14.6.2012 | 19:57
Á að útrýma handfæraveiðum?
Fiskistofa virðist vera lögst í sérstakt átak til að hindra handfæraveiðar. Frá 22. maí til dagsins í dag hefur verið beitt 23 skyndilokunum á handfæraveiðar, vegna of hás hlutfalls smáfisks í afla. Fyrir þann tíma hafði hvergi verið lokað á handfærabáta, en það sem af er ári eru skyndilokanir alls orðnar 68.
Hvað er í gangi? Er Hafró að reyna með ofurafli að vernda smáfisk til að veiða seinna, eða eru "hagsmunaaðilar" á ferðinni, sem vilja handfærin út?
Reynslan hefur sýnt og rannsóknir staðfesta að friðun smáfisks gerir aðeins ógagn. Byggist það á því að ofmergð smáfiskjar gengur hart að fæðunni, nokkuð sem leiðir til hægari vaxtar og hindrar að fæðudýrin gagnist stærri fiski því þau eru étin upp áður en þau ná að stækka. Stærri fiskar hafa því lítið val og fara að éta ungviðið.
Hér til hliðar er lýsing Bjarna Sæmundssonar á fyrirbrigðinu, skrifuð 1929 þegar hann var á síldveiðum á "Skallagrími" í Ísafjarðardjúpi.
(Smella á mynd til að stækka)
Tíðar skyndilokanir benda til þess að mikið sé af smáfiski á miðunum, svo mikið að ekki er hægt að stunda eðlilegar veiðar meðan þorskur undir 55 cm er friðaður- til að hann geti veiðst stærri seinna. Í afla handfærabáta er er hlutfall fisks undir 55 cm 65-85%.
Ég skrifaði grein um samband skyndilokana og þorskafla árið 2001 og sagði m.a:
Ætla má að fjöldi skyndilokana sé til marks um mergð smáþorks hverju sinni og mætti því ætla að í kjölfar tíðra lokana kæmi tímabil aukins afla, í takt við hugmyndafræðina um að hann muni stækka og gefa af sér meiri afla -síðar. Samræmi virðist milli fjölda skyndilokana og afla. lokanir og afli eru í sama takti en tveimur árum eftir að fjöldi skyndilokana nær hámarki minnkar aflinn (-síðar)! Greinilega ekki það sem ætlast var til.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 25.1.2016 kl. 13:01 | Facebook
Athugasemdir
Í gær bættust svo enn við 5 lokanir á handfæraveiðar, samtals 130 fer-sjómílna svæði (430 fer-kílómetrar), sem er eins og hálfur Reykjanesskaginn. Halda þessir snillingar að hlutfall smáfisks breytist eitthvað þar til það opnar aftur eftir hálfan mánuð?
Er verið að undirbúa reglugerð um algjört bann. Ef þeir halda áfram að vera á yfirtíð við að mæla þá endar það ekki öðruvísi.
Jón Kristjánsson, 15.6.2012 kl. 13:36
Og hugsum okkur að a meðan eru kvotaskip ekki að "fa" sma fisk. Er það ekki eitthvað skritið?
Fiskveiðistjornin er i algerri vitleysu og menn bara gapa. Skyldum við hafa breytst i vitlausustu þjoð i heimi. Við sjaum hlutina fyrir framan okkur en truum ekki sannleikanum.
Ólafur Örn Jónsson, 15.6.2012 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.