26.3.2011 | 11:03
Því má ekki ræða sóknarstjórn með dagakerfi?
Hvernig væri að gefa veiðarnar frjálsar í dagakerfi eins og gert er í Færeyjum? Allir mættu róa ákveðinn dagafjölda, sægreifarnir líka, landa öllu sem á dekk kæmi og ekkert afla hámark væri í neinni tegund. Hvað myndu greifarnir segja þá þegar þeir ættu að fara að lifa af fiskveiðum í samkeppni við aðra og geta ekki veðsett?
Í allri þeirri umræðu sem átt hefur sér stað kemst enginn upp úr fari Kvótakerfisins. Enginn ræðir um aðrar leiðir. Þó talið sé að sóknin sé of mikil, þá skal stjórna aflanum. Því ekki að stjórna sókninni og losna við brottkastið?
Stutt svar við því er að þá myndi apparatið hrynja. Rannsóknamafían, eftirlitsbatteríið og sægreifarnir.
![]() |
Pattstaða um fiskveiðistjórnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:35 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir þetta með þér, Jón.
Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 11:30
Flottur Jón, frjálsar handfæraveiðar leysa byggða, fátæktar og atvinnuvanda
Íslendinga, FRELSI er það sem vantar, ekki nýjar lántökur.
Aðalsteinn Agnarsson, 26.3.2011 kl. 17:10
Aðferðin er þekkt þegar pólitísku ofbeldi er beitt í þágu hagsmuna. Málið er vafið í óskiljanlega vísindaþvælu og spurningar afgreiddar án svara með orðhengilshætti.
Árni Gunnarsson, 27.3.2011 kl. 08:15
Sóknarmarkið er leiðin og verst er að við byrjuðum með sóknarmarkið og vorum þá langt á undan okkar samtíð. En eins og þú segir þá er miðaldra hræðslan búin að ganga yfir það fólk sem heldur á kvótaúthlutunum og það treystir sér ekki í samkeppni um fiskinn.
Ömurlegt að horfa á Alþingi hundsa rökrétta leiðréttingu á óréttlætinu og að fara að vilja fólksins. Hvaðan kom allt þetta óheiðarlega fólk? Hvernig gat þessi þjóð látið glæpamenn draga sig í þetta fen.
Ólafur Örn Jónsson, 27.3.2011 kl. 08:33
Sæll Jón:
Enginn er ég greifinn, en hefi gert út smábáta árum saman og er núna í krókaaflamarki.
Smábátar voru lengi á sóknarmarki og ekki hæli ég því tímabili.
Þetta byrjaði í 80-90 dögum, fyrirfram ákveðnum og endaði í 18.
Ekkert nema leiðindin, allt árið undir með hléum sem ekki nýttust til neins.
Ég man líka þá tíma þegar menn höfðu frítt spil. Sjóslysin voru tíð,bæði fórust vertíðarbátar og sjómenn útbyrðis. Mitt mat er að þrátt fyrir alla vankanta aflamarks, þá hefur slysum fækkað.
Má ég ítreka fyrirspurn mína um þitt álit á krókum sem veiðarfæri sem sett var fram í mínu fyrra og eina e-mail til þín.
Með bestu kveðju, Vilhj
Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 07:15
Vilhjálmur eina sem þú getur fundið að frjálsri sókn handfærabáta er að menn fari sér óðslega. Þetta er náttúrulega bara útúrsnúningur.
Í frjálsri sókn er hægt að hafa stopp daga sem ekki eru gerðir til að hefta veiði handfærabáta heldur til að takmarka þrýstinginn á að sækja í öllum veðrum. Kannski 10 daga á mánuði yfir veturinn og færri á sumrum.
Ánægja þín með Kvótakerfið vona ég að byggist ekki á því að þú getir nú komið með hreinann tveggja handa þorsk að landi og ekkert annað í hverjum túr.....?
Ólafur Örn Jónsson, 31.3.2011 kl. 09:51
Vilhjálmur
Ég svaraði athugasemd þinni að hluta en ekki sérstaklega þar sem þú spyrð um áhrif krókaveiða:
"Og þá spyr maður, hvað hefur skeð. Jú, krókaveiði er alls ráðandi á grunnslóð. Mig grunar að krókar skilji eftir ansi marga dauðvona fiska sem ekki koma um borð, ýmist særðir eða hent sökum smæðar. Hvert er þitt álit á því?"
Ég hef engin gögn til að mynda mér skoðun varðandi þetta en það er alveg klárt að allar veiðar/öll veiðarfæri særa fisk og skilja hann eftir dauðvona. Við því er lítið að gera.
Annað mál er þegar menn henda fiski sem ekki passar þeim. Það má lækna með sóknarkerfi.
Jón Kristjánsson, 31.3.2011 kl. 10:56
Það er alveg sama hvaða kerfi er notað; Hafró verður búinn að drepa það með boðum og bönnum eftir nokkur ár. Frjálsar veiðar, með svæðisbundnum veiðafærum og jafnvelsvæðum sem veiði er bönnuð á.
Þegar afli dregst samann þá fara óhagkvæmu útgerðirnar á hausinn, sóknin minnkar og afli eykst aftur og þeir sem eftir voru græða meira, Það er svo bankanna á ákveða hvort og/eða hvenær bátar verða settir í útgerð aftur.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 1.4.2011 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.