1000 störf, lægra fiskverð til neytenda og "penger i lommen" : Hafnar Steingrímur tilboðinu?

Samtök íslenskra fiskimanna sendu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu tilboð upp á ríflega einn og hálfan milljarð króna fyrir aflaheimildir á þorski, ýsu og ufsa.

Jón Bjarnason hafnaði þessu tilboði á síðasta degi sínum í embætti. Nú vill sambandið freista þess að nýr ráðherra sjái málið í öðru ljósi og sendi aftur inn sama tilboðið.

„Gangi ríkið að þessu tilboði má búast við því að um þúsund ný störf verði til og það kostar ríkið ekki neitt, heldur þvert á móti fær ríkið greitt fyrir að skapa þessi störf. Ég veit ekki til þess að þessari ríkisstjórn hafi verið boðið slíkt tilboð áður,“ sagði Jón Gunnar Björgvinsson formaður Samtaka íslenskra fiskimanna.

Hann telur einnig miklar líkur á að fiskverð til íslenskra neytenda lækki með auknu framboði á innlendum fiskmörkuðum.

Þetta er úr frétt Rúv, sem  fór í loftið fyrsta frétt fimmtudaginn 19. janúar. Merkilegt nokk var hún aldrei lesin aftur, en venjulega er athyglisverðum fréttum gerð betri skil síðar, í sex fréttum útvarps eða fréttum sjónvarps, því fjögur fréttir fara framhjá mörgum.

Mig grunar að þarna hafi verið kippt í spotta, málið væri óþægilegt fyrir "eigendur" kvótans. 

Bláa höndin? 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég má til með að hafa orð á því, mikið er þetta falleg ljósmynd sem að þú ert með af Reykjavík. Ég hef aldrei séð mynd af Reykjavík tekna frá þessu sjónarhorni, eins hef ég aldrei séð svona mikið af Skörfum í Reykjavík. Hvaðan er hún tekin?

Anna Margrét Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 13:56

2 Smámynd: Jón Kristjánsson

Anna Margrét, gaman að heyra það.

Hún er tekin frá bryggjunni sunnan við Granda, gamla Ísbjörninn, í áttina að nyrðri hafnarvitanum. Harpan var í byggingu hægra megin við myndina, ég skar hana burtu til að eyðileggja ekki stemninguna.

Þennan dag, í janúar 2007, var höfnin full af smásíld , sem skarfurinn var að gæða sér á. Þeir voru þarna í hundruðum og mjög gaman að fylgjast með þeim þegar þeir komu úr kafi með síld í gogginum.  

Jón Kristjánsson, 21.1.2012 kl. 18:05

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta mál er of heitt til að fá umfjöllun í ríkismiðli. Íslandi er stýrt af fyrirtækjum og stjórnmálamenn eru í vinnu hjá fjármagnseigendum.

Hér dugar ekkert nema hólmganga fyrir fullu húsi. Tvær kynslóðir vita ekkert um sjávarútveg og stór hluti þeirra eldri sem kynntust útgerð eru á klafa póltísks rétttrúnaðar.

Nú er bara spurning hvort nokkur hefur áhuga á að leggja fé í að taka húsnæði á leigu og auglýsa slagsmálin.

Óvíst hvort útgerðarmafían kærir sig nokkuð um skoðanaskipti og/eða staðreyndir.

Árni Gunnarsson, 21.1.2012 kl. 19:55

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Af hverju í ósköpunum buðu úgerðarmenninrnir sem kalla sig Samtök íslenskra fiskimanna ekki í allan kvótann á Íslandsmiðum.Hefði það ekki verið betra fyrir þá og kannski meira tekið eftir því.En þurfa þessir menn ekki að fá bankaábyrgð.Og er einhver banki tilbúin að veita hana.Og væntanlega þurfa þeir að borga mannskap kaup eftir kjarasmningum.En kanski ættu  Samtök íslenskra sjómanna bara að bjóða í allar aflaheimildir á íslandsmiðum og senda frá sér tilkynningu í fjölmiðla. 

Sigurgeir Jónsson, 21.1.2012 kl. 23:21

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og þeir gætur haft sjálfa sig kauplausa og borgað ríkinu í staðinn, fyrir að fá að veiða og síðan gefið aflann á bryggunum. En hætt er við að sú útgerð stæði ekki lengi .

Sigurgeir Jónsson, 21.1.2012 kl. 23:28

6 Smámynd: Jón Kristjánsson

Sigurgeir

Þeir bjóðast til að greiða einn og hálfan milljarð fyrir 15 þús. tonna aflaheimildir. Mér reiknast til að það séu um 100 kr á kíló. Það er meira en helmingi minna en menn eru að greiða á svarta markaðinum og virðast treysta sér til þess.

Bankaábyrgð? Ætli þeir bjóðist ekki til að greiða jafn óðum og fiskurinn er veiddur, aflagjald, sem innheimtist í gegn um markaðina. Er annars kvóti einungis leigður út gegn bankaábyrgð? 

Jón Kristjánsson, 22.1.2012 kl. 11:58

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Flestir þurfa lán til að kaupa skip.Og venjulegt skip sem hægt er að veiða á árið um kring og ekki er útjaskaður ryðdallur, kostar sitt.En vissulega eru þetta reyndir útgerðarmenn.Og halda" fiskimennirnir"virkilega að þeir muni ekki lækka í launum sem sjómenn, ef þarf að borga ríkinu 100 kr. af hverju kílói til skipta.Það er ekki hægt að taka mark á þessu" tilboði".Það getur hvaða barn sent inn svona tilboð.  

Sigurgeir Jónsson, 22.1.2012 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband