Fiskveiðistefna ESB - "GAME OVER"

Í Waterford á Írlandi var ég fenginn til að flytja erindi um skoðun mína á þeim breytingum sem ESB hyggst gera á fiskveiðistefnu sinni. Sumir stjórnmálamenn á Íslandi eru ánægðir með að ESB sé að teygja síg í áttina að hinu íslenska kvótakerfi, sem hefur af áróðursöflunum verið hælt upp í hástert.

Um 70 manns mættu á fundinn, flestir sjómenn. Ég sagði þeim sannleikann: Hvernið kerfið hefur farið með byggðir landsins og rústað efnahagi þjóðarinnar og hvernig handhafar kvótans halda stjórnvöldum í heljar greipum. Og ekki síst því að verndunastefna Hafróanna, veiða minna núna til að geta veitt meira seinna, hefur beðið afhroð. Eftir 30 ára tilraunastarfssem, þar sem útkomann er alltaf neikvæð, er kominn tími til að enda tölvuleikinn: "GAME OVER"waterford

Andstaða fundarins við breytingarnar, sem felast í því að taka upp framseljanlega kvóta og banna brottkast, var algjör. Framsalið leiddi til að þeir veikar yrðu keyptir upp og skipin myndu verða hættuleg ef ætti að hirða allt sem kemur á dekk, draslið og úrgaqnginn. Í lestinni myndi það úldna og skemma annan afla, væri það geymt á dekki breytti það stöðugleika skipsins. Ekki væri vitað að nein þjóð hefði beðið um svona kerfi, sennilega kæmi þetta beint frá Brussel.

Írar hafa misst miklar veiðiheimildir til annara ESB þjóða og reyna árangurslaust að fá þær til baka. Þeir ráða einungis yfir 18 % aflaheimilda í sinni eigin landhelgi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Vittu til.

Þeir munu ná að ljúga íslenzka aflamarkskerfinu inn á ESB.

Níels A. Ársælsson., 16.10.2011 kl. 12:34

2 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Viisulega er okkar kerfi ekki fullkomid og flestir sjomenn sammala ad radleggingar hafro i sambandi vid torskin eru rugl,enda stærsta vandamalid ad fa EKKI torsk i dag hann er alstadar,en Evropusambandskerfid er to enn verra,(hef verid sjomadur i EB)td ad banna ad koma med undirmal ad landi,og ekki vafi a ad tar er breitinga tørf en vona ad teir fari ekki ad eta tetta beint upp eftir okkur,og ad lokum sma spurning hvernig for tetta tarna i Færeyjum tegar teir bara fiskudu og fiskudu???eftir radgjøf ef eg man rett

Þorsteinn J Þorsteinsson, 16.10.2011 kl. 16:58

3 Smámynd: Jón Kristjánsson

Þorsteinn

Þetta fór ágætlega í Færeyjum. Þeir fiska og stofnar sveiflast eftir náttúruskilyrðum, og er ekki að sjá að veiðar hafi nokkur áhrif á þorskstofninn. Þegar hann er í vexti geta veiðar ekki hamlað á móti stofnaukningunni, stofninn keyrir sig í svelti og aflinn fer niður.

Mér sýnist að þeir sæki ekki nógu stíft í Færeyjum, línuveiðar skila um 50% aflans og mikið er af friðuðum svæðum. Línuveiðar ná aldrei að nýta fiskstofna til fulls, þegar fiski fækkar vegna veiða, fá þeir meira fóður í sig og hætta að bíta á krókana. Þetta er svona sjálfstýring á veiðanleika, eða áhrifum veiðanna á stofninn.

Lestu meira um Færeyjar hér: http://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/1139062/ 

Jón Kristjánsson, 16.10.2011 kl. 20:36

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir að standa vaktina.

Sigurður Þórðarson, 16.10.2011 kl. 20:57

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það verður alltaf sama niðurstaðan af frjálsum veiðum. Stofnarnir sveiflast eftir ytri skilyrðum og það er hin náttúrulega stýring.

En nú eru þeir farnir að nálgast 800 þús. tonna ráðgjöf í Barentshafinu og það mætti halda að Hafró átti sig ekki á því að Barentshafið er hafsvæði en ekki birgðageymsla.

Árni Gunnarsson, 16.10.2011 kl. 22:50

6 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Flott Jón. Já Halldór Ásgrímsson tók HAG-ÁLFANA með sér í ferðir útflutningsráðs til að "predika" Íslenska kvótakerfið. Í þessum ferðum var komið á fundum þar sem hann ásamt ÁLFUNUM hittu stjórnmálamenn og samtök útgerðamanna í þeim löndum sem heimsótt voru.

Ég skildi ekkert í tilganginum með þessu þá í kringum 1998 til 2003 en síðar kom í ljós hver tilgangurinn var. Það var verið að festa íslenska kerfið í sessi með því að útbreiða boðskapinn um HAGRÆÐINGUNA OG FJÁRDRATTINN. Karlinn er enn að og hefur verið eins og grár köttur um Evrópu. Allir vita hverjum hann er að þjóna með því. 

Ég var með í ferðinni til Chile og Seattle þar sem þeim tókst að koma íslenska kerfinu á. Í Chile í dag er ördeyða í Hake stofninum sem var einn stærsti fiskistofn í heimi fyrir kvótakerfið. Alaska ufskvótinn er að mestu kominn  í hendur Japana sem keypt hafa upp aflaheimildir og minnkandi veiði. 

HELSTEFNA í íslenskum sjávarútvegi er að eyðileggja fiskveiðar fleiri þjóða og líf þúsunda sjómanna.  Það á að banna alla kvóta umræðu um aldur og ævi.

Ólafur Örn Jónsson, 17.10.2011 kl. 09:31

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Írar hafa misst miklar veiðiheimildir til annara ESB þjóða og reyna árangurslaust að fá þær til baka."

þetta er ekki rétt. Írar hafa í raun aukið hlutdeild sýna í afla innan Írska EEZ eftir aðild að EU. Jú, gæti verið sirka 20-30%. 18% þessvegna. Misjafnt soldið eftir árum.

Við erum að tala um allt annað dæmi en Ísland. Allt öðruvísi fiskihefð. það var til dæmis aldrei nein áhersla hjá Írskum stjórnvöldum að byggja upp flota eins og á Íslandi þar sem það var eitt megin pólitíska efnið á síðari hluta 20.aldar. Landbúnaður var alltaf aðalmálið í Írlandi.

Staðreyndin er að EU hefur byggt upp fiskveiðar í Írlndi sem sést best á því að aflahlutdeild Íra í írskum sjó hefur stóraukist eftir aðild að EU.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.10.2011 kl. 10:10

8 Smámynd: Jón Kristjánsson

Ómar

Þetta var það sem fram kom á fundinum, Írar hafa einungis 18% aflaheimilda innan írskrar lögsögu. Hitt er veitt af öðrum ESB ríkjum, Spáni, Frakklandi Belgíu, t.d.

Hvernig sem  áróðursvélar ESB reyna að snúa þessu við eða reyna að þakka sér "uppbyggingu fiskveiða á Írlandi" þá er staðreyndin sú að aðrar þjóðir aféta þá í sinni eigin lögsögu.

Þá kom einnig fram í samtölum mínum við mörg sjómannasamtök á fundinum að Íslendingar skuli ekki láta sig dreyma um að þeir geti haldið öllum fiskveiðiheimildum í eigin lögsögu. Þeir hlægja að fólki, sem heldur slíku fram.

Jón Kristjánsson, 17.10.2011 kl. 11:34

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, en það var veitt af öðrum fyrir aðild að EU. Hlutdeild íra hefur aukist eftir EU aðild. Írar veiðla líka álíka mikið í lögsögu Bretlands. Auk þess semsameiginlegir stofnar koma þarna án efa inni. þetta er ekkert einfalt dæmi. það er villandi að segja fólki að Írar hafi ,,misst" afla til EU.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.10.2011 kl. 11:41

10 Smámynd: Jón Kristjánsson

Karpa ekki við þig Ómar

Jón Kristjánsson, 17.10.2011 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband