14.2.2012 | 13:43
Steingrímur telur makrílinn ofveiddan. - Gott nesti í samningaviðræður?
Í bréfi til Intrafish, sem birtist í Fishing News nýlega, segir Steingrímur að "strandríkin beri sameiginlega ábyrgð á að koma í veg fyrir áframhaldandi ofveiði á makríl og að sjá til þess að veiðarnar verði sjálfbærar".
Svona yfirlýsing er hreinn afleikur í samningaviðræðum. Hvaðan fékk Steingrímur þessar upplýsingar? Frá Hafró?
Það er áhyggjuefni að í samninganefndinni er Jóhann Hafróforstjóri, sem er með langvarandi ofveiði á heilanum en líta má hann sem fulltrúa ICES, sem vill skammta allar veiðar við nögl.
Ég hef áður bent á að stofnmæling á makríl sé hrein vitleysa og matið á stofninum eftir því. Þess vegna er ekki nokkur leið að ákveða kvóta á makríl en sú leið er alltaf valin að veiða minna en meira því náttúran (vanþekkingin ) verður að fá að njóta vafans.
Reynt að leysa makríldeiluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:44 | Facebook
Athugasemdir
Það er von að Steingrímur J alsherjaráðherra landi glæstum makrílsamningi í anda Svavars Gestssonar. Ofmat Steingríms J á eigin ágæti á eftir að verða þjóðinni dýrkeypt. Steingrímur J hefur sínt einbeittan vilja til að semja illa fyrir hönd þjóðarinnar.
Eggert Sigurbergsson, 14.2.2012 kl. 16:11
ESB lætur Steingrím spara makrílinn fyrir makrílvinnslur í öðrum EES-löngum. Svo er mkríllinn fluttir inn til Íslands í niðursuðu-dósum, eftir að kúguð láglaunastétt (þrælar) í Evrópu og víðar í heiminum hefur unnið makrílinn.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.2.2012 kl. 22:56
Ekki er ólíklegt að hann hafi fengið þessar upplýsingar hjá uppáhalds vini sínum Þorstein Má, þjóðnýðing. Tilgangurinn er augljós.
Níels A. Ársælsson., 15.2.2012 kl. 07:58
það er ofveiðinni að kenna að makríllinn dreifir sér nú hingað langt norður í höf i fæðuleit og ræðst á íslenskt lífríki eins og engisprettu faraldur? Það versta við fiskveiðar eru vitleysingar í landi sem eru að fjalla um sjávarútveg án þess að hafa hundsvit á fiskveiðum og hegðun fisks.
Þetta bull er að ná dýpri og dýpri tökum á íslenskri fiskveiðistjórnun og umfjöllun um hana og allir sjómenn í Evrópu þekkja bullið sem viðgengst í Brussel. Á Íslandi róa útgerðamenn á þetta til að einangra umræðuna og tekst ansi vel upp þegar litið er á Vitleysingahælið við Austurvöll.
Ólafur Örn Jónsson, 15.2.2012 kl. 09:58
Þeir sem hafa svikið ALLT hvort eð er............
Landráðahreinsirinn (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 10:07
Ólafur
Þú segir að makríllinn sé að dreifa sér norður í höf í fæðuleit. Það er þá væntanlega vegna fæðuskorts heimafyrir. Sé það rétt, að hann sé búinn að éta allt í garðinum heima, þá er líklegra að um sé að kenna vanveiði fremur en ofveiði. Ofveiði og fæðuskortur fer ekki saman.
Jón Kristjánsson, 15.2.2012 kl. 12:42
þetta er alveg meirihátta rkjánaleg ofstækisumræða hérna. Svo er fólk hissa á að sjallar rústuðu landinu. það er bara ekkert skrítið. Innbyggjarar virðast að stórum hluta vera fábjánar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.2.2012 kl. 13:15
Ég er nú að gera grín af þessu ofveiði kjaftæði Jón. Þu tekur þetta vitlaust ég er að hafa þetta eftir ráðherranum ég er þér hjartanlega sammála.
Ólafur Örn Jónsson, 15.2.2012 kl. 21:26
Það hlaut að vera Ólafur, ég var bara seinfatta
Jón Kristjánsson, 16.2.2012 kl. 14:05
Já Jón nú berast óbeinar hótanir um viðskiptaþvinganri. Það er búið að búa til alltof marga gervi spámenn í kringum Sjávarútveg. Búið að þagga niður í starfandi sjómönnum með ofbeldi og annarar kynslóðar útgerða menn að taka við. Hag-álfarnir nærast á þessu.
Mín skoðun er að hvergi eigi að setja saman flokk manna nefndir eða ráð sem hafa ákvarðana tökum um fiskveiðar og stjrónun nema tryggt sé að meirihluti hafi unnið beinnt við sjósókn og haft beinnt lifibrauð af því að bleyta á sér hendurnar. Menn sem hafa hrærst í fiskveiðunum sjálfum.
Ólafur Örn Jónsson, 17.2.2012 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.