Húrra fyrir nýrri þekkingu í náttúrufræði!

Það á ekki af okkur að ganga Íslendingum. Búið er að skammta þorskafla í tæp 30 ár til í von um það að stofninn stækki. Árangurinn er minni en enginn, minnkandi stofn og horaður fiskur. Nú á að beita sömu aðferð á sveltandi fugla:

"Starfshópur, sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í september um verndun og endurreisn svartfuglastofna, leggur m.a. til að fimm tegundir sjófugla af svartfuglaætt verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu næstu fimm árin", segir í fréttinni.

"Starfshópurinn telur helstu orsakir hnignunar stofnanna vera fæðuskort en telur að tímabundið bann við veiðum og nýtingu muni flýta fyrir endurreisn þeirra".

Þessar tillögur ganga í berhögg við alla núverandi þekkingu og reynslu í vistfræði og almennum búskap. Ef búfénaður og önnur dýr svelta er einungis hægt að laga ástand þeirra á tvennan hátt. Annað hvort með því að auka fóðurgjöf eða fækka á fóðrum.

Vitlausasta sem hægt er að gera er að friða sveltandi dýrastofn, fugl eða fisk, í þeirri von að þeir braggist.

Sennilega myndi ekki hjálpa að slátra fuglum kerfisbundið til að bæta ástandið því fiskurinn hefur meiri áhrif á sandsílið en fuglinn. En gagnslaust og ástæðulaust er að friða fugla, sem er að fækka "af sjálfu sér"

Hvernig væri að friða fæðu fuglana, sandsílið, frá áti þorsksins með því að veiða meiri þorsk?

Það verður ekki gert, því eins og amma skáldsins sagði: Heimskan er eins og eilífðin, hún á sér engan endi.

Meira um fugl, þorsk, sandsíli og loðnu.


mbl.is Vilja friða 5 tegundir af svartfugli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Forræðishyggjan lætur ekkert í friði Jón.  Verst að hér er það valdsboðið eitt sem ræður, en hvorki nytsemi eða almenn skynsemi. Núverandi stjórnvöld virðast hætt að líta á okkur sem bænda og veiðimannaþjóðfélag.  Í stað þess að lifa með náttúruöflunum gengur þeirra hugmyndafræði út á að stjórna henni!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.1.2012 kl. 13:08

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró hefur væntanlega verið aðal ráðgjafi Svandísar ráðherra varðandi friðun sjófugla.

Níels A. Ársælsson., 3.1.2012 kl. 13:40

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Búið er að skammta þorskafla í tæp 30 ár til í von um það að stofninn stækki. Árangurinn er minni en enginn, minnkandi stofn og horaður fiskur."

 geturu sannað þessa fullyrðingu þína? ertu semsagt að segja að þorskstofnin hafi undanfarin ár minnkað en ekki stækkað. ertu að kalla alla sjómenn, skipstjóra og stýrimenn sem róa út hér við land lygara? ertu að segja að þorskurinn sem hefur verið að koma í netin og línuna í Breiðarfirði sé ekki risastór golþorskur heldur pínu tittir? að það gangi illa að veiða hann vegna þess að það sé svo lítið af honum? ertu kannski að segja að þorskstofnin norðan við landið hafi minnkað en ekki stækkað að öllu leiti undanfarin ár?

nei þorskstofnin hefur stækkað og þorskurinn sjálfur sem kemur um borð er stærri en hefur verið undanfarin ár. en hinu er ég sammála þér að það þarf að veiða meira en meira af fiski í sjónum þó þú og hafró haldið að það sé varla hornsíli og hvað þá meir.

Fannar frá Rifi, 3.1.2012 kl. 14:20

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Gleðilegt ár Fannar og takk fyrir liðnu árin. 

Níels A. Ársælsson., 3.1.2012 kl. 14:40

5 Smámynd: Jón Kristjánsson

Halló, halló Fannar ertu ekki upplýstur?

Þorskaflinn 1981 var 470 þús. tonn og veiðistofninn var sagður vera 1489 þús tonn. Árið 2010, þrjátíu árum seinna er aflinn um 170 þús. tonn og stofninn er sagður vera 840 þús. tonn. Allt þetta eftir "opinberum tölum", sem veiðinni er stjórnað eftir.

Sama hvað sjómönnum og öðrum finnst, þá eru þetta tölurnar sem stjórna því hve mikið er veitt.  

Þá segir í hinum opinberum pappírum, skýrslum Hafró, að meðalþyngd þorsks undanfarin ár hafi verið í sögulegu lágmarki. 

Svo tek ég undir með Nielsi og óska þér gleðilegs árs.

PS: Það er alltaf stór stafur eftir punkt og í sérnöfnum, jafnvel nafni Hafró.
 

Jón Kristjánsson, 3.1.2012 kl. 20:36

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Jón. Fannar skrifar alltaf stóran staf á eftir punkt og í sérnöfnum og líka í nafni Hafró, en þegar einn ákveðin maður notar kerfið í hans nafni þá gerir sá hinn sami það ekki. 

Þetta vitum við nokkrir og höfum lengi vitað  ....

Níels A. Ársælsson., 3.1.2012 kl. 22:43

7 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

mer er sama um alla fræðinga- en- að ráða skólastelpur í ráðuneyti sem eiga að  RÁÐA ÞVÍ SEM ÞÆR HAFA EKKERT VIT Á Er fáránlegt.

 fuglar drepast-úr fæðuskorti vegna þess að fiskistofnar eru of stórir- en - fífl skulu setja lög !

 Það er enginn fugl lengur við suðurströndina- dapurlegt !

Erla Magna Alexandersdóttir, 3.1.2012 kl. 22:45

8 identicon

Er þetta samt ekki flóknara en svo? "Að fækka á fóðrum" hjálpar ekki í tilvikum þar sem stofnstærð hefur ekki áhrif á fæðuframboð. Þ.e.a.s. fuglinn étur ekki úr jötu heldur þarf ákveðinn þéttleika sílis í sjó til að braggast, og ef sú þéttni er að mestu óháð fjölda fugla "á fóðrum" (heldur ræðst fyrst og fremst af samspili annara þátta, þ.e.a.s. fiskistofna) þá er ekki beinlínis hættulegt að taka veiðiþáttinn út úr dánarstuðlinum.

Engu að síður er merkilegt að þetta séu einu ráðstafanirnar sem þeim dettur í hug að grípa til.

Kristján Valur Jónsson (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 09:41

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju er ekki lúsin friðuð til þess að varðveita stofnin, sem er í útrýmingarhættu?

Halldór Jónsson, 6.1.2012 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband