Íslendingar leggjast gegn aukningu makrílaflans!

Samningaveiðunum um makríl hefur verið slitið í bili. Ágreiningsefnin eru þrenn, aflahlutdeild hvers lands, tímalengd samningsins og hversu mikið skuli veiða á komandi ári. Íslendingar vilja halda sig við ráðgjöf ICES en aðrir, sennilega Norðmenn og Færeyingar, vilja auka þann afla um 40-60%, upp í nær eina og hálfa milljón tonna.  

Nú hefur það verið svo að undanfarin fjögur ár hafa Færeyingar og Íslendingar verið ljótu karlarnir, þeirra veiði hefur bæst við úthlutaðar aflaheimildir frá ICES, og þjóðirnar sakaðar um grófa ofveiði, sem myndi ganga nærri makrílstofninum.

Stofninn var "mældur" 2010 með því að telja hrogn í hafinu frá Biskayaflóa út fyrir Írland og norður eftir öllu Atlantshafi. Á þessum hrognatalningum byggðist kvótinn 2010-13. Næst voru hrognin svo talin í fyrra en það er gert á þriggja ára fresti, og þá voru niðurstöður þær að stofninn var orðinn tvöfalt stærri þrátt fyrir gegndarlausa ofveiði okkar og Færeyinga!

Þá var illt í efni. ICES virðist ekki hafa þorað að gefa út veiðiráðgjöf í takt við eigin mælingar heldur miðuðu þeir ráðgjöfina við meðalafla þriggja síðustu ára, að ofveiðinni meðtalinni. Ráðgjöfin fyrir 2013 var 520 þús. tonn. Ef þeir hefðu trúað eigin mælingu hefði þeir orðið að þrefalda sig. En það má ekki koma allt of berlega í ljós að stofnmælingin var (og er) della og að "ofveiðin" hafi stækkað stofninn. 

En nú vilja Íslendingar fara að vísindaráðgjöfinni, sem alltaf hefur verið röng, og hafa milljarðatugi af veiðiþjóðunum, okkur þar með.

Ekki er öll vitleysan eins en spennandi verður að sjá hverju Íslendingar úthluta sjálfum sér verði ekki af samningum. Kannski að stöðva eigin veiðar til að sýna ábyrgð?
mbl.is Makrílfundi lauk án niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ef við gefum okkur að útgerðarmenn hafi í raun stjórnað samninganefnd Íslands þá kemur þessi afstaða ekki á óvart.  Þeir hafa alltaf viljað takmarka aukningu á kvóta því það myndi rýra þeirra hagsmuni.  Þeir vilja frekar sitja einir að 160 þúsund tonnum en hleypa nýjum aðilum að.  þeir sjá sem er að aukningin myndi ekki fara til þeirra nema að litlu leyti.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.1.2014 kl. 18:32

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þegar svo er komið að fulltrúar stjórnvalda eru farnir að vekja mér undrun í afstöðu sinni til fiskveiða þykir mér nú skörin vera farin að færast.......

Nú á að fara með ítrustu gætni við veiðar á þessum engisprettustofni hafsins sem sestur er að í fiskveiðlögsögu okkar um stundarsakir a.m.k. 

Og mun háma þar í sig fæðu okkar helstu nytjastofna á meðan framboð endist.

Og þessir spekingar okkar koma bara vel fyrir svona við fyrstu sýn og virka eiginlega normal! 

Árni Gunnarsson, 31.1.2014 kl. 19:50

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón og Árni. Það er útilokað að réttlæta einhverja kvótaútdeilingu á makríl í landhelgi Íslands. Makríllinn hefur nefnilega aldrei verið veðsettur fyrirfram, sem svokallaður tilvonandi "kvóti", eins og gert var með allt hitt blekkingar-fiskidraslið rænda!

Það er ekki hægt að semja um einhverjar fyrirframveðsettar lífeyris/banka-ræningja-rammaáætlanir um eitt eða neitt. Og síst af öllu um eitthvað sem er alveg nýtt og óveðsett. Veðsetningar-ræningjarnir eiga ekkert þjóðarviðurkennt tilkall til nýrra stofna í landhelgi Íslands.

Þetta þvælist skiljanlega mjög mikið fyrir þeim sem upphaflega föndruðu sína einkarányrkjuramma fyrr á tímum.

Sumir skilja ekki að gamla aðferðin virkar hreinlega ekki, hvorki fyrr, né núna, samkvæmt viðskiptaháttum siðaðra ríkja.

Það flækist enn fyrir minnimáttar-kóngum Íslands, að rökstyðja/útskýra undirheimasvik síðustu áratuga-fiskveiðisvika!!!

Makríllinn er gestur, sem fær frítt fæði og framfærslu í landhelgi Íslands, meðan hann er á sínu ferðalagi. Að sjálfsögðu.

Það er eiginlega sorglegra en tárum taki, að einhverjir skrautlegir strengjabrúðutoppar Lífeyrissjóða/banka (talsmanna), eigi að semja um eitthvað, sem þeir hafa ekkert alheimsveraldlegt vald né vit, til að semja um?

Ég er nú frekar tæp svona samfélags/menntunar-vitsmunalega séð, en ég ætlast til að þeir sem taldir eru mér færari og vitrari, geti svarað einföldum siðferðis/réttlætisspurningum mínum og annarra.

Hvað étur makríllinn innan landhelginnar, og hverra er næringin innan lögsögunnar? Og hvers virði er næring óveðsetts makrílsins, vítt og breitt um heiminn?

Ég vona að spurning mín geti með einhverjum makrílspítt-sundhraða borist til alheimsráðandi ESB-hafmeyjunnar Damanaki.

Ég er bara valdalaus óviti á Íslandi, sem er forvitin um alvits-réttlætis-rökin í alheiminum.

Hver á hvað, og hvers vegna, og til hvers?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.1.2014 kl. 23:47

4 Smámynd: Jón Kristjánsson

Heyrði í útvarpsfréttum í dag (1/2) viðtal við Árna Kolbeinsson framkvæmdastjóra LÍÚ, þar sem sagði að það séu Norðmenn sem vilji auka makrílaflann en hann taldi Íslendinga þurfa að sýna ábyrgð og fara að vísindaráðgjöf ICES.

Hann er í samninganefndinni! Er það LÍÚ, sem ræður ferð? Því vilja þeir ekki veiða meiri makríl?

Ég man ekki betur en að sjávarútvegsráðherra sé nýbúinn að halda fram að mælingar Íslendinga og Norðmanna hafi sýnt að stofninn væri miklu stærri en talið hefði verið.

Hvað er í gangi?

Jón Kristjánsson, 1.2.2014 kl. 13:26

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Svarið við þessu er einfalt: Vegna þess að nú eru það Nojarar sem ætla að veiða meira. Samkvæmt LÍÚ eru það aðeins LÍÚ sem mega veiða meira.

Þetta er snilldarmótsvarhjá þeim Nojurum - enda þekkja þeir LÍÚ afar vel og vita hvað vopn bíta. LÍÚ og framsóknarmenn eru orðnir skíthræddir og hlaupa i faðm ESB, kengbognir í hnjánum, og biðja ESB um að bjarga sér.

Ráða- og vit- og verkleysið hjá LÍÚ er orðið slíkt að þeir fást ekki einu sinni til að standa upp úr stólnum til að leita að loðnu. Þeir fást barasta ekki til þess að standa upp úr stólnum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2014 kl. 16:27

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er lentur í þrætu við Sigurgeir Jónsson. Hann segir: "Veiðar á bátum undir 11 metrum í ýsu, eru ekki frjálsa í Noregi, eftir þeim ulýsingingum sem hafðar eru eftir íslenskum smábátamönnum í N- Noregi.Ég treysti þeim upplýsingum þar til annað kemur í ljós.

Sigurgeir Jónsson, 3.2.2014 kl. 16:47"

Jón minn, hvað er rétt í þessu?

Bæta við athugasemd

Halldór Jónsson, 3.2.2014 kl. 17:52

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta skrifar Kristinn frá Bakkafirði:

Á athugasemdum hans á mínu bloggi er fullt af línuritum sem komust ekki með textanum. Hvað er rétt í þessu öllu Jón?

" Smámynd: Kristinn Pétursson

Kjarni málsins eru ekkert "margar skoðanir" meðal fræðimanna.

Kjarni ágreiningsins er þessi:

Kenning kennd við Beverton Holt gerir ráð fyrir ENGRI samkeppni innbyrðis í fiskistofnum - eða milli stofna.

Kenning kennd við Ricker - gerir hins vegar ráð fyrir mikilli samkeppni innbyrð'is i fiskistofni - og þá einnig milli stofna.

Hér er mynd af þessu:

Fræðimenn ICES - hanga allir á Beverton Holt kenningunni í aðalatriðum og þá er alltaf "ábyrgast" að veiða minna en meira...

Reynslan sýnir hins vegar, - að fiskistofnar virðast "regulera sig" miklu líkara kenningu Ricker.

Ég lét fagmenn gera samanburð á þessu fyrir mig 1992-1993 og þá kom þessi mynd varðandi samanburð í heildarstofni þorsks - og nýliðun:

Heildarsamanburður fyrir 6 samanlagða fiskistofna sýndi þetta:

Ég hef enn enga umræðu fengið um þennan samanburð (gögn Hafró) annað en "að það eigi ekki að gera þetta svona"

Það geta allir skoðað þessi mál - sem hafa á því áhuga - og þannig á það að vera. Þetta er ekkert "einkamál" örfárra manna í ICES.

Hér er enn ein mynd um klúðrið í þorskinum 1999-2002

Þarna er þorskstofninn 1031 þús Tn 1999 og á að stækka í 1150 þús tn 2002 með 25% aflareglu - sem þá var búið að fara eftir með 95-97% nákvæmni ef miðað ver við frumgögn Hafró - en ekki eftir að þeir breyttu stofnstæðum aftur í tímann og sögðu "ofmat" fyrri ára (blekking)

Árið 2001 var stofninn aðeins 577 þús tn og þar töpuðust tæp 600 þúsund tonn á tveim árum.

Rétt skýring þarna er að dánarstu'ull virðist hafa hækkað í 43,5% árin 1999-2001 í stað áætlunar - 18%. Líffræðilega - virðist það rétta skýringin.

Aðferð ICES/Hafró - er hins vegar "árlegt endurmat" að falsa nýjar stofnstæðir aftur í tímann - þegar fiskur drepst úr hungri við þvingaða "uppbyggingu".

Norðmenn og Rússar virðast nú afa skilið þetta algerlega - og þá sitja Íslendingar eftr ein sog kjánar í fanginu á ICES.

Ég tel umræðu um þetta - mikilvægasta mál þjóðarinnar.

Kristinn Pétursson, 3.2.2014 kl. 18:33"

Halldór Jónsson, 3.2.2014 kl. 18:40

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón, hvað segirðu grafið hjá Davíð Gíslasyni?

Halldór Jónsson, 4.2.2014 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband