Kvótakerfið er hrein nýfrjálshyggja, segir Níels Einarsson

Í þættinum "Tilraunaglasið" á Gufunni 4. maí 2012 var rætt við doktor Níels Einarsson, mannfræðing og forstöðumann Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, sem skrifað hefur álit á kvótafrumvarpinu svokallaða að beiðni atvinnuveganefndar Alþingis. Enn er ekki hægt að finna umsögn hans á vef Alþingis.

Þetta viðtal var mjög athyglisvert og stakk í stúf við harmagrátinn sem dunið hefur yfir þjóðina úr fjölmiðlum landsins. Viðtalið við Níels skýrir hvernig á grátkornum stendur, stjórn fiskveiða er orðin að nýfrjálshyggja, sem snýst um að tryggja veð bankanna í fiskimiðunum. Þess vegna má ekki breyta kerfinu. 

Sindri

Hann lætur að því liggja að eftir hrunið hafi "díllinn" við gömlu bankana verið sá að alls ekki mætti breyta kvótakerfinu. Þá færi allt í small. Þess vegna halda Steingrímur og kó í gamla kerfið, og ætla að festa það enn meira í sessi. Á meðan það mál er í vinnslu er kastað út kjötbeini til að láta menn slást um, þ.e. aflagjaldið, til að beina athyglinni frá aðalatriðinu, sem er afsal fiskimiðanna í hendur einkaaðila um ókomin ár. 

Hlustið endilega á þetta viðtal en eftir að ég hafði heyrt það spurði ég sjálfan mig hvernig það hefði getað farið í gegn um ritskoðun. Fyrst að leyfa þáttastjórnanda að taka það upp og svo RÚV-inu að hleypa því í loftið. Þarna hefur greinilega eitthvað brugðist í eftirlitinu.

Við þetta má bæta að ekkert hefur verið um þessa umsögn Níelsar í fjölmiðlum. Af mjög svo skiljanlegum ástæðum. - Hlustið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það er bara eitt eftir í stöðunni. Uppreisn !

Níels A. Ársælsson., 5.5.2012 kl. 18:58

2 Smámynd: Jón Kristjánsson

Rétt Nilli

En fólk virðist alveg dauft fyrir þessu, það gerir sér ekki grein fyrir alvöru málsins. Hvernig getum við virkjað okkur til mótmæla?

Jón Kristjánsson, 5.5.2012 kl. 19:08

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Lokum ýmsum mikilvægum höfnum til að byrja með og svo koll af kolli.

Níels A. Ársælsson., 5.5.2012 kl. 19:29

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þetta hlaut að koma uppá yfirborðið. Nú skýrist margt. Heiftin og ofbeldið sem beitt var til að þagga niður alla umræðu um það sem fram fór.

Ólafur Örn Jónsson, 5.5.2012 kl. 21:08

5 identicon

Hér varðveitist viðtalið:

http://www.youtube.com/watch?v=fiRJ_NmKovM

Lára Hanna (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 22:36

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta er það lygilegur andzkoti, að líklega zatt...

Steingrímur Helgason, 6.5.2012 kl. 23:15

7 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Flott Lára Hanna það er furðulegt hvað þetta fær lítinn hljómgrunn sennilega nær þöggunin enn dýpra en maður hélt.

Ólafur Örn Jónsson, 7.5.2012 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband