18.6.2011 | 18:04
Ófærir um að stjórna landinu!
Stjórnmálamenn, hvað sem okkur finnst um þá, geta ekki lengur stjórnað landinu vegna þess að þeir sem lögin fjalla um rífa kjaft og stappa niður fótum. Tilraunir stjórnvalda til að breyta lögum um fiskveiðar eru stöðvaðar af svokölluðum hagsmunaaðilum, sem beita öllum tiltækum ráðum, ofbeldi, skoðanakúgun, þöggun gagnrýnenda, botnlausum áróðri, hótunum um atvinnumissi, mútum, Trójuhestum og fleiru, sem lengi mætti upp telja.
Þeir sem munu þurfa að fara eftir landslögum beita löggjafann ofbeldi. Nýjasta trikkið er sixpensarinn, sex manna nefnd hagfræðinga keypt fyrir enska smápeninga, sem kemst að því að Matadorpeningarnir falli í verði ef ekki megi lengur veðsetja aflaheimildir. Pressan er svo látin endurtaka þessar keyptu niðurstöður, keyptu, vegna þess að hver vill ráða hagfræðing í vinnu ef hann syndir á móti straumnum.
Vel á minnst, hagfræðinga, því eru þeir ekki kvaddir til vegna vandans í sjófuglastofnunum? Þar er notast við auma líffræðinga. Væri ekki ráð að snúa þessu við og nota líffræðingana til að meta árangur 30 ára fiskveiðstjórnunar og setja hagfræðingana í lundann? Þeir eru kannski komnir með puttann þangað því nú skal bjarga lundanum frá hungri með friðun. - Var einhver að tala um náttúrufræði?
Frumvarpið fær falleinkunn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:12 | Facebook
Athugasemdir
Flottur!
Aðalsteinn Agnarsson, 18.6.2011 kl. 19:09
Ætli sonur Jóns, Ásgeir Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður greiningadeildar Kaupþings sé einn af þessum 6? En kjarninn er náttúrulega sá að hér er verið að takast á um gífurlegan efnahagslegan ávinning núverandi kvótahafa og þeir munu ekki láta neitt stoppa sig í að halda yfirráðum yfir kvótanum. það má kaupa mörg sérfræðiálit og marga pólitíkusa fyrir 45 milljarða!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.6.2011 kl. 21:23
Ríkisstjórnin hefur ítrekað hrakist undan kvótaklaninu og gripið til sömu flóttaleiðarinnar, skipa nefnd. Nýjasta fyrirbærið er nefnd sem hefur fengið yfirbragð sérfræðiþekkingar!
Þekkingar á hverju?
Á meðan ríkisstjórnin hrekst undan ofurvaldi LÍÚ hrædd, ráðvillt og dáðlaus mun engu verða breytt að ráði hvað þá bylt. Skelfilegasta bullið er svo þáttur líffræðinnar sem heldur öllu í heljargreipum samtímis því að fiskistofnarnir svelta.
Undarlegast og grætilegast er hversu alþingismönnum er ósýnt um að afla sér þekkingar á þessu mikilvæga viðfangsefni. Nú er Ólína Þorvarðardóttir farin að draga í land og ræða um endurskoðun!
Árni Gunnarsson, 18.6.2011 kl. 21:47
Orð í tíma töluð og allt satt og rétt. Það er þrástagast á að allir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi séu á móti breytingunum. Hvað annað? Sægreifarnir munu berjast gegn öllum breytingum með öllu því fjármagni sem þeir hafa yfir að ráða. Hundruð milljarða hafa horfið út úr greinininni síðan kvótakerfið var innleitt. Þessir fjármunir eru á víð og dreif. Í glæsihöllum hér og erlendis, flugvélum, snekkjum, lúxusbílum og beinhörðum peningum. Þetta er mesta óréttlæti íslandssögunnar og því verður að linna. Og það munu ekki nást fram breytingar með góðu. Þessvegna er mikilvægt að beita öllum tiltækum ráðum í þessari baráttu. Mið illu skal illt út reka.
Sigurður Sveinsson, 18.6.2011 kl. 22:10
Það þarf að fara fram opinber rannsókn á hegðun þessara manna. Þetta hófst þarna í kringum 1993 þegar þorskstofninn rétti úr sér. Þetta var klíka í kringum Kristján Ragnarsson og núna veit ég að Þorsteinn Már var þarna innsti koppur í búri og er sá sem keyrir þetta áfram innan LÍÚ i dag. (Hef það staðfest af stjórnarmanni í LÍÚ).
Hann er greinilega sá sem er með VG skipstjórann í vasanum og er sennilega beint SMS samband á milli þeirra alla tíð.
Þess vegna þarf að koma þessu þannig fyrir að Jóhanna nái að leggja fyrir þjóðina val á milli Kvótakerfi eða Sóknarmark. Ef þjóðin nær ekki að kjósa um þetta er Lýðræðið farið. Það sem aðrar þjóðir gefa blóð sitt til að freista þess að auðnast erum við að missa úr höndum okkar og fáum ekki rönd við reist af því að í 18 ár er valdaklíka búin að skipuleggja sig og brjóta niður alla andspyrnu með níðíngs verkum.
PS ég hafði feikilega gaman af leiknum loksins sá ég þessa ungu stráka leika sinn leik. fékk ***** stjörnur hjá mér.
Ólafur Örn Jónsson, 18.6.2011 kl. 23:07
Þegar Mái sem er forstjóri uppi í turni í svo stóru fyrirtæki sem Samherji er þekkir starfsmenn Hafró sem notabene sofa nánast alla sína tíð hjá Hafró inni á skrifstofu hef ég grun um að hann hafi tiltölulega oft átt erindi þangað inn og ekki látið sé það duga að tala við símastúlkuna.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.6.2011 kl. 15:47
Högni
Góður vinur minn á Hafró sagði mér einu sinni að þegar Kristján Ragnarsson %Co stormuðu um gangana, þá væri eitthvað mikið að ské. "Við hverja talaði hann"? spurði ég. "Nú forstjórann auðvitað". Þessir menn hafa klárlega ítök og leggja ýmsar línurnar. Segi ekki meir.
Ólafur, auðvitað er sóknarmark það eina rétta, en stjórnmálamenn fást ekki til að ræða hvernig eigi að stjórna FISKVEIÐUM. Þeir reyna að stjórna hagsmunaaðiæum og eru haldnir þeirri blindu að þjóðin þurfi að fá greitt fyrir aflaheimildir úr vasa þeirra. Þeim er fyrirmunað að skilja að tekjur af auðlindinni koma í gegn um skattakerfið. Mér vitanlega þekkist hvergi að menn borgi ríkinu fyrir heimildir til að róa til fiskjar.
Jón Kristjánsson, 19.6.2011 kl. 17:01
Ég get verið sammála um það að núverandi stjórnvöld séu ófær um að stjórna landinu, en ekki endilega vegna þess að við sem lögin fjalla um séum óalandi og óferjandi.
Það hefur mikið verið rætt um sægreifa og kvótakónga og því haldið á lofti að það séu einhverjir óþokkar sem eigi glæsihallir, flugvélar snekkjur og lúxúsbíla út um allan heim.
En því hefur aldrei verið svarað; hverjir eru þessir kóngar og greifar? hvað heita þeir og hverjar og hvar eru þessar villur, flugvélar, snekkjur og eðalvagnar?
Eru það eigendur stærstu sjávarútvegs og fiskvinnslufyrirtækja landsins. Mennirnir sem byggt hafa upp öflug fyrirtæki og vinna við það hörðum höndum alla daga að skapa sem mestan arð íslendingum öllum til hagsbóta og sjálfum sér auðvitað líka?
Nú er það svo að þessi stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru held ég flest hlutafélög eða eignarhaldsfélög en ekki í eigu eins kvótagreifa þó svo að deila megi svo um hver eigi þessi félög. Sum hver eflaust í eigu einhverra fjölskyldna að miklu eða öllu leiti en þá væntanlega fjölskyldna sem byggt hafa þessi félög upp með dugnaði og þrotlausu starfi. Ég þekki nokkur dæmi þar sem menn hafa verið að dunda sér við þetta alla starfsævina og ekki verið að flytja fjármagnið úr greininni heldur byggja og styrkja stoðir fyrirtækisins.
Svo eru líka dæmi um aðra sem hafa bara gert það sem þeim sýnist með sinn kvóta og fyrirtæki, braskað og fjárfest í einhverju allt öðru en sjávarútvegi.
Því er kanski kominn tími á það að svara þessum spurningum.
Hverjir eru þessir eiginlegu kvótabraskarar, sægreifar og kvótakóngar sem sem leika sér bara í útlöndum eigandi stóreignir um allan heim? Gott væri að fá það upp á borðið svart á hvítu.
Það kæmi mér ekki á óvart að það kæmi mörgum öðrum á óvart, listinn sá.
Viðar Friðgeirsson, 19.6.2011 kl. 17:53
Já Jón þetta er fast í vinstri mönnum að setja á veiðileyfa gjald og búið að blanda þessu allt of mikið inní umræðuna. Það má svo sem taka gjald að skaðlausu og ef kvóti má bjóða hann upp þannig að hver útgerð megi kaupa og eiga 2 farma í skipið og kaupa svo jafn óðum en aldrei eiga meir svo menn séu ekki að hamstra kvóta.
Í sóknarmarki er þetta ekkert mál þá er tekið eitthvert gjald á mörkuðunum.
Það virðist ekki ganga að halda focus á fiskveiðistjórnina sjálfa það vilja allir drasla alls konar hagsmuna togi og menn skilja ekki að það er nóg fyrir alla ef rétt er farið að við fiskveiðistjórnina.
Að sjálfsögðu veður að afnema einokun á veiðileyfunum. Menn eru að gera greinarmun á hvor það séu Íslendinar eða útlendingar sem "eiga" réttinn? Mér er andskotans sama ef það er einokun á annað borð hvort það eru útlendingar sem eiga réttinn frekar en þessir kónar sem búnir eru að koma útgerðinni í þessar kröggur sem hún er nú í. Ásakanir um fjárdrátt og ofbeldi.
Ólafur Örn Jónsson, 19.6.2011 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.