Sveigjanlegra fiskveiðikerfi kemur öllum til góða

Í Færeyjum er notast við dagakerfi til að stjórna fiskveiðum. Skipin mega vera úti í ákveðið marga og mega þá veiða eins mikið og þau geta af hvaða tegund sem er. Uppsjávarfiskur er undanskilinn en á honum er kvóti svipað og hér.

LifurMyndSkortur hefur verið á lifur í Færeyjum, en einungis 8 togarar og einn línubátur hafa lagt upp lifur, sem fer  til vinnslu hjá Biotec á Eiði.

Bæði útgerðir og sjómenn hafa hag af því að landa lifur því mannskapurinn fær lifrarpeninga og útgerðin fleiri fiskidaga. Lifrarkílóið selst á 135 kr ísl. og ráðuneytið úthlutar togurunum samtals 167 auka fiskidaga fyrir að hirða lifur. 

Allir ánægðir.

Þetta er nokkuð snjallari lausn en á Íslandi, þar sem menn eru skyldaðir með lagaboði til að "koma með allt í land".

Vert er að geta þess að Lýsi h.f. verður að flytur inn lifur - frá Færeyjum m.a.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta íslenska kvótakerfi hefur aðeins þann eina tilgang að hámarka gróða kvótagreifanna. Geðþóttaákvarðanir Jóns Bjarnasonar varðandi skötusel, lúðu og loðnu staðfesta þetta svo ekki verður um villst. Svo á kennari ofan af Skaga að móta kerfið til framtíðar!! Ætla íslenskir sjómenn að láta þetta yfir sig ganga mótþróalaust?  Ég bara spyr...

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.12.2011 kl. 17:14

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sóknardagar, markaður og hvatar eru verkfæri markaðarins til að gera öllum jafn hátt undir höfði og hámarka afrakstur arðsemi. Þeir sem ekki treysta sér í slíka stjórn fiskveiða eru aumingjar og eiga að gera eitthvað annað en þvælast fyrir þeim sem kunna og þora. 

Íslendingar verða að skilja að við erum komin langt frá réttlátri skiptingu auðlindarinnar og búum við mannréttinda brot af verstu gerð þar sem málfrelsi er fótum troðið og hótanir og ógnir látnar viðgangast. 

Með áframhaldandi kvótakerfi er bundinn endi á almenna velmegun á Íslandi og draumur um velferðar ríki að engu gerður. Hér halda áfram að vaxa auðklíkur sem munu EINOKA tækifæri og auð þjóðarinnar. 

Ólafur Örn Jónsson, 26.12.2011 kl. 18:50

3 Smámynd: Jón Kristjánsson

Óli

Úr því sem komið er væri best að gefa fiskveiðar frjálsar m í amk. 2 ár. Sjá svo til ef þarf að stjórna öðruvísi en með almennum aðgerðum, veiðarfæragerð, landhelgislínum eða almennum umgengnisreglum.

En - þá missa pólitíkusarnir völd, til þess að fénýta leikstjórnendurna, þá sem nú hafa þræðina í höndum sér, LÍÚ og Co. heitir það víst.  

Jón Kristjánsson, 26.12.2011 kl. 19:59

4 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ertu þá að meina frjálsar veiðar með þeim skipum sem hafa veiðirétt núna.   Eða öllum þeim flota sem hægt er að versla og koma á veiðar.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 26.12.2011 kl. 22:07

5 Smámynd: Jón Kristjánsson

Hallgrímur

Frjálsar þeim skipum sem hafa veiðirétt. Ef menn kaupa skip þá væri rétt að þeir þyrftu að sækja um veiðirétt, sem ætti að vera auðfenginn meðan fiskstofnum er ekki stefnt í hættu.

Fiskimiðin eru nú stórlega vannýtt, náttúran bregst við með vaxtarsamdrætti fiska og alls kyns pestum, sbr. síld, hörpudisk og horþorsk á Breiðafirði.

Jón Kristjánsson, 26.12.2011 kl. 22:18

6 Smámynd: Atli Hermannsson.

Af hverju ætli kontrólfríkin í sjávarútvegsráðuneytinu vilji ekki slaka aðeins á klónni. Gera t.d. prufu með strandveiðiflotann næsta sumar og sjá hvað gerist. Úthluta hverjum bát t.d. 10 daga í samtals fimm mánuði -  eigandinn um borð og þrjár- fjórar rúllur. Hvað halda stjónmálamenn eiginlega að muni gerast við það. Flestir þeirra virðast halda að þorskstofninn þyldi ekki ásóknina og þar með hrynja. Það verður því miður að viðurkennast að þeir eru bara ekki betur að sér ræflarnir.

Á hinn bóginn myndu sjávarbyggðirnar allt í kringum landið yða af líf - en það virðist ekki skipta nokkru máli hjá þeim.

Fiskveiðikerfið á ekki eingöngu að taka mið af afrakstri stórútgerðanna eins og gert er í dag. Ekki heldur eingöngu þeirri líf -og vistfræði sem býr í hafinu - heldur einnig hvernig lífi fólk vill lifa í landinu. 

 En hvernig á að fá fífl og fuglahræður til að skilja það?

Atli Hermannsson., 26.12.2011 kl. 22:22

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Frjálsar fiskveiðar má auðveldlega stunda með kannski einhverri verðstýringu ef ástæða þætti til að mati skipstjóra.

Frjálsar handfæraveiðar eru hluti af almennri skynsemi. Handfæri eru ógna engum fiskistofnum, einfaldlega vegna þess að þegar afli fer að tregðast verulega þá hætta sjóróðrar að skila ábata og menn hætta að róa áður en síðustu fiskarnir eru dregnir um borð.

Árni Gunnarsson, 26.12.2011 kl. 23:37

8 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það sýnir kannski best hvað landanum eru mislagðar hefndur. Að við setjum af öllum Guðbjart Hannesson, fyrrverandi barnakennara ofan af Akranesi í að endurskoða fiskveiðikerfið. Í næsta húsi við hann á Akranesi er fiskeldis- og fiskifræðingur sem sat fyrir nokkrum árum um tíma í sjávarútvegnefnd Alþingis. Hann hafði einnig áður starfað við kennslu eins og Hannes - bara erlendan sjávarútvegsháskóla en ekki barnaskóla.

En hvernig vegnaði honum? Séragsmunaöflinn unnu sér ekki hvíldar í ófrægingarherferðinni gegn honum. Meira að segja óbreyttir bjánar í sjávarútvegsnefnd þóttust vita betur en hann og réru öllum árum að því að gera hann ótrúverðurgann.... þá er nú vænlegra til árangurs að planta barnaskólakennara í djobbið.   

Atli Hermannsson., 27.12.2011 kl. 00:26

9 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Við búum við stjórnarfar þar sem aumingjar og lítilmenni ráða för.

Ef við ekki losum okkur við þessa vesalinga þá er út um okkur.

Níels A. Ársælsson., 27.12.2011 kl. 00:34

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Meðan allt landið er í höndum fólks sem fórnar hiklaust hagsmunum fjöldans fyrir einskisnýt völd, þá mun þetta sjórán aldarinnar, kvótakerfið, halda áfram.

Enn alla vega er þessi pistill eins og að hreinu lofti sé hleypt inn í umræðunna. Gaman að lesa eftir einhvern sem ekki er bara með skoðun. Sem veit gtreinilega hvað hann talar um.

Eina fólkið sem getur komið viti í þessi mál eru sjómennirnir sjálfir. Með verkfalli að sjálfsögðu...eða sturta gúanói eða úldnum fiski fyrir framan hús allra sálarlausra stjórnmálamanna...

Óskar Arnórsson, 27.12.2011 kl. 06:33

11 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Jón við verðum einhvern veginn að komast á upphafs reit til að getað byrjað upp á nýtt að endurbyggja það fallega þjóðfélag sem við áttum en búið er að eyðileggja. 

Gaman að sjá hve margir taka undir með þér Jón en nú verða þeir færðir í bókina og verður hengt hvar sem til þeirra næst. Stefnan er að enginn fái vinnu eða tækifæri til að sjá fyrir sér sem vogar sér að viðra skoðanir sínar. Trúið mér þeir eru enn að eins og aldrei fyrr.

Ólafur Örn Jónsson, 27.12.2011 kl. 10:05

12 Smámynd: Jón Kristjánsson

Stjórn fiskveiða á ekki að vera sú að hámarka arðsemi fárra. Hún á að snúast um að sem flestir geti lifað af fiskveiðum, einnig þeir sem kaupa í matinn. 

Í Færeyjum  mega allir handfærabátar róa. Upphaflega ver þeim úthlutað 26.000 dögum sameiginlega, en svo hættu menn að telja....

Jón Kristjánsson, 27.12.2011 kl. 13:08

13 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ég vil sjá veiðar gefnar frjálsar með þeim flota sem hefur veiðileifi núna.

Síðann verður frjálst að bæta við bátum sem eru innan við 10 metrar með hefðbundinn gang og venjulegar handfærarúllur.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.12.2011 kl. 14:45

14 Smámynd: Jón Kristjánsson

Það yrði mjög góð byrjun Hallgrímur.

Þá kæmi væntanlega í ljós það, sem ég og fleiri höfum haldið fram, að fiskstofnar séu stærri en núverandi útreikningar sýna.

Rallið er tóm vitleysa, enda er það leiðrétt með aldurs-afla aðferð, en þar er aflinn mjög sterk breyta, aðrar breytur ss. dánartala eru meira hægfara, auk þess sem þær eru miklum  skekkjum háðar.

Þetta þarfnast frekari útskýringa, en ég skrifaði um þetta grein fyrir 10 árum, hana má finna á slóðinni: http://www.fiski.com/skrar/natmort.html 

Jón Kristjánsson, 27.12.2011 kl. 18:22

15 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kæra þökk fyrir skrif þín Jón.
Sem fyrr nærðu að beina umræðunni að raunverulegum lausnum.
Ég hef mikið velt fyrir mér auðlindunum og lífeyriaajóðunum upp á síðkastið og sé þá sýn fyrir mér að allar auðlindir ættu að vera nýttar til viðurværis öflugs lífeyriskerfis. Með skynsamri nýtingu má tryggja gott viðurværi þeirra sem sjóinn sæka og þeirra sem ævikvöldi fanga.

Haraldur Baldursson, 28.12.2011 kl. 02:58

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég las þessa grein þína Jón um aldur fiska og annað sem ég náði í. Áhrifin af lestrinum eru einföld. Manni líður eins og fábjána sem hefur bara hefur haft skoðanir á fiskimálum á Íslandi án þess að hafa haft beint vit á því sem hann var að tala um....

Enn alla vega veit ég smávegis um peningamálin á bakvið kvótakerfið, og þau eru svo ljót að kölski sjálfur myndi roðna...

Ég var sjómaður í 10 ár og á þeim tíma var ég viss um að Hafró lék leikrit sem að vísu er eitthvað byggt á sannsögulegum heimildum. Enn megnið er líklegst vísindaskáldskapur...vonandi hefur þetta skánað eitthvað hjá þeim...

Óskar Arnórsson, 28.12.2011 kl. 03:12

17 Smámynd: Jón Kristjánsson

Óskar, ég held að segja megi um Hafró að lengi getur vont versnað. Þeim virðist fyrirmunað að læra af reynslunni. Nú eru þeir að prófa strangari aflareglu en fyrr og vonsat til að stofninn stækki við það. Má til gamans geta að til þess geta veitt 400 þús. tonn (með 20% aflareglu) þarf stofninn að stækka í 2 miljónir tonna!

Sjá má samantekt á ráðgjöf þeirra og athugasemdir við hana frá 1978-2001 í Fiskikassanum með því að smella þar á "Fiskiráðgjöf Hafró". 

Þakkir til allra fyrir góð ummæli.

Jón Kristjánsson, 28.12.2011 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband