Gáfumannafélagið

Já einmitt, - passa að sjómenn valdi ekki óróleika í síldarstofninum svo geyma megi hana hana til að veiða seinna, segja snillingarnir á Skúlagötunni:

"Jafnframt er síldin komin í vetrardvala og allt óþarfa skark í stofninum veldur því að síldin þarf sífellt að eyða meiri orku en ella sem getur haft áhrif á möguleika hennar að lifa af veturinn. "

Eru menn ekki með heilli há?
mbl.is Stöðva veiðar í Kolgrafafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú ert greinilega ekki sannfærður um niðurstöður vísindastofnunarinnar!

Árni Gunnarsson, 31.12.2013 kl. 19:56

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það var þá rétt, sem ég skynjaði um hvernig var verið að stilla Sigurði Inga Jóhannssyni upp við vegg fyrir stuttu síðan. Ég var að vona að ég hefði skilið/skynjað rangt, en því miður talar fréttin sínu máli.

Þetta er alvarleg siðblinda og geðbilun þeirra sem stjórna Fiskistofu. Hverjir sem það eru.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.12.2013 kl. 19:57

3 Smámynd: Jón Kristjánsson

Árni, ég er aðallega áhyggjufullur yfir því hve þessum snillingum er mikið í mun að varðveita fiskinn í sjónum handa komandi kynslóðum. Ekki veiða núna, - bara seinna. 

Jón Kristjánsson, 31.12.2013 kl. 20:22

4 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ég er nú mest hneykslaður yfir ummælum Hafróforstjórans í haust um að það væri ekki hægt að auka við þorskveiðinna af því að það var búið að skuldbinda sig alþjóðlega við 20% veiðiálag og það væri 1 ár eftir af þeim sáttmála og ef það væri slitið þá yrði hætta á vondri umræðu erlendis og markaðir í hættu þar af leiðandi. Það virtist vera það eina sem forstjórinn hafði við það að athuga að auka veiðiálagið.  Mig mynnir nú að Sovétríkin hafi verið lögð niður og ekkert spáð í hvar í 5 ára áætlunni Sovétið var statt þá.

En auðvitað er stór hættulegt að vekja síldina í svartasta skammdeginu það sér hver hálviti

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 31.12.2013 kl. 21:58

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er raunalegt að sjá þessi verðmæti og geta ekki nýtt þau í þágu þjóðarinnar. Sú var tíð að öll þjóðin fagnaði þegar fiskur gekk á mið og bátar komu hlaðnir að landi.

Nú samfagnaði þjóðin Raufarhafnarbúum nýlega þegar þeim var tryggt með pólitískri aðgerð, hráefni sem um áraraðir hefur synt utan við hafnarmynnið en þeim bannað að veiða.

Eitt dæmi af fjölmörgum um það tjón sem stjórnvöld og vísindastofnun hefur valdið eigin þjóð.  

Árni Gunnarsson, 1.1.2014 kl. 01:10

6 Smámynd: Snorri Gestsson

Er hugsanlegt að þarna sé toppnum náð!

Snorri Gestsson, 1.1.2014 kl. 10:31

7 identicon

Það sér náttúrulega hver heilvita maður að það er ólíkt hættulegra fyrir síldina að fimm - sex trillur með tvö - þrjú lagnet hver trufli hana en að skarkað sé í henni með flottrollum sem tvö þúsund tonna skip með sjö þúsund hestafla vél draga.

Þorvaldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 11:59

8 identicon

Er fiskveiðistjórnunarkerfi ekki annað fyrirbæri en kvótakerfi?

Hallgrímur (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 15:01

9 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Jón, gleðilegt árið.

Við getum alltaf deilt um aðferðir en tilgangurinn hlýtur alltaf að vera sá sami, ekki satt?

Að rífast um tölfræði er eins og við vitum, vonlítið en kannski ekki alveg vonlaust, stríð.

Þorvaldur, til hvers í andskotanum að gera út trillur á síldveiðar? Það hlýtur að vera fróðlegt að skoða uppgjör þeirra sem það stunda.

Sindri Karl Sigurðsson, 1.1.2014 kl. 15:27

10 identicon

Sæll Sindri og gleðilegt ár allir.

Einu skipin sem komast inn í Kolgrafafjörð undir brúna eru nokkrir smábátar frá nærliggjandi höfnum.  Þessum bátum var veitt leyfi til að veiða eins og þeir gátu þar inni í nóvember - desember og þá hét það að bjarga verðmætum.  Ekki gaf þó þessi veiði mikið af sér, bátarnir litlir og verðið lágt.  Svo spaugilegt sem það var að kalla þetta verðmætabjörgun þá er hálfu vitlausara að halda því fram að þessar veiðar hafi einhver áhrif á stofninn.

Þorvaldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband