Íslandi.

Hér má sjá meira ( á ensku) um samband hrygningarstofns og nýliðunar og lýsingu á þeim aðferðum sem ég hef beitt til að draga fram sambandið. Áður, og enn, er litið á stofntölur sem raunstærðir stærðir. en í raun eru stofnstærðir hlutfallslegar. Á einum tíma getur 1000 tonna stofn verið stór, á öðrum tíma getur hann verið lítill, allt eftir því hvernig fæðuskilyrðin eru í hafinu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Og svona í aukabónus, eru menn að gera út af við lundann og aðra sjófuglastofna við landið.

Þórir Kjartansson, 2.7.2014 kl. 16:56

2 Smámynd: Jón Kristjánsson

Já Þórir, alveg rétt hjá þér. En eina skýringin sem "þeir" hafa er "að það hafi eitthvað komið fyrir" sandsílið. 

Jón Kristjánsson, 2.7.2014 kl. 17:25

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mæl þú manna heilastur Jón Kristjánsson.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2014 kl. 18:31

4 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Afar athyglisvert! Hvað segir Hafró við þessu núna?

Kristinn Snævar Jónsson, 2.7.2014 kl. 20:54

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef það á ekki að fara eftir ráðleggingum hafrannsóknarstofnunar þá höfum við lítið með stofnunina að gera. Hvað viltu að Sigurður Ingi geri? Fari eftir eigin hyggjuviti? Hefur hann einhverju til að dreifa? Hann er dýralæknir.Það má vel vera að stofnunin hafi rangt fyrir sér en það er þá eitthvað að þessum vísindamönnum sem starfa þar.

Jósef Smári Ásmundsson, 3.7.2014 kl. 11:48

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nú málið Jósef, Hafrannsóknarstofnun er með breytu sem er röng í upphafi. Jóh veit hvað hann syngur, því hann bjargaði fiskistofnum við Færeyjar þegar þeir höfðu verið með okkar kerfi í einhver ár og þáverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja sagði í mín eyru að ef þeir hefðu haldið slík áfram, væru þeir farnir á hausinn.

Það er margt að þessu kerfi okkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2014 kl. 12:00

7 identicon

Athyglisvert að þorskafli við Færeyjar eykst um 44%(kvótinn.is)

fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tímabil og í fyrra, aflinn fer úr 3.565 tonnum í fyrra í 5.123 tonn í ár, á sama tíma sem því hefur verið haldið fram að þorskstofninn við Færeyjar sé að hruni kominn. Í dagakerfi Færeyjinga kemur allur afli að landi, gerast hafransóknir vart betri til að meta fiskstofnana, og ástand þeirra, en á Íslandi hefur enginn hugmynd um brottkast,og hlýtur brottkast hjá smábátum vera tölvert því hvorki er hægt að leigja eða kaupa ýsu kvóta.

Þar sem makríl veiðar eru hafnar, er ansi fróðlegt að lesa reglugerðina um makrílveiðar Reglugerð 376/2014,

9 gr. Sé fyrirhugað að stunda veiðar á bolfiski samhliða makrílveiðum. Er skipstjóra skylt að koma til næstu hafnar, og sækja eftirlitsmann Fiskistofu. L O L

Auðvelt er greinilega að búa til störf fyrir veiðeftilitsmenn,

og gaman væri að vita hverjir komu að samningi á þessari Reglugerð.

5.gr. Makrílveiðar í net óheimilar.

En makrílveiðar í net í kringum Vestmaneyjar gæti einmitt bjargað Lundastofninum í Eyjum, því makríllinn ryksugar upp allt sandsílið, ekkert eftir handa Lundanum, er því þetta neta bann með öllu óskiljanlegt.

Síðan skilja menn ekkert í mjög lítilli nýliðun þorsks og ýsu,og fræðimennirnir virðast ekki skilja að makríllinn er í fæðuleit við Íslandsstrendur.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 4.7.2014 kl. 23:29

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Halldór Björn málið er að okkar fiskveiðstefna er rekinn á afar hæpnum forsendum og er ekki meirihluti í stjórn Hafrannsóknarstofnunnar L.Í.Ú greifar? Það var þannig allavega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2014 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband